Hlupu út í Jökulsárlón og klifruðu upp á ísjaka Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2019 21:39 Að sögn Adolfs Inga voru mennirnir ekkert að hugsa sig tvisvar um. Adolf Ingi Erlingsson Tveir ungir menn hugsuðu sig ekki tvisvar um þegar þeir hlupu á undirfötunum út í Jökulsárlón fyrr í kvöld. Þegar í lónið var komið færðu þeir sig að ísjaka sem flaut í lóninu og klifruðu upp á hann. Adolf Ingi Erlingsson birti myndir og myndband af atvikinu á síðu Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar. Í samtali við Vísi segir Adolf Ingi mennina hafa líklega verið í kringum tvítugt og heldur að þarna hafi verið um erlenda ferðamenn að ræða. „Þetta eru kornungir strákar, kannski rétt um tvítugt. Ég hef aldrei séð svona áður, þeir komu keyrandi þarna, stukku út úr bílnum og hlupu út í. Svo bara syntu þeir út að jakanum og príluðu upp á hann,“ segir Adolf Ingi um atvikið.Á myndbandinu sjást mennirnir reyna að halda jafnvægi á jakanum á meðan hann flýtur að landi. Þeir virðast hæstánægðir með afrekið, ef svo má að orði komast, og steyta hnefann sigri hrósandi upp í loft. „Það náttúrulega flæddi að og það ýtti jakanum upp aftur og þeir krupu bara þarna á honum. Þeim fannst þetta alveg stórsniðugt.“ Töluverður fjöldi ferðamanna var við lónið þegar atvikið átti sér stað en segir Adolf fólk ekki hafa kippt sér mikið upp við þetta uppátæki.Feta í fótspor Bieber? Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frakkir menn stinga sér til sunds í Jökulsárlóni. Árið 2015 gaf söngvarinn og stórstjarnan Justin Bieber út tónlistarmyndband við lagið I‘ll Show You þar sem hann, meðal annars, hleypur út í lónið á nærbuxum einum fata. Við lónið er skilti þar sem kemur fram að bannað sé að synda í lóninu en hingað til hafa þó ansi margir farið á svig við þær reglur. Í mars á síðasta ári vakti það athygli þegar ungur ferðamaður frá Kanada stökk á milli ísjaka til þess að ná betri mynd. Árið 2015 fækkuðu svo tveir ferðamenn fötum á ísnum og stilltu sér upp fyrir myndatöku. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. 28. febrúar 2019 15:22 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Tveir ungir menn hugsuðu sig ekki tvisvar um þegar þeir hlupu á undirfötunum út í Jökulsárlón fyrr í kvöld. Þegar í lónið var komið færðu þeir sig að ísjaka sem flaut í lóninu og klifruðu upp á hann. Adolf Ingi Erlingsson birti myndir og myndband af atvikinu á síðu Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar. Í samtali við Vísi segir Adolf Ingi mennina hafa líklega verið í kringum tvítugt og heldur að þarna hafi verið um erlenda ferðamenn að ræða. „Þetta eru kornungir strákar, kannski rétt um tvítugt. Ég hef aldrei séð svona áður, þeir komu keyrandi þarna, stukku út úr bílnum og hlupu út í. Svo bara syntu þeir út að jakanum og príluðu upp á hann,“ segir Adolf Ingi um atvikið.Á myndbandinu sjást mennirnir reyna að halda jafnvægi á jakanum á meðan hann flýtur að landi. Þeir virðast hæstánægðir með afrekið, ef svo má að orði komast, og steyta hnefann sigri hrósandi upp í loft. „Það náttúrulega flæddi að og það ýtti jakanum upp aftur og þeir krupu bara þarna á honum. Þeim fannst þetta alveg stórsniðugt.“ Töluverður fjöldi ferðamanna var við lónið þegar atvikið átti sér stað en segir Adolf fólk ekki hafa kippt sér mikið upp við þetta uppátæki.Feta í fótspor Bieber? Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frakkir menn stinga sér til sunds í Jökulsárlóni. Árið 2015 gaf söngvarinn og stórstjarnan Justin Bieber út tónlistarmyndband við lagið I‘ll Show You þar sem hann, meðal annars, hleypur út í lónið á nærbuxum einum fata. Við lónið er skilti þar sem kemur fram að bannað sé að synda í lóninu en hingað til hafa þó ansi margir farið á svig við þær reglur. Í mars á síðasta ári vakti það athygli þegar ungur ferðamaður frá Kanada stökk á milli ísjaka til þess að ná betri mynd. Árið 2015 fækkuðu svo tveir ferðamenn fötum á ísnum og stilltu sér upp fyrir myndatöku.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. 28. febrúar 2019 15:22 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. 28. febrúar 2019 15:22
Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15
BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25