Neytendasamtökin skoða milljónagreiðslur eldri borgara Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 15:30 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin skoða nú skilyrði sem Félag eldri borgara hefur sett kaupendum nýrra íbúða í Reykjavík. Hefur félagið krafið kaupendur um milljónir í aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna þess að kostnaður við byggingu íbúðanna fór langt fram úr áætlun. Er það sett sem skilyrði fyrir afhendingu íbúðanna þó svo að undirritaður kaupsamningur sé í gildi, annað hvort greiði kaupendur milljóna aukagreiðslu eða fallið verður frá kaupunum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að erindi hafi borist vegna málsins inn á borð samtakanna rétt fyrir hádegi og málið farið nú í skoðun. Upphaflega nam byggingarkostnaður þessarar íbúða, sem eru 68 talsins, 3,8 milljörðum en kostnaður fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun en varaformaður Félags eldri borgara sagði við Vísi fyrr í dag að tafir á afhendingu lóðarinnar frá Reykjavíkurborg ásamt breytingum og lagfæringu á byggingunni hafi dregið afhendingu íbúðanna um eina níu mánuði. Á sama tímabili hækkaði byggingarvísitalan og jókst fjármagnskostnaður. Varaformaðurinn sagði við Vísi að það hafi alltaf staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar en kaupendurnir sem geta tekið við hallanum. Breki Karlsson segir Neytendasamtökin undirbúa fyrirspurn til Félags eldri borgara. Fyrirliggjandi eru undirritaðir kaupsamningar og þó söluaðilinn verði fyrri búsifjum ætti kaupandinn ekki að bera það tjón. „Félag eldri borgara ætti að borga tafargjöld ef eitthvað er. Það er svona mitt mat við fyrstu sýn. En vonandi leysum við þetta í frið og spekt. Það hljóta að liggja einhverjar eðlilegar skýringar á bak við þetta. En við fyrsta yfirlit virðast þessar kröfur frá Félagi eldri borgara ekki standast,“ segir Breki en hann hvetur kaupendur þessara íbúða til að hafa samband við samtökin vegna málsins. Varaformaður félagsins sagði við Vísi fyrr í dag að aukakostnaðurinn við byggingu þessara íbúða muni leggjast á íbúðirnar 68 en það fari eftir stærð þeirra hversu há greiðslan verður. Ef miðað er við að kostnaðurinn hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun má gera ráð fyrir að sex milljónir að meðaltali leggist á hverja íbúð aukalega. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Neytendasamtökin skoða nú skilyrði sem Félag eldri borgara hefur sett kaupendum nýrra íbúða í Reykjavík. Hefur félagið krafið kaupendur um milljónir í aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna þess að kostnaður við byggingu íbúðanna fór langt fram úr áætlun. Er það sett sem skilyrði fyrir afhendingu íbúðanna þó svo að undirritaður kaupsamningur sé í gildi, annað hvort greiði kaupendur milljóna aukagreiðslu eða fallið verður frá kaupunum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að erindi hafi borist vegna málsins inn á borð samtakanna rétt fyrir hádegi og málið farið nú í skoðun. Upphaflega nam byggingarkostnaður þessarar íbúða, sem eru 68 talsins, 3,8 milljörðum en kostnaður fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun en varaformaður Félags eldri borgara sagði við Vísi fyrr í dag að tafir á afhendingu lóðarinnar frá Reykjavíkurborg ásamt breytingum og lagfæringu á byggingunni hafi dregið afhendingu íbúðanna um eina níu mánuði. Á sama tímabili hækkaði byggingarvísitalan og jókst fjármagnskostnaður. Varaformaðurinn sagði við Vísi að það hafi alltaf staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar en kaupendurnir sem geta tekið við hallanum. Breki Karlsson segir Neytendasamtökin undirbúa fyrirspurn til Félags eldri borgara. Fyrirliggjandi eru undirritaðir kaupsamningar og þó söluaðilinn verði fyrri búsifjum ætti kaupandinn ekki að bera það tjón. „Félag eldri borgara ætti að borga tafargjöld ef eitthvað er. Það er svona mitt mat við fyrstu sýn. En vonandi leysum við þetta í frið og spekt. Það hljóta að liggja einhverjar eðlilegar skýringar á bak við þetta. En við fyrsta yfirlit virðast þessar kröfur frá Félagi eldri borgara ekki standast,“ segir Breki en hann hvetur kaupendur þessara íbúða til að hafa samband við samtökin vegna málsins. Varaformaður félagsins sagði við Vísi fyrr í dag að aukakostnaðurinn við byggingu þessara íbúða muni leggjast á íbúðirnar 68 en það fari eftir stærð þeirra hversu há greiðslan verður. Ef miðað er við að kostnaðurinn hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun má gera ráð fyrir að sex milljónir að meðaltali leggist á hverja íbúð aukalega.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40