Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Guðni Ágústsson skrifar 2. ágúst 2019 08:30 Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. Af einhverjum ástæðum hefur mönnum tekist að kjafta upp skortstöðu sem er ekki rétt. Lambakjötið okkar er einstök vara sem við berum á borð fyrir gesti okkar með stolti. Þessi staða sem nú er uppkomin er einstök og alvarleg að því leyti að sauðfjárbændur búa við önnur og verri lífskjör en flestar aðrar stéttir og þarf lítið til að sparka undan þeim löppunum og hrun gæti blasað við í framleiðslu á lambakjöti og byggðunum. Nú hefur einstakt sólarsumar ríkt og saman fer sól og að grilla lamb þannig að söluaukning er mikil í lambakjöti og framtíðin var farin að brosa við bændum á ný. Meðan laun hafa hækkað hefur afurðaverð lækkað eða staðið í stað til þeirra í nokkur ár. Þá skellur reiðarslagið yfir að hafinn er innflutningur og enn meiri í kortunum ef landbúnaðarráðherra slær ekki í borðið og segir að auðvitað fullnægi íslenskir sauðfjárbændur sínum aðdáendum neytendunum og erlendum gestum, deila á milli sín hryggjum í afurðastöðvunum og hefja innan nokkurra daga sumarslátrun. Nýtt lambakjöt með nýjum kartöflum og íslensku grænmeti fyllir diskinn minn og þinn. Neytendur vilja alls ekki að svona átök eigi sér stað, þeir standa með sauðfjárbændum, þekki ég þá rétt. Þeir virða þrautseigju bændanna og varðstöðu þeirra í matvælaöryggi landsins og að auki að mati okkar allra ein öruggustu matvæli í veröldinni. Við þurfum ekki í dauðlegum heimi að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn, guð forði okkur frá slíkri glópsku. Ég skora á landbúnaðarráðherra að hefja smölun sumarlamba með bændunum í kjördæmi sínu, þar liggur hans stærsta skylda og tækifæri sem landbúnaðarráðherra sem falin var varðstaða með landbúnaði landsins í ríkisstjórninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðni Ágústsson Landbúnaður Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. Af einhverjum ástæðum hefur mönnum tekist að kjafta upp skortstöðu sem er ekki rétt. Lambakjötið okkar er einstök vara sem við berum á borð fyrir gesti okkar með stolti. Þessi staða sem nú er uppkomin er einstök og alvarleg að því leyti að sauðfjárbændur búa við önnur og verri lífskjör en flestar aðrar stéttir og þarf lítið til að sparka undan þeim löppunum og hrun gæti blasað við í framleiðslu á lambakjöti og byggðunum. Nú hefur einstakt sólarsumar ríkt og saman fer sól og að grilla lamb þannig að söluaukning er mikil í lambakjöti og framtíðin var farin að brosa við bændum á ný. Meðan laun hafa hækkað hefur afurðaverð lækkað eða staðið í stað til þeirra í nokkur ár. Þá skellur reiðarslagið yfir að hafinn er innflutningur og enn meiri í kortunum ef landbúnaðarráðherra slær ekki í borðið og segir að auðvitað fullnægi íslenskir sauðfjárbændur sínum aðdáendum neytendunum og erlendum gestum, deila á milli sín hryggjum í afurðastöðvunum og hefja innan nokkurra daga sumarslátrun. Nýtt lambakjöt með nýjum kartöflum og íslensku grænmeti fyllir diskinn minn og þinn. Neytendur vilja alls ekki að svona átök eigi sér stað, þeir standa með sauðfjárbændum, þekki ég þá rétt. Þeir virða þrautseigju bændanna og varðstöðu þeirra í matvælaöryggi landsins og að auki að mati okkar allra ein öruggustu matvæli í veröldinni. Við þurfum ekki í dauðlegum heimi að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn, guð forði okkur frá slíkri glópsku. Ég skora á landbúnaðarráðherra að hefja smölun sumarlamba með bændunum í kjördæmi sínu, þar liggur hans stærsta skylda og tækifæri sem landbúnaðarráðherra sem falin var varðstaða með landbúnaði landsins í ríkisstjórninni.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun