Hjólreiðamaður kom stökkvandi inn á gangbraut fyrir bíl í Kópavogi Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 13:04 Lögreglumaður segir að svo virðist sem hjólreiðamaðurinn hafi ekki slasast alvarlega. „Manni brá svolítið þegar maður sá þetta,“ segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, um myndband af umferðarslysi sem átti sér stað á Urðarbraut í Kópavogi í síðustu viku. Þar kom hjólreiðamaður svífandi á miklum hraða inn á gangbraut við hringtorg með þeim afleiðingum að hann hafnaði beint framan á bíl. Mbl.is greindi fyrst frá. Heimir segir að svo virðist vera sem hjólreiðamaðurinn hafi ekki slasast alvarlega. „Þetta fór sannarlega betur en á horfðist,“ segir Heimir. Hann segir nokkuð óumdeilt hvað gerðist þarna miðað við myndefnið en lögreglan mætti á vettvang og ræddi við hjólreiðamanninn og ökumann bílsins. Hjólreiðamaðurinn hafði komið á miklum hraða niður brekku og kom á stökki fram hjá tveimur runnum inn á gangbrautina. Spurður hvort hjólreiðamaðurinn eða ökumaðurinn sé í rétt segir Heimir það ekki hans að dæma. Það eigi eftir að úrskurða það, bæði út frá tryggingafélögunum og með tilliti til umferðarlaga. „Hann sýnir ekki mikla aðgæslu að því er virðist,“ segir Heimir. Bæði ökumaðurinn og hjólreiðamaðurinn voru allsgáðir þegar þetta átti sér stað að sögn Heimis. Klippa: Hjólreiðamaður kom stökkvandi á bíl við gangbraut í Kópavogi Kópavogur Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Manni brá svolítið þegar maður sá þetta,“ segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, um myndband af umferðarslysi sem átti sér stað á Urðarbraut í Kópavogi í síðustu viku. Þar kom hjólreiðamaður svífandi á miklum hraða inn á gangbraut við hringtorg með þeim afleiðingum að hann hafnaði beint framan á bíl. Mbl.is greindi fyrst frá. Heimir segir að svo virðist vera sem hjólreiðamaðurinn hafi ekki slasast alvarlega. „Þetta fór sannarlega betur en á horfðist,“ segir Heimir. Hann segir nokkuð óumdeilt hvað gerðist þarna miðað við myndefnið en lögreglan mætti á vettvang og ræddi við hjólreiðamanninn og ökumann bílsins. Hjólreiðamaðurinn hafði komið á miklum hraða niður brekku og kom á stökki fram hjá tveimur runnum inn á gangbrautina. Spurður hvort hjólreiðamaðurinn eða ökumaðurinn sé í rétt segir Heimir það ekki hans að dæma. Það eigi eftir að úrskurða það, bæði út frá tryggingafélögunum og með tilliti til umferðarlaga. „Hann sýnir ekki mikla aðgæslu að því er virðist,“ segir Heimir. Bæði ökumaðurinn og hjólreiðamaðurinn voru allsgáðir þegar þetta átti sér stað að sögn Heimis. Klippa: Hjólreiðamaður kom stökkvandi á bíl við gangbraut í Kópavogi
Kópavogur Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira