Hvalir hafa varla sést í Eyjafirði í heilan mánuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2019 06:00 Hnúfubakar hafa verið sjaldséðir í Eyjafirði undanfarið. fréttablaðið/Vilhelm „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Tess Hudson sem sér um hvalarannsóknir hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Ambassador á Akureyri. Undanfarinn mánuð hafa mjög fáir hvalir sést í Eyjafirði. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað er að gerast í lífríkinu en það hefur verið miklu minni fiskur og áta í firðinum undanfarið.“ Tess segir að í fyrra hafi komið tveggja vikna tímabil þar sem hvalirnir héldu sig utar í firðinum en sú lægð hafi verið mun minni. Þeir hvalir sem þó sjást halda sig aðallega nyrst í firðinum að sögn Tess. Merktir hvalir sem Ambassador fylgist með hafa farið bæði vestur og austur fyrir Eyjafjörð til að finna æti. Sumir alla leið til Grænlands. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Akureyri til þess að fara í hvalaskoðun og um 200 skemmtiferðaskip koma þar við. Til að bregðast við þessu hruni sigla skip Ambassadors mun lengra norður og ferðirnar lengjast samkvæmt því eða þau sigla frá Dalvík. Þá sjást enn þá stundum litlir hvalir eins og hrefnur og höfrungar. Sömu sögu er að segja af öðrum hvalaskoðunarfyrirtækjum. Norðursigling frá Húsavík hefur haft aðstöðu á Hjalteyri í Eyjafirði, þar sem flestir hvalir hafa haldið sig undanfarin ár. Þeir sigla nú ekki þaðan og beina gestum til Húsavíkur þar sem nóg hefur verið af hval í Skjálfanda. Ekki náðist í forsvarsmenn Eldingar en í svari fyrirtækisins á Tripadvisor sést að lítið hefur sést til hvala undanfarið. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Dýr Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Tess Hudson sem sér um hvalarannsóknir hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Ambassador á Akureyri. Undanfarinn mánuð hafa mjög fáir hvalir sést í Eyjafirði. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað er að gerast í lífríkinu en það hefur verið miklu minni fiskur og áta í firðinum undanfarið.“ Tess segir að í fyrra hafi komið tveggja vikna tímabil þar sem hvalirnir héldu sig utar í firðinum en sú lægð hafi verið mun minni. Þeir hvalir sem þó sjást halda sig aðallega nyrst í firðinum að sögn Tess. Merktir hvalir sem Ambassador fylgist með hafa farið bæði vestur og austur fyrir Eyjafjörð til að finna æti. Sumir alla leið til Grænlands. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Akureyri til þess að fara í hvalaskoðun og um 200 skemmtiferðaskip koma þar við. Til að bregðast við þessu hruni sigla skip Ambassadors mun lengra norður og ferðirnar lengjast samkvæmt því eða þau sigla frá Dalvík. Þá sjást enn þá stundum litlir hvalir eins og hrefnur og höfrungar. Sömu sögu er að segja af öðrum hvalaskoðunarfyrirtækjum. Norðursigling frá Húsavík hefur haft aðstöðu á Hjalteyri í Eyjafirði, þar sem flestir hvalir hafa haldið sig undanfarin ár. Þeir sigla nú ekki þaðan og beina gestum til Húsavíkur þar sem nóg hefur verið af hval í Skjálfanda. Ekki náðist í forsvarsmenn Eldingar en í svari fyrirtækisins á Tripadvisor sést að lítið hefur sést til hvala undanfarið.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Dýr Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira