Segir fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 19. ágúst 2019 21:30 Það er fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu, heimili það ekki lagningu sæstrengs til landsins. Þetta segir forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Ekki eru áformaðir fleiri fundir um þriðja orkupakkann í utanríkismálanefnd áður en málið verður afgreitt á Alþingi. Flestir þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um þriðja orkupakkann eru sammála um að ekkert er í honum sem skyldar ríkið til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti var sumum af gestum utanríkismálanefndar sem fundaði í dag tíðrætt um að ríkið gæti þó átt yfir höfði sér skaðabótamál, standi það í vegi fyrir slíkum áformum. Var það meðal annars byggt á rökum um fjórfrelsið og skuldbindingar um frjáls vöruviðskipta innan evrópska efnahagssvæðisins. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR segir það óþarfa áhyggjur: „Það er enginn réttur til staðar til að leggja sæstreng. Þar af leiðandi er ekki hægt að fara í skaðabótamál. Þú getur ekki fengið skaðabætur fyrir eitthvað sem þú átt ekki rétt á. Hver heilvita einstaklingur skilur það.“ 28. ágúst næstkomandi kemur alþingi saman til að ræða þingsályktunartillöguna. Þann annan september verða svo greidd atkvæði um þriðja orkupakkann.Ekki verða haldnir fleiri fundir í utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkannGerir þú ráð fyrir að boða annan fund í utanríkismálanefnd varðandi orkupakkann áður en þingstubburinn svokallaði verður í lok mánaðar?„Nei, nú höfum við orðið við þeim samkomulagsatriðum sem samið var um í vor að halda fundi hér og taka til alla þá sérfræðinga og aðila sem að óskað var eftir fyrir nefndina og við höfum fengið enn þá skýrari svör ef eitthvað er, staðfestingu á því að málið var fullrannsakað í vor og við þurfum ekki að halda fleiri fundi í nefndinni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, telur málið ekki útrætt. „Ég er búinn að biðja um fund í atvinnuveganefnd um þetta efni nákvæmlega þar sem fulltrúum Orkunnar okkar sem hafa lagt fram viðamikla skýrslu yrði gefinn kostur á því að kynna þá skýrslu og svara spurningum nefndarmanna.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42 Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Það er fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu, heimili það ekki lagningu sæstrengs til landsins. Þetta segir forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Ekki eru áformaðir fleiri fundir um þriðja orkupakkann í utanríkismálanefnd áður en málið verður afgreitt á Alþingi. Flestir þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um þriðja orkupakkann eru sammála um að ekkert er í honum sem skyldar ríkið til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti var sumum af gestum utanríkismálanefndar sem fundaði í dag tíðrætt um að ríkið gæti þó átt yfir höfði sér skaðabótamál, standi það í vegi fyrir slíkum áformum. Var það meðal annars byggt á rökum um fjórfrelsið og skuldbindingar um frjáls vöruviðskipta innan evrópska efnahagssvæðisins. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR segir það óþarfa áhyggjur: „Það er enginn réttur til staðar til að leggja sæstreng. Þar af leiðandi er ekki hægt að fara í skaðabótamál. Þú getur ekki fengið skaðabætur fyrir eitthvað sem þú átt ekki rétt á. Hver heilvita einstaklingur skilur það.“ 28. ágúst næstkomandi kemur alþingi saman til að ræða þingsályktunartillöguna. Þann annan september verða svo greidd atkvæði um þriðja orkupakkann.Ekki verða haldnir fleiri fundir í utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkannGerir þú ráð fyrir að boða annan fund í utanríkismálanefnd varðandi orkupakkann áður en þingstubburinn svokallaði verður í lok mánaðar?„Nei, nú höfum við orðið við þeim samkomulagsatriðum sem samið var um í vor að halda fundi hér og taka til alla þá sérfræðinga og aðila sem að óskað var eftir fyrir nefndina og við höfum fengið enn þá skýrari svör ef eitthvað er, staðfestingu á því að málið var fullrannsakað í vor og við þurfum ekki að halda fleiri fundi í nefndinni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, telur málið ekki útrætt. „Ég er búinn að biðja um fund í atvinnuveganefnd um þetta efni nákvæmlega þar sem fulltrúum Orkunnar okkar sem hafa lagt fram viðamikla skýrslu yrði gefinn kostur á því að kynna þá skýrslu og svara spurningum nefndarmanna.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42 Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Segir fulltrúa Orkunnar okkar ekki hafa fært almennileg rök fyrir sínu máli. 19. ágúst 2019 13:42
Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00