Corbyn hvetur Katrínu til að lýsa yfir neyðarástandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 10:45 Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn funduðu saman í Lundúnum í apríl síðastliðnum. Getty/Jack Taylor Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til dáða í loftslagsmálum. Í bréfi sem hann ritaði Katrínu í gær lýsir hann yfir stuðningi við framgöngu íslenska forsætisráðherrans í þessum málaflokki, segir hana í raun vera í leiðtogahlutverki. Í bréfi sínu minnist Corbyn á baráttu Katrínar fyrir því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, sem hann styður heilshugar. Hún ætli sér jafnvel að berjast fyrir því á fundi norrænu forsætisráðherranna sem hefst á morgun. Ekki er ljóst til hvers Corbyn vísar þar, enda hefur Katrín ekki talað opinberlega fyrir slíkri yfirlýsingu.Sjá einnig: Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Þannig sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöld að þrátt fyrir að ríkisstjórn hennar hefði ekki útilokað slíka yfirlýsingu sé mikilvægara, að hennar mati, að horfast í augu við þá neyð sem uppi er vegna loftslagsbreytinga og grípa til aðgerða. „Því það dugir ekki bara að koma með yfirlýsingar, við þurfum líka að sjá raunverulegar aðgerðir.“ Bretar hafa lýst yfir slíku neyðarásandi, að frumkvæði fyrrnefnds Jeremy Corbyn. Hann heitir því að vinna náið með öllum þeim ríkjum sem vilja bregðast við loftslagsbreytingum og nefnir Ísland og hvarf jökulsins Ok í því samhengi. „Ég veit að þú ert sama sinnis og það er ábyrgð okkar allra að horfast í augu við það að loftslagsbreytingar eru alþjóðleg neyð og ýta undir skjót og réttmæt umskipti yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi,“ skrifar Corbyn í bréfinu sem sjá má hér að neðan.I've written to the Icelandic PM Katrín Jakobsdóttir to offer my support for her efforts to win backing for a declaration of a climate emergency, including at next week's Nordic Council meeting.We have the chance to act before it's too late. It's our historic duty to take it. pic.twitter.com/dn9MNmt60t— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) August 19, 2019 Alþingi Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til dáða í loftslagsmálum. Í bréfi sem hann ritaði Katrínu í gær lýsir hann yfir stuðningi við framgöngu íslenska forsætisráðherrans í þessum málaflokki, segir hana í raun vera í leiðtogahlutverki. Í bréfi sínu minnist Corbyn á baráttu Katrínar fyrir því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, sem hann styður heilshugar. Hún ætli sér jafnvel að berjast fyrir því á fundi norrænu forsætisráðherranna sem hefst á morgun. Ekki er ljóst til hvers Corbyn vísar þar, enda hefur Katrín ekki talað opinberlega fyrir slíkri yfirlýsingu.Sjá einnig: Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Þannig sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöld að þrátt fyrir að ríkisstjórn hennar hefði ekki útilokað slíka yfirlýsingu sé mikilvægara, að hennar mati, að horfast í augu við þá neyð sem uppi er vegna loftslagsbreytinga og grípa til aðgerða. „Því það dugir ekki bara að koma með yfirlýsingar, við þurfum líka að sjá raunverulegar aðgerðir.“ Bretar hafa lýst yfir slíku neyðarásandi, að frumkvæði fyrrnefnds Jeremy Corbyn. Hann heitir því að vinna náið með öllum þeim ríkjum sem vilja bregðast við loftslagsbreytingum og nefnir Ísland og hvarf jökulsins Ok í því samhengi. „Ég veit að þú ert sama sinnis og það er ábyrgð okkar allra að horfast í augu við það að loftslagsbreytingar eru alþjóðleg neyð og ýta undir skjót og réttmæt umskipti yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi,“ skrifar Corbyn í bréfinu sem sjá má hér að neðan.I've written to the Icelandic PM Katrín Jakobsdóttir to offer my support for her efforts to win backing for a declaration of a climate emergency, including at next week's Nordic Council meeting.We have the chance to act before it's too late. It's our historic duty to take it. pic.twitter.com/dn9MNmt60t— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) August 19, 2019
Alþingi Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46