Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 10:41 Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og einn af talsmönnum Orkunnar okkar, sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir til að koma fyrir nefndina í dag til að ræða þriðja orkupakkann. Auk Frosta voru mættir fyrir þeirra hönd Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. „Mér finnst svona tal ekki við hæfi og ég vona að við getum verið kurteisari við hvort annað,” sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins formaður nefndarinnar, frábað sér slíkt umtal og það gerði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar einnig. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap.16.000 skrifað undir áskorun Á fundinum dreifðu fulltrúar Orkunnar okkar viðbótarumsögn samtakanna um þriðja orkupakkann til nefndarmanna og fjölmiðla þar sem tíundaðir eru þeir þættir sem samtökin telja mikilvæga í tengslum við þingsályktunartillöguna. Þar er ítrekuð sú afstaða samtakanna að þau vilji að orkupakkanum verði hafnað. 16.000 hafi skrifað undir áskorun samtakanna þar að lútandi. Í umsögninni er meðal annars fjallað um þann þátt er lýtur að umræðunni um lagningu sæstrengs. „Það er ekki hægt að segja já við orkupakkanum og nei við sæstreng,” sagði Frosti á fundinum.Ekkert leggi beinlínis skyldur á herðar íslenska ríkisins Viðurkenndi hann þó að ekkert í þriðja orkupakkanum legði beinlínis skyldu á herðar íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti kunni það að leiða til þess að höfðað verði samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu ef það stæði í vegi fyrir því að heimila áhugasömum aðilum sem uppfylli kröfur um að leggja sæstreng. Í umsögninni segir meðal annars að innan ESB „virðist vera talsverður áhugi fyrir því að tengja Ísland við innri markaðinn.” Bent er á í umsögninni að ESB hafi tekið sæstrenginn „Ice-Link” á milli Íslands og Skotlands inn á lista yfir lista sambandsins yfir verkefni um sameiginlega hagsmuni. (e. Union list of projects of common interest.) Áslaug Arna benti á að ESB geti ekki einhliða skráð verkefni á þann lista, til þurfi samþykkt hlutaðeigandi stjórnvalda. Í tilfelli þess verkefnis sem vísað sé til í umsögninni hafi það verið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins, sem hafi samþykkt skráningu verkefnisins á listann. Á fundinum dreifði Ögmundur jafnframt eigin umsögn um orkupakkann þar sem hann útskýrir hvers vegna hann telji að hafna beri innleiðingu þriðja orkupakkans. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og einn af talsmönnum Orkunnar okkar, sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir til að koma fyrir nefndina í dag til að ræða þriðja orkupakkann. Auk Frosta voru mættir fyrir þeirra hönd Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. „Mér finnst svona tal ekki við hæfi og ég vona að við getum verið kurteisari við hvort annað,” sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins formaður nefndarinnar, frábað sér slíkt umtal og það gerði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar einnig. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap.16.000 skrifað undir áskorun Á fundinum dreifðu fulltrúar Orkunnar okkar viðbótarumsögn samtakanna um þriðja orkupakkann til nefndarmanna og fjölmiðla þar sem tíundaðir eru þeir þættir sem samtökin telja mikilvæga í tengslum við þingsályktunartillöguna. Þar er ítrekuð sú afstaða samtakanna að þau vilji að orkupakkanum verði hafnað. 16.000 hafi skrifað undir áskorun samtakanna þar að lútandi. Í umsögninni er meðal annars fjallað um þann þátt er lýtur að umræðunni um lagningu sæstrengs. „Það er ekki hægt að segja já við orkupakkanum og nei við sæstreng,” sagði Frosti á fundinum.Ekkert leggi beinlínis skyldur á herðar íslenska ríkisins Viðurkenndi hann þó að ekkert í þriðja orkupakkanum legði beinlínis skyldu á herðar íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti kunni það að leiða til þess að höfðað verði samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu ef það stæði í vegi fyrir því að heimila áhugasömum aðilum sem uppfylli kröfur um að leggja sæstreng. Í umsögninni segir meðal annars að innan ESB „virðist vera talsverður áhugi fyrir því að tengja Ísland við innri markaðinn.” Bent er á í umsögninni að ESB hafi tekið sæstrenginn „Ice-Link” á milli Íslands og Skotlands inn á lista yfir lista sambandsins yfir verkefni um sameiginlega hagsmuni. (e. Union list of projects of common interest.) Áslaug Arna benti á að ESB geti ekki einhliða skráð verkefni á þann lista, til þurfi samþykkt hlutaðeigandi stjórnvalda. Í tilfelli þess verkefnis sem vísað sé til í umsögninni hafi það verið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins, sem hafi samþykkt skráningu verkefnisins á listann. Á fundinum dreifði Ögmundur jafnframt eigin umsögn um orkupakkann þar sem hann útskýrir hvers vegna hann telji að hafna beri innleiðingu þriðja orkupakkans.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira