Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Sveinn Arnarsson skrifar 19. ágúst 2019 06:16 Hálendi Íslands er að margra mati afar fallegt. Á stórum svæðum er þó afar lítið um gróður. Fréttablaðið/Vilhelm Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. Skógræktin gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Í þeim felist að eyðisandar séu varðveittir og því verði ekki hægt að rækta upp örfoka mela og snúa við jarðvegseyðingu innan mögulegs þjóðgarðs. Í athugasemdum Skógræktarinnar til stjórnvalda er gagnrýnt að höfuðáhersla nýs þjóðgarðs verði að varðveita núverandi ástand gróðurs og eyðisanda á hálendi Íslands. í hugmyndum ráðherra um þjóðgarðinn séu eyðisandar taldir sérstæð náttúrufyrirbæri og að þeir séu einkennandi fyrir miðhálendi Íslands. Verndarmarkmið garðsins sé því að vernda „lítt snortin víðlendi“, eins og það sé kallað. „Hálendi Íslands var að stórum hluta vel gróið fyrr á öldum og ósjálfbær landnýting orsakaði jarðvegseyðingu á stórum hluta hálendis landsins. Víða má enn finna birki, víði og reynivið langt inni á hálendi sem sýnir glöggt hversu útbreiddir skógar voru fyrr á tímum á hálendi Íslands,“ segir í umsögn skógræktarinnar. Því spyrji forsvarsmenn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sig hvernig hugsað sé að fara með þau svæði hálendisins sem séu illa farin vegna gróðureyðingar og þurfi uppgræðslu. Ef markmiðið er að vernda þau í því óviðunandi ástandi. „Stór svæði hálendisins voru áður gróin. Á að vernda þau sem kolefnislosandi eyðimerkur eða á að hefja þau til fyrri vegs og virðingar?“ spyr Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. „Skógræktin leggur til að í stað þess að setja á fót einn risastóran þjóðgarð sem óvíst sé að fái fjármagn til að sinna verkefnum sínum verði byrjað á því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með því að bæta við hann þeim svæðum á miðhálendinu sem brýnast er að vernda,“ segir Páll. Endurheimt lífríkis, skóga og gróðurs er lögbundið hlutverk Skógræktarinnar. Hins vegar hafa slík verkefni ekki verið áberandi í markmiðum friðlýstra svæða. Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. Skógræktin gagnrýnir hugmyndir stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Í þeim felist að eyðisandar séu varðveittir og því verði ekki hægt að rækta upp örfoka mela og snúa við jarðvegseyðingu innan mögulegs þjóðgarðs. Í athugasemdum Skógræktarinnar til stjórnvalda er gagnrýnt að höfuðáhersla nýs þjóðgarðs verði að varðveita núverandi ástand gróðurs og eyðisanda á hálendi Íslands. í hugmyndum ráðherra um þjóðgarðinn séu eyðisandar taldir sérstæð náttúrufyrirbæri og að þeir séu einkennandi fyrir miðhálendi Íslands. Verndarmarkmið garðsins sé því að vernda „lítt snortin víðlendi“, eins og það sé kallað. „Hálendi Íslands var að stórum hluta vel gróið fyrr á öldum og ósjálfbær landnýting orsakaði jarðvegseyðingu á stórum hluta hálendis landsins. Víða má enn finna birki, víði og reynivið langt inni á hálendi sem sýnir glöggt hversu útbreiddir skógar voru fyrr á tímum á hálendi Íslands,“ segir í umsögn skógræktarinnar. Því spyrji forsvarsmenn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sig hvernig hugsað sé að fara með þau svæði hálendisins sem séu illa farin vegna gróðureyðingar og þurfi uppgræðslu. Ef markmiðið er að vernda þau í því óviðunandi ástandi. „Stór svæði hálendisins voru áður gróin. Á að vernda þau sem kolefnislosandi eyðimerkur eða á að hefja þau til fyrri vegs og virðingar?“ spyr Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. „Skógræktin leggur til að í stað þess að setja á fót einn risastóran þjóðgarð sem óvíst sé að fái fjármagn til að sinna verkefnum sínum verði byrjað á því að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með því að bæta við hann þeim svæðum á miðhálendinu sem brýnast er að vernda,“ segir Páll. Endurheimt lífríkis, skóga og gróðurs er lögbundið hlutverk Skógræktarinnar. Hins vegar hafa slík verkefni ekki verið áberandi í markmiðum friðlýstra svæða.
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira