Fyrrverandi ráðherra fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrsluskrif Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. ágúst 2019 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir. Fréttablaðið/Ernir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrslu um stefnu norrænna stjórnvalda í ferðamálum. Heildarkostnaður við skýrsluna var um 12,2 milljónir. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Skýrslan var greidd af norrænu ráðherranefndinni en starfsemi hennar er fjármögnuð með framlögum frá norrænu ríkjunum. Framlag Íslands fyrir árið 2019 er um 204 milljónir króna. Ragnheiður Elín naut aðstoðar Berglindar Hallgrímsdóttur, forstöðumanns hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem fékk 1 milljón fyrir sitt framlag. Ferðuðust þær um Norðurlöndin, hittu sérfræðinga, ráðherra, forstöðumenn stofnana og fleiri sem koma að stefnumótun í ferðamálum. Ferðakostnaðurinn nam 1,3 milljónum en þar af námu fargjöld 587 þúsundum, dagpeningar 172 þúsundum, dvalarkostnaður 417 þúsundum, keyptar máltíðir 59 þúsundum og útgjöld vegna leigubifreiða 71 þúsund krónum. Þá var tæplega 1,2 milljónum varið í ljósmyndir, hönnun og þýðingarvinnu. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að Norðurlönd hafi til mikils að vinna með samstarfi í ferðamálum. Meðal annars gæti borgað sig að eiga samstarf á sviði nýsköpunar, stafrænnar þróunar og markaðsmála. Efni skýrslunnar var ætlað að nýtast í vinnu að norrænni ferðamálaáætlun sem kynnt var í júlí. Lagt er til í nýju ferðamálaáætluninni að auka áherslu á stafræna væðingu og þróun svonefndra snjallra áfangastaða, auk þess að auka skilvirkni í samstarfi um tölfræði og greiningar. Áhersla er lögð á mikilvægi aukins samráðs milli áhrifafólks í samfélögum okkar og aðila ferðaþjónustunnar. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrslu um stefnu norrænna stjórnvalda í ferðamálum. Heildarkostnaður við skýrsluna var um 12,2 milljónir. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Skýrslan var greidd af norrænu ráðherranefndinni en starfsemi hennar er fjármögnuð með framlögum frá norrænu ríkjunum. Framlag Íslands fyrir árið 2019 er um 204 milljónir króna. Ragnheiður Elín naut aðstoðar Berglindar Hallgrímsdóttur, forstöðumanns hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem fékk 1 milljón fyrir sitt framlag. Ferðuðust þær um Norðurlöndin, hittu sérfræðinga, ráðherra, forstöðumenn stofnana og fleiri sem koma að stefnumótun í ferðamálum. Ferðakostnaðurinn nam 1,3 milljónum en þar af námu fargjöld 587 þúsundum, dagpeningar 172 þúsundum, dvalarkostnaður 417 þúsundum, keyptar máltíðir 59 þúsundum og útgjöld vegna leigubifreiða 71 þúsund krónum. Þá var tæplega 1,2 milljónum varið í ljósmyndir, hönnun og þýðingarvinnu. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að Norðurlönd hafi til mikils að vinna með samstarfi í ferðamálum. Meðal annars gæti borgað sig að eiga samstarf á sviði nýsköpunar, stafrænnar þróunar og markaðsmála. Efni skýrslunnar var ætlað að nýtast í vinnu að norrænni ferðamálaáætlun sem kynnt var í júlí. Lagt er til í nýju ferðamálaáætluninni að auka áherslu á stafræna væðingu og þróun svonefndra snjallra áfangastaða, auk þess að auka skilvirkni í samstarfi um tölfræði og greiningar. Áhersla er lögð á mikilvægi aukins samráðs milli áhrifafólks í samfélögum okkar og aðila ferðaþjónustunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira