Öfgahægrimenn og andfasistar tókust á í Portland Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 09:23 Stoltu strákarnir stinga niður fána í almenningsgarði í Portland í gær. Yfirskrift samkomunnar var Bindum endi á innlend hryðjuverk. AP/Noah Berger Lögreglan í Portland í Oregon í Bandaríkjunum handtók þrettán manns þegar hægriöfgahópar gengu fylktu liði um miðbæinn og hópar andfasista mótmæltu þeim. Til einhverra átaka kom á milli hópanna tveggja annars vegar og á milli andfasista og lögreglumanna hins vegar. Hundruð stuðningsmanna hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ gengu um götur borgarinnar í gær. Svipaður fjöldi öfgavinstrimanna úr hópum svonefndra andfasista eða antifa kom saman til að mótmæla hægriöfgamönnunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þegar mest lét er áætlað að um 1.200 manns úr báðum fylkingum hafi verið í miðborginni. AP-fréttastofan segir að samkoman hafi að mestu leyti verið friðsöm en til einhverra skæra hafi komið á milli fylkinganna. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa særst og einn var fluttur á slysadeild. Lögreglumenn lögðu hald á ýmis konar vopn frá mismunandi hópum, þar á meðal úðabrúsa, skildi, málm- og tréstangir, hnífa og rafbyssu. Portland hefur verið vettvangur ítrekaðra átaka á milli öfgahægri- og vinstrihópa undanfarin misseri. Til átaka kom á samkomu þar í júlí í fyrra.Félagar í Stoltu strákunum ganga yfir Hawthorne-brúna í Portland í gær. Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu þeirra, er með græna derhúfu öfugt á höfðinu.AP/Noah BergerTed Wheeler, borgarstjóri Portland, sagði hægriöfgahópana óvelkomna til borgarinnar og tengdi þá við uppgang hreyfingar hvítra þjóðernissinna og vaxandi ótta á meðal almennings, að sögn AP-fréttastofunnar. „Portland sem afar framsækið samfélag verður alltaf í eða við framlínuna í þessari baráttu,“ sagði Wheeler. Áður en mótmælin hófust hótaði Donald Trump forseti því að láta skilgreina andfasistahreyfinguna sem hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir að vanmeta og gera lítið úr hættunni sem steðji af uppgangi hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna sem hafa staðið fyrir fjöldamorðum og ofbeldi undanfarna mánuði og ár.Major consideration is being given to naming ANTIFA an “ORGANIZATION OF TERROR.” Portland is being watched very closely. Hopefully the Mayor will be able to properly do his job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2019 AP-fréttastofan hefur eftir leiðtogum öfgahægrihópanna að þeir ætli að snúa aftur til Portland svo lengi sem andfasistahreyfingin er virk þar. Þeir töldu tíst Trump forseta til marks um að þeir hefðu náð árangri. „Kíkið á Twitter-síðu Trump forseta. Hann talaði um Portland, sagði að hann fylgdist með antifa. Það er allt sem við vildum,“ sagði Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu hægriöfgamannanna við staðarblaðið The Oregonian. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hægriöfgamenn telja Trump forseta vera málstað sínum til framdráttar. Leiðtogar hvítra þjóðernissinna fögnuðu viðbrögðum forsetans við samkomu þeirra í borginni Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017 þar sem nýnasisti ók meðal annars inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri lést. Trump þráaðist framan af við að fordæma hópa hægriöfgamanna sérstaklega áður en hann lét undan. Skömmu síðar fordæmdi hann hins vegar einnig þá sem höfðu komið til Charlottesville til að mótmæla hvítum þjóðernissinnum, nýnasistum og Kú Klúx Klan-liðum. Sagði hann þá að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingunum í Charlottesville.Lögreglumenn og grímuklæddir mótmælendur úr röðum andfasista mætast á götum Portland.AP/Noah Berger Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Lögreglan í Portland í Oregon í Bandaríkjunum handtók þrettán manns þegar hægriöfgahópar gengu fylktu liði um miðbæinn og hópar andfasista mótmæltu þeim. Til einhverra átaka kom á milli hópanna tveggja annars vegar og á milli andfasista og lögreglumanna hins vegar. Hundruð stuðningsmanna hægriöfgasamtakanna „Stoltu strákanna“ gengu um götur borgarinnar í gær. Svipaður fjöldi öfgavinstrimanna úr hópum svonefndra andfasista eða antifa kom saman til að mótmæla hægriöfgamönnunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þegar mest lét er áætlað að um 1.200 manns úr báðum fylkingum hafi verið í miðborginni. AP-fréttastofan segir að samkoman hafi að mestu leyti verið friðsöm en til einhverra skæra hafi komið á milli fylkinganna. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa særst og einn var fluttur á slysadeild. Lögreglumenn lögðu hald á ýmis konar vopn frá mismunandi hópum, þar á meðal úðabrúsa, skildi, málm- og tréstangir, hnífa og rafbyssu. Portland hefur verið vettvangur ítrekaðra átaka á milli öfgahægri- og vinstrihópa undanfarin misseri. Til átaka kom á samkomu þar í júlí í fyrra.Félagar í Stoltu strákunum ganga yfir Hawthorne-brúna í Portland í gær. Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu þeirra, er með græna derhúfu öfugt á höfðinu.AP/Noah BergerTed Wheeler, borgarstjóri Portland, sagði hægriöfgahópana óvelkomna til borgarinnar og tengdi þá við uppgang hreyfingar hvítra þjóðernissinna og vaxandi ótta á meðal almennings, að sögn AP-fréttastofunnar. „Portland sem afar framsækið samfélag verður alltaf í eða við framlínuna í þessari baráttu,“ sagði Wheeler. Áður en mótmælin hófust hótaði Donald Trump forseti því að láta skilgreina andfasistahreyfinguna sem hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir að vanmeta og gera lítið úr hættunni sem steðji af uppgangi hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna sem hafa staðið fyrir fjöldamorðum og ofbeldi undanfarna mánuði og ár.Major consideration is being given to naming ANTIFA an “ORGANIZATION OF TERROR.” Portland is being watched very closely. Hopefully the Mayor will be able to properly do his job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2019 AP-fréttastofan hefur eftir leiðtogum öfgahægrihópanna að þeir ætli að snúa aftur til Portland svo lengi sem andfasistahreyfingin er virk þar. Þeir töldu tíst Trump forseta til marks um að þeir hefðu náð árangri. „Kíkið á Twitter-síðu Trump forseta. Hann talaði um Portland, sagði að hann fylgdist með antifa. Það er allt sem við vildum,“ sagði Joe Biggs, skipuleggjandi samkomu hægriöfgamannanna við staðarblaðið The Oregonian. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hægriöfgamenn telja Trump forseta vera málstað sínum til framdráttar. Leiðtogar hvítra þjóðernissinna fögnuðu viðbrögðum forsetans við samkomu þeirra í borginni Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017 þar sem nýnasisti ók meðal annars inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona á fertugsaldri lést. Trump þráaðist framan af við að fordæma hópa hægriöfgamanna sérstaklega áður en hann lét undan. Skömmu síðar fordæmdi hann hins vegar einnig þá sem höfðu komið til Charlottesville til að mótmæla hvítum þjóðernissinnum, nýnasistum og Kú Klúx Klan-liðum. Sagði hann þá að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingunum í Charlottesville.Lögreglumenn og grímuklæddir mótmælendur úr röðum andfasista mætast á götum Portland.AP/Noah Berger
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira