Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 13:24 Andri Snær Magnason. Minnisvarði um OK, sem formlega hefur misst titil sinn sem jökull, verður afhjúpaður á morgun. Á næstu þrjátíu árum gætu örlög Snæfellsjökuls orðið hin sömu að sögn Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar og umhverfisverndarsinna. Hann telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. Gengið verður frá Kaldadal og að Oki sem er fyrsti nafnkunni jökullinn á Íslandi sem missir formlega titil sinn sem slíkur. Andri Snær Magnason ritaði textann á minnismerkinu sem komið verður fyrir við jökulinn við formlega athöfn en hann segir það stefni í að viðburðurinn verði mun stærri en gert var ráð fyrir í fyrstu.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta hefur fengið mikla athygli heimsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kemur með okkur á morgun og Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og líka Guðmundur Ingi umhverfisráðherra,“ segir Andri Snær. Framtakið kemur frá tveimur vísindamönnum við Rice háskóla í Texas sem hafa rannsakað stórflóð og áhrif loftslagsbreytinga um allan heim. „Jökull, þegar hann missir ákveðna þykkt þá hættir hann í rauninni að hafa eðli jökuls og hættir að hreyfast undan eigin þunga og Ok er eiginlega bara orðinn skafl,“ segir Andri Snær. Sama þróun sé að eiga sér stað í öðrum jöklum hér á landi.Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.„Snæfellsjökull verður örugglega sá sem við munum sakna mest, hann fer líklegast á næstu 30 árum samkvæmt vísindamönnum. Síðan eru 400 jöklar á Íslandi og þeir eru allir á leiðinni á næstu svona 100-150 árum, kannski verða einhverjir eftir í Hvannadalshnjúk eða svona í efstu sköflum, efstu tindum. En en þeir eru allir að fara á hraða sem að hefur í rauninni aldrei sést áður,“ útskýrir Andri Snær. Hann segist hafa grun um að tíðinda sé að vænta eftir helgi. „Þetta hittir akkúrat á að Angela Merkel og norrænu leiðtogarnir eru allir að koma til landsins, ég held að sá fundur hefjist á þriðjudaginn. Og á sama tíma er Greta Thunberg undan ströndum Íslands á leiðinni Fjallabaksleiðina á loftslagsráðstenfuna í New York. Þannig að maður mundi halda að þessi fundur í Reykjavík gæti alveg orðið sögulegur, ef að fólk áttar sig á því að síðasta sumar var heitasta sumar mannkynssögunnar samkvæmt vísindamönnum og þessir leiðtogar hljóta að setja þetta verkefni í forgang og búa sér til mjög kannski róttæka, jafnvel metnaðarfulla yfirlýsingu.“ Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Minnisvarði um OK, sem formlega hefur misst titil sinn sem jökull, verður afhjúpaður á morgun. Á næstu þrjátíu árum gætu örlög Snæfellsjökuls orðið hin sömu að sögn Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar og umhverfisverndarsinna. Hann telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. Gengið verður frá Kaldadal og að Oki sem er fyrsti nafnkunni jökullinn á Íslandi sem missir formlega titil sinn sem slíkur. Andri Snær Magnason ritaði textann á minnismerkinu sem komið verður fyrir við jökulinn við formlega athöfn en hann segir það stefni í að viðburðurinn verði mun stærri en gert var ráð fyrir í fyrstu.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta hefur fengið mikla athygli heimsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kemur með okkur á morgun og Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og líka Guðmundur Ingi umhverfisráðherra,“ segir Andri Snær. Framtakið kemur frá tveimur vísindamönnum við Rice háskóla í Texas sem hafa rannsakað stórflóð og áhrif loftslagsbreytinga um allan heim. „Jökull, þegar hann missir ákveðna þykkt þá hættir hann í rauninni að hafa eðli jökuls og hættir að hreyfast undan eigin þunga og Ok er eiginlega bara orðinn skafl,“ segir Andri Snær. Sama þróun sé að eiga sér stað í öðrum jöklum hér á landi.Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.„Snæfellsjökull verður örugglega sá sem við munum sakna mest, hann fer líklegast á næstu 30 árum samkvæmt vísindamönnum. Síðan eru 400 jöklar á Íslandi og þeir eru allir á leiðinni á næstu svona 100-150 árum, kannski verða einhverjir eftir í Hvannadalshnjúk eða svona í efstu sköflum, efstu tindum. En en þeir eru allir að fara á hraða sem að hefur í rauninni aldrei sést áður,“ útskýrir Andri Snær. Hann segist hafa grun um að tíðinda sé að vænta eftir helgi. „Þetta hittir akkúrat á að Angela Merkel og norrænu leiðtogarnir eru allir að koma til landsins, ég held að sá fundur hefjist á þriðjudaginn. Og á sama tíma er Greta Thunberg undan ströndum Íslands á leiðinni Fjallabaksleiðina á loftslagsráðstenfuna í New York. Þannig að maður mundi halda að þessi fundur í Reykjavík gæti alveg orðið sögulegur, ef að fólk áttar sig á því að síðasta sumar var heitasta sumar mannkynssögunnar samkvæmt vísindamönnum og þessir leiðtogar hljóta að setja þetta verkefni í forgang og búa sér til mjög kannski róttæka, jafnvel metnaðarfulla yfirlýsingu.“
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30