Morð á lögreglumanni vekur óhug í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 20:56 Andrew Harper og eiginkona hans til fjögurra vikna, Lissie, í brúðkaupi þeirra í júlí síðastliðnum. Mynd/Mark Lord Umfangsmikilli lögreglurannsókn hefur verið hrint af stað eftir að breskur lögreglumaður var myrtur í Berkskíri á Englandi í gær. Þrettán ára piltur er á meðal tíu karlmanna sem handteknir hafa verið vegna málsins. Andrew Harper, sem starfaði hjá lögreglunni í Thames Valley, var að sinna útkalli vegna ráns þegar bíl var ekið á hann. Harper, sem var 28 ára, er sagður hafa dregist með bílnum eftir götunni. Málið er rannsakað sem morð. Þá hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að Harper hafi gengið í hjónaband fyrir mánuði. Honum hefur verið lýst sem vinsælum og viðmótsþýðum manni, sem starfað hafði hjá lögreglunni síðan árið 2010. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi, einkum í ljósi árása á lögreglumenn þar í landi síðustu misseri. Maður vopnaður sveðju réðst á lögreglumann í London í síðustu viku og annar lögreglumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að grunaður bílaþjófur ók á hann í Birmingham. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er á meðal þeirra sem vottað hafa aðstandendum Harpers samúð sína. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu mála.It is the most powerful reminder that police officers up and down the country put themselves at risk every single day to keep us safe.They have my absolute support. (2/2)— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 16, 2019 Tíu karlmenn á aldrinum 13 til 30 ára voru handteknir vegna gruns um morð innan við klukkutíma eftir að ekið var á Harper. Lík Harpers var krufið í dag og rannsókn málsins heldur áfram. Bretland England Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Umfangsmikilli lögreglurannsókn hefur verið hrint af stað eftir að breskur lögreglumaður var myrtur í Berkskíri á Englandi í gær. Þrettán ára piltur er á meðal tíu karlmanna sem handteknir hafa verið vegna málsins. Andrew Harper, sem starfaði hjá lögreglunni í Thames Valley, var að sinna útkalli vegna ráns þegar bíl var ekið á hann. Harper, sem var 28 ára, er sagður hafa dregist með bílnum eftir götunni. Málið er rannsakað sem morð. Þá hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að Harper hafi gengið í hjónaband fyrir mánuði. Honum hefur verið lýst sem vinsælum og viðmótsþýðum manni, sem starfað hafði hjá lögreglunni síðan árið 2010. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi, einkum í ljósi árása á lögreglumenn þar í landi síðustu misseri. Maður vopnaður sveðju réðst á lögreglumann í London í síðustu viku og annar lögreglumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að grunaður bílaþjófur ók á hann í Birmingham. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er á meðal þeirra sem vottað hafa aðstandendum Harpers samúð sína. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu mála.It is the most powerful reminder that police officers up and down the country put themselves at risk every single day to keep us safe.They have my absolute support. (2/2)— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 16, 2019 Tíu karlmenn á aldrinum 13 til 30 ára voru handteknir vegna gruns um morð innan við klukkutíma eftir að ekið var á Harper. Lík Harpers var krufið í dag og rannsókn málsins heldur áfram.
Bretland England Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira