Trump boðar efnahagshrun verði hann ekki endurkjörinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 12:40 Trump fór um víðan völl í ræðu sinni í New Hampshire í gær eins og svo oft áður. Gerði hann lítið úr tali um mögulegan samdrátt. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti setti Bandaríkjamönnum afarkosti á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í New Hampshire í gær: annað hvort kjósa þeir hann aftur til forseta eða Bandaríkin horfi fram á efnahagshrun. Hagfræðingar hafa í auknum mæli varað við hættunni á efnahagskreppu á næstu mánuðum, meðal annars vegna viðskiptastríð Trump við Kína en einnig vegna samdráttar í öðrum löndum. Hlutabréfaverð hefur rokkað upp og niður undanfarna daga á milli frétta um frekari tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr slíkum áhyggjum á stuðningsmannafundinum í New Hampshire í gærkvöldi og sagði hagkerfi Bandaríkjanna „það heitasta nokkurs staðar í heiminum“. Tengdi hann áframhaldandi efnahagsárangur beint við endurkjör sitt í kosningum á næsta ári, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hvort sem þið elskið mig eða hatið mig þá verðið þið að kjósa mig!“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. Fullyrti Trump án frekari rökstuðnings að ef hann hefði ekki náð kjöri árið 2016 hefði orðið hrun á verðbréfamarkaði. Tapi hann á næsta ári eigi lífeyrissparnaður Bandaríkjamanna og allt annað eftir að „fara í vaskinn“. Engu að síður virðist Trump og Hvíta húsið hafa raunverulegar áhyggjur af efnahaginum og afleiðingum viðskiptastríðsins við Kína. Í vikunni frestaði það tollum sem áttu að taka gildi á neytendaraftæki eins og fartölvur og snjallsíma um mánaðamótin fram í miðjan september. Var það undir þrýstingi frá bandarískum fyrirtækjum sem óttuðustu áhrif tollanna á jólaverslun. Þrátt fyrir að Trump hafi áður lýst því opinberlega yfir að auðvelt sé að vinna viðskiptastríð kvað við annan tón hjá honum í New Hamsphire í gærkvöldi. „Ég sagði aldrei að Kína yrði auðvelt,“ sagði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti setti Bandaríkjamönnum afarkosti á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í New Hampshire í gær: annað hvort kjósa þeir hann aftur til forseta eða Bandaríkin horfi fram á efnahagshrun. Hagfræðingar hafa í auknum mæli varað við hættunni á efnahagskreppu á næstu mánuðum, meðal annars vegna viðskiptastríð Trump við Kína en einnig vegna samdráttar í öðrum löndum. Hlutabréfaverð hefur rokkað upp og niður undanfarna daga á milli frétta um frekari tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr slíkum áhyggjum á stuðningsmannafundinum í New Hampshire í gærkvöldi og sagði hagkerfi Bandaríkjanna „það heitasta nokkurs staðar í heiminum“. Tengdi hann áframhaldandi efnahagsárangur beint við endurkjör sitt í kosningum á næsta ári, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hvort sem þið elskið mig eða hatið mig þá verðið þið að kjósa mig!“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. Fullyrti Trump án frekari rökstuðnings að ef hann hefði ekki náð kjöri árið 2016 hefði orðið hrun á verðbréfamarkaði. Tapi hann á næsta ári eigi lífeyrissparnaður Bandaríkjamanna og allt annað eftir að „fara í vaskinn“. Engu að síður virðist Trump og Hvíta húsið hafa raunverulegar áhyggjur af efnahaginum og afleiðingum viðskiptastríðsins við Kína. Í vikunni frestaði það tollum sem áttu að taka gildi á neytendaraftæki eins og fartölvur og snjallsíma um mánaðamótin fram í miðjan september. Var það undir þrýstingi frá bandarískum fyrirtækjum sem óttuðustu áhrif tollanna á jólaverslun. Þrátt fyrir að Trump hafi áður lýst því opinberlega yfir að auðvelt sé að vinna viðskiptastríð kvað við annan tón hjá honum í New Hamsphire í gærkvöldi. „Ég sagði aldrei að Kína yrði auðvelt,“ sagði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09