Trump boðar efnahagshrun verði hann ekki endurkjörinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 12:40 Trump fór um víðan völl í ræðu sinni í New Hampshire í gær eins og svo oft áður. Gerði hann lítið úr tali um mögulegan samdrátt. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti setti Bandaríkjamönnum afarkosti á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í New Hampshire í gær: annað hvort kjósa þeir hann aftur til forseta eða Bandaríkin horfi fram á efnahagshrun. Hagfræðingar hafa í auknum mæli varað við hættunni á efnahagskreppu á næstu mánuðum, meðal annars vegna viðskiptastríð Trump við Kína en einnig vegna samdráttar í öðrum löndum. Hlutabréfaverð hefur rokkað upp og niður undanfarna daga á milli frétta um frekari tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr slíkum áhyggjum á stuðningsmannafundinum í New Hampshire í gærkvöldi og sagði hagkerfi Bandaríkjanna „það heitasta nokkurs staðar í heiminum“. Tengdi hann áframhaldandi efnahagsárangur beint við endurkjör sitt í kosningum á næsta ári, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hvort sem þið elskið mig eða hatið mig þá verðið þið að kjósa mig!“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. Fullyrti Trump án frekari rökstuðnings að ef hann hefði ekki náð kjöri árið 2016 hefði orðið hrun á verðbréfamarkaði. Tapi hann á næsta ári eigi lífeyrissparnaður Bandaríkjamanna og allt annað eftir að „fara í vaskinn“. Engu að síður virðist Trump og Hvíta húsið hafa raunverulegar áhyggjur af efnahaginum og afleiðingum viðskiptastríðsins við Kína. Í vikunni frestaði það tollum sem áttu að taka gildi á neytendaraftæki eins og fartölvur og snjallsíma um mánaðamótin fram í miðjan september. Var það undir þrýstingi frá bandarískum fyrirtækjum sem óttuðustu áhrif tollanna á jólaverslun. Þrátt fyrir að Trump hafi áður lýst því opinberlega yfir að auðvelt sé að vinna viðskiptastríð kvað við annan tón hjá honum í New Hamsphire í gærkvöldi. „Ég sagði aldrei að Kína yrði auðvelt,“ sagði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti setti Bandaríkjamönnum afarkosti á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í New Hampshire í gær: annað hvort kjósa þeir hann aftur til forseta eða Bandaríkin horfi fram á efnahagshrun. Hagfræðingar hafa í auknum mæli varað við hættunni á efnahagskreppu á næstu mánuðum, meðal annars vegna viðskiptastríð Trump við Kína en einnig vegna samdráttar í öðrum löndum. Hlutabréfaverð hefur rokkað upp og niður undanfarna daga á milli frétta um frekari tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr slíkum áhyggjum á stuðningsmannafundinum í New Hampshire í gærkvöldi og sagði hagkerfi Bandaríkjanna „það heitasta nokkurs staðar í heiminum“. Tengdi hann áframhaldandi efnahagsárangur beint við endurkjör sitt í kosningum á næsta ári, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hvort sem þið elskið mig eða hatið mig þá verðið þið að kjósa mig!“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. Fullyrti Trump án frekari rökstuðnings að ef hann hefði ekki náð kjöri árið 2016 hefði orðið hrun á verðbréfamarkaði. Tapi hann á næsta ári eigi lífeyrissparnaður Bandaríkjamanna og allt annað eftir að „fara í vaskinn“. Engu að síður virðist Trump og Hvíta húsið hafa raunverulegar áhyggjur af efnahaginum og afleiðingum viðskiptastríðsins við Kína. Í vikunni frestaði það tollum sem áttu að taka gildi á neytendaraftæki eins og fartölvur og snjallsíma um mánaðamótin fram í miðjan september. Var það undir þrýstingi frá bandarískum fyrirtækjum sem óttuðustu áhrif tollanna á jólaverslun. Þrátt fyrir að Trump hafi áður lýst því opinberlega yfir að auðvelt sé að vinna viðskiptastríð kvað við annan tón hjá honum í New Hamsphire í gærkvöldi. „Ég sagði aldrei að Kína yrði auðvelt,“ sagði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09