Innlent

Flugeldasýningunni á Jökulsárlóni frestað til sunnudags

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árleg flugeldasýning á Jökulsárlóni verður á sunnudag.
Árleg flugeldasýning á Jökulsárlóni verður á sunnudag. Þorvarður Árnason
Vegna mjög slæms veðursútlits hefur verið tekin sú ákvörðun um að fresta árlegri flugeldassýningu á Jökulsárlóni um einn sólahring. Stefnt er á að sprengja á sunnudagskvöld en ekki laugardagskvöld.

„Veðurspáinn er það slæm að ekki er boðlegt að fara senda fólk akandi á Jökulsárlón á laugardagskvöldið og jafnframt munum við ekki geta farið með flugeldana út á lónið sjálft vegna mikils vinds og öldugang,“ segir í tilkynningu frá Björgunarfélagi Hornafjarðar.

„Við hörmum þessa seinkun en því miður ráðum við ekki við veðrið.“

Flugeldasýningin mun því að óbreyttu fara fram, í tuttugasta skipti, á sunnudagskvöld klukkan 22:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×