Hlutabréf General Electric hríðféllu eftir ásakanir um gríðarleg fjársvik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 23:21 Harry Markopolos kom auga á sviksamlegt athæfi Bernie Maddoff. Vísir/Getty Maðurinn sem koma auga á umfangsmikið pýramída-svindl Bernie Madoff hefur birt skýrslu þar sem hann sakar bandaríska stórfyrirtækið General Electric um að fela gríðarlegt meint tap fyrirtækisins með ólögmætum bókhaldsfærslum. Hann segir hin meintu fjársvikin vera umfangsmeiri en Enron-málið á sínum tíma. General Electric hefur dregið heilindi skýrsluhöfundar í efa og bent á að hann muni hagnast á skortsölu á hlutabréfum í fyrirtækinu. Harry Markopolos sérhæfir sig í rannsóknum á fjármálagerningum og í 175 blaðsíðna skýrslu sakaði hann General Electric um að fela 38 milljarða dollara tap, jafnvirði um fimm þúsund milljarða íslenskra króna. Í skýrslunni staðhæfir Markopolos að fjárhagsstaða General Electric sé mun verri en fyrirtækið hefur gefið upp. Segir hann að meint svik fyrirtækisins nemi um 40 prósent af markaðsvirði General Electric og því sé um gríðarlega umsvifamikil fjársvik að ræða, mun stærri en Enron-hneykslið sem knésetti eitt stærsta orkufyrirtæki heims i upphafi 21. aldarinnar, eitt stærsta gjaldþrot sögunnar.Margir kannast við merki General Electric.Vísir/GettyMarkaðir í Bandaríkjunum tóku ekki vel í skýrslu Markopolos en hlutabréf General Electric féllu um 11 prósent í dag eftir að fregnir um innihald skýrslunnar brutust út. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að ekki sé hægt að taka mark á skýrslu Markopolos þar sem hann hafi viðurkennt að hafa látið ónefndan vogunarsjóð fá eintak af skýrslunni áður en hún var gefin út. Þá hefur hann viðurkennt að fá prósentur af hagnaði vogunarsjóðsins vegna skortsölu á hlutabréfum General Electric. Stjórnarformaður General Electric segir að útgáfa skýrslunnar sé hreint og klárt dæmi um markaðsmisnotkun og að fjölmargar staðreyndavillur megi finna í skýrslu Markopolos. Greinendur á markaði eru efins um skýrsluna en í frétt Reuters er því þó haldið til haga að til séu greinendur á Wall Street sem lengi hafi haft áhyggjur af fjárstreymi og afskriftum General Electric. Þá hafi fyrirtækið upplýst um að bókhaldsfærslur fyrirtækisins færi í rannsókn hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Bandaríkin Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Maðurinn sem koma auga á umfangsmikið pýramída-svindl Bernie Madoff hefur birt skýrslu þar sem hann sakar bandaríska stórfyrirtækið General Electric um að fela gríðarlegt meint tap fyrirtækisins með ólögmætum bókhaldsfærslum. Hann segir hin meintu fjársvikin vera umfangsmeiri en Enron-málið á sínum tíma. General Electric hefur dregið heilindi skýrsluhöfundar í efa og bent á að hann muni hagnast á skortsölu á hlutabréfum í fyrirtækinu. Harry Markopolos sérhæfir sig í rannsóknum á fjármálagerningum og í 175 blaðsíðna skýrslu sakaði hann General Electric um að fela 38 milljarða dollara tap, jafnvirði um fimm þúsund milljarða íslenskra króna. Í skýrslunni staðhæfir Markopolos að fjárhagsstaða General Electric sé mun verri en fyrirtækið hefur gefið upp. Segir hann að meint svik fyrirtækisins nemi um 40 prósent af markaðsvirði General Electric og því sé um gríðarlega umsvifamikil fjársvik að ræða, mun stærri en Enron-hneykslið sem knésetti eitt stærsta orkufyrirtæki heims i upphafi 21. aldarinnar, eitt stærsta gjaldþrot sögunnar.Margir kannast við merki General Electric.Vísir/GettyMarkaðir í Bandaríkjunum tóku ekki vel í skýrslu Markopolos en hlutabréf General Electric féllu um 11 prósent í dag eftir að fregnir um innihald skýrslunnar brutust út. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að ekki sé hægt að taka mark á skýrslu Markopolos þar sem hann hafi viðurkennt að hafa látið ónefndan vogunarsjóð fá eintak af skýrslunni áður en hún var gefin út. Þá hefur hann viðurkennt að fá prósentur af hagnaði vogunarsjóðsins vegna skortsölu á hlutabréfum General Electric. Stjórnarformaður General Electric segir að útgáfa skýrslunnar sé hreint og klárt dæmi um markaðsmisnotkun og að fjölmargar staðreyndavillur megi finna í skýrslu Markopolos. Greinendur á markaði eru efins um skýrsluna en í frétt Reuters er því þó haldið til haga að til séu greinendur á Wall Street sem lengi hafi haft áhyggjur af fjárstreymi og afskriftum General Electric. Þá hafi fyrirtækið upplýst um að bókhaldsfærslur fyrirtækisins færi í rannsókn hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.
Bandaríkin Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira