Arnar gegn Ágústi í Víkinni í kvöld: „Þegar þú ert kominn svona langt áttu ekki að setjast í neinar skotgrafir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. ágúst 2019 10:00 Víkingur og Breiðablik mætast í síðari undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla í Víkinni í kvöld en sigurvegarinn mætir FH í úrslitaleiknum um miðjan september. Þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en það er ansi langt síðan Víkingur komst í bikarúrslitin. „Þetta verður hörkuleikur og mikil barátta. Það er mikið í húfi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Víkingur hefur ekki kominst í úrslitaleik bikarkeppninnar síðan 1971 og því er leikurinn fyrir þær sakir enn meira spennandi í kövld. „Þetta er okkar stærsti leikur í Víkinni í háa herrans tíð. Það er langt síðan að síðasti úrslitaleikur var og við erum mjög vel stemmdir.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að Blikarnir eru á góðu róli og eru búnir að ná í fín úrslit upp á síðkastið. Við erum líka búnir að gera það og okkur hlakkar til að takast á við sterkt lið Blika.“ Víkingur vann Breiðablik í Pepsi Max-deildinni á dögunum en Arnar var hundfúll með sitt lið eftir leikinn. Hann vonast eftir betri spilamennsku í kvöld. „Blikarnir voru heilt yfir sterkari en okkur til hrós þá vorum við með einstaklingsgæði sem kláruðu þennan leik. Við sýndum karakter en við ætlum að gera betur spilalega séð á morgun.“ „Við ætlum að mæta þeim af krafti og spila á háu tempói. Þetta verður stórskemmtilegur leikur. Ég lofa því. Það verður mikið af mörkum og mikil dramatík.“ Arnar býst við miklu fjöri í Víkinni í kvöld og segist ekki ætla að spila einhvern dúndrandi varnarleik í kvöld. „Þetta verður ekta bikarleikur og ég er þeirra skoðunar að þegar þú ert kominn svona langt áttu ekkert að fara í einhverjar skotgrafir. Þú átt að gefa bara í sýna viljann í verki til þess að komast í úrslitaleikinn. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir klúbbinn að stíga þetta stóra skref.“ Breiðablik er sigurstranglegra liðið ef marka má stöðu liða í deildinni en Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, segir að það verði ekkert gefið eftir í kvöld. „Ég reikna með að þetta verði hörkuleikur og við töpuðum fyrir þeim hérna um daginn í hörkuleik. Það voru fimm mörk skoruð en við ætlum okkur að fara alla leið,“ sagði Ágúst. „Við fengum smjörþef af þessu að spila úrslitaleik í fyrra en töpuðum því miður. Við töpum í vítaspyrnukeppni en við erum með blod på tanden (innsk. blm. blóð á tönnunum) og ætlum okkur að fara alla leið þetta árið.“ Innslagið má sjá hér að ofan. Mjólkurbikarinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Víkingur og Breiðablik mætast í síðari undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla í Víkinni í kvöld en sigurvegarinn mætir FH í úrslitaleiknum um miðjan september. Þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en það er ansi langt síðan Víkingur komst í bikarúrslitin. „Þetta verður hörkuleikur og mikil barátta. Það er mikið í húfi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Víkingur hefur ekki kominst í úrslitaleik bikarkeppninnar síðan 1971 og því er leikurinn fyrir þær sakir enn meira spennandi í kövld. „Þetta er okkar stærsti leikur í Víkinni í háa herrans tíð. Það er langt síðan að síðasti úrslitaleikur var og við erum mjög vel stemmdir.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að Blikarnir eru á góðu róli og eru búnir að ná í fín úrslit upp á síðkastið. Við erum líka búnir að gera það og okkur hlakkar til að takast á við sterkt lið Blika.“ Víkingur vann Breiðablik í Pepsi Max-deildinni á dögunum en Arnar var hundfúll með sitt lið eftir leikinn. Hann vonast eftir betri spilamennsku í kvöld. „Blikarnir voru heilt yfir sterkari en okkur til hrós þá vorum við með einstaklingsgæði sem kláruðu þennan leik. Við sýndum karakter en við ætlum að gera betur spilalega séð á morgun.“ „Við ætlum að mæta þeim af krafti og spila á háu tempói. Þetta verður stórskemmtilegur leikur. Ég lofa því. Það verður mikið af mörkum og mikil dramatík.“ Arnar býst við miklu fjöri í Víkinni í kvöld og segist ekki ætla að spila einhvern dúndrandi varnarleik í kvöld. „Þetta verður ekta bikarleikur og ég er þeirra skoðunar að þegar þú ert kominn svona langt áttu ekkert að fara í einhverjar skotgrafir. Þú átt að gefa bara í sýna viljann í verki til þess að komast í úrslitaleikinn. Það er gríðarlega mikið í húfi fyrir klúbbinn að stíga þetta stóra skref.“ Breiðablik er sigurstranglegra liðið ef marka má stöðu liða í deildinni en Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, segir að það verði ekkert gefið eftir í kvöld. „Ég reikna með að þetta verði hörkuleikur og við töpuðum fyrir þeim hérna um daginn í hörkuleik. Það voru fimm mörk skoruð en við ætlum okkur að fara alla leið,“ sagði Ágúst. „Við fengum smjörþef af þessu að spila úrslitaleik í fyrra en töpuðum því miður. Við töpum í vítaspyrnukeppni en við erum með blod på tanden (innsk. blm. blóð á tönnunum) og ætlum okkur að fara alla leið þetta árið.“ Innslagið má sjá hér að ofan.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira