Söluþóknanir bókunarsíðna hækki áfram án viðspyrnu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur ferðaþjónustan áhyggjur af hárri þóknun bókunarsíðna. Fréttablaðið/Stefán Hermann Valsson, sem er bæði kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur að mennt, hefur fylgst með bóknunarþjónustufyrirtækjum eins og Booking í langan tíma, bæði hér á Íslandi og í öðrum löndum. Árið 2015 rannsakaði hann sýnileika íslenskra gististaða þegar ferðamenn leita í gegnum Google. „Þegar við leitum á netinu þá erum við löt og förum aðeins inn á fyrstu hlekkina sem koma upp. Við förum almennt ekki yfir á blaðsíðu tvö eða þrjú. Bókunarvélarnar hafa hertekið þessa fyrstu blaðsíðu úti um allan heim,“ segir Hermann. Bendir hann á að Booking sé einn af verðmætustu viðskiptavinum Google og hafi því yfirburðastöðu hvað varðar sýnileika. Áður hefur verið fjallað um háar söluþóknanir bókunarfyrirtækja eins og Booking og Expedia. Þær eru frá 15 og allt upp í 30 prósent af hverri bókun en fyrir 20 árum voru þær aðeins um 6 prósent. Hóflega áætlar hann að á bilinu 7 til 9 milljarðar króna fari úr landi í formi þóknana á hverju ári en ekki 5 milljarðar eins og áður hefur verið reiknað með.Hermann Valsson, kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur.Í fyrra rannsakaði Hermann hvernig málum væri háttað á Tenerife og eiga eyjarskeggjar þar í sama vanda. „Lægsta prósentan sem boðið er upp á er 15 prósent og þá sést þú ekki, þú ert ekki til. Meðal prósentan er því orðin 22 til 24. Ég tel að söluþóknanirnar muni halda áfram að hækka nema fótum verði spyrnt við,“ segir Hermann. Rætt hefur verið um að setja á laggirnar séríslenska bókunarvél. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur réttast að Samtök ferðaþjónustunnar myndu leiða slíka vinnu ef til hennar kæmi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, hefur verið varkár í umræðunni og bent á að hár kostnaður gæti falist í þeirri leið. Hermann segir að innan SAF rekist hagsmunir á. „Icelandair, sem flytur langsamlega mest af ferðamönnum til landsins, er smásöluaðili fyrir Booking. Einnig Dohop. Þannig að það er gegn þeirra hagsmunum að fá íslenska síðu sem myndi keppa gegn bókunarvélunum,“ segir hann. Þó að síður eins og booking.com séu markaðsráðandi eru til dæmi um svæði sem hafa komið sér upp eigin bókunarsíðum, til dæmis Arizona-fylki og svæði í Skotlandi. Hermann telur mögulegt að gera slíkt hið sama hér. „Þá skynja bókunarrisarnir að það er komin viðspyrna. Vonandi hemja þeir sig í hækkunum og verða viðmótsþýðari í viðræðum um lækkanir,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tækni Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu. 12. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Hermann Valsson, sem er bæði kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur að mennt, hefur fylgst með bóknunarþjónustufyrirtækjum eins og Booking í langan tíma, bæði hér á Íslandi og í öðrum löndum. Árið 2015 rannsakaði hann sýnileika íslenskra gististaða þegar ferðamenn leita í gegnum Google. „Þegar við leitum á netinu þá erum við löt og förum aðeins inn á fyrstu hlekkina sem koma upp. Við förum almennt ekki yfir á blaðsíðu tvö eða þrjú. Bókunarvélarnar hafa hertekið þessa fyrstu blaðsíðu úti um allan heim,“ segir Hermann. Bendir hann á að Booking sé einn af verðmætustu viðskiptavinum Google og hafi því yfirburðastöðu hvað varðar sýnileika. Áður hefur verið fjallað um háar söluþóknanir bókunarfyrirtækja eins og Booking og Expedia. Þær eru frá 15 og allt upp í 30 prósent af hverri bókun en fyrir 20 árum voru þær aðeins um 6 prósent. Hóflega áætlar hann að á bilinu 7 til 9 milljarðar króna fari úr landi í formi þóknana á hverju ári en ekki 5 milljarðar eins og áður hefur verið reiknað með.Hermann Valsson, kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur.Í fyrra rannsakaði Hermann hvernig málum væri háttað á Tenerife og eiga eyjarskeggjar þar í sama vanda. „Lægsta prósentan sem boðið er upp á er 15 prósent og þá sést þú ekki, þú ert ekki til. Meðal prósentan er því orðin 22 til 24. Ég tel að söluþóknanirnar muni halda áfram að hækka nema fótum verði spyrnt við,“ segir Hermann. Rætt hefur verið um að setja á laggirnar séríslenska bókunarvél. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur réttast að Samtök ferðaþjónustunnar myndu leiða slíka vinnu ef til hennar kæmi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, hefur verið varkár í umræðunni og bent á að hár kostnaður gæti falist í þeirri leið. Hermann segir að innan SAF rekist hagsmunir á. „Icelandair, sem flytur langsamlega mest af ferðamönnum til landsins, er smásöluaðili fyrir Booking. Einnig Dohop. Þannig að það er gegn þeirra hagsmunum að fá íslenska síðu sem myndi keppa gegn bókunarvélunum,“ segir hann. Þó að síður eins og booking.com séu markaðsráðandi eru til dæmi um svæði sem hafa komið sér upp eigin bókunarsíðum, til dæmis Arizona-fylki og svæði í Skotlandi. Hermann telur mögulegt að gera slíkt hið sama hér. „Þá skynja bókunarrisarnir að það er komin viðspyrna. Vonandi hemja þeir sig í hækkunum og verða viðmótsþýðari í viðræðum um lækkanir,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tækni Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu. 12. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15
Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu. 12. ágúst 2019 06:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent