Söluþóknanir bókunarsíðna hækki áfram án viðspyrnu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur ferðaþjónustan áhyggjur af hárri þóknun bókunarsíðna. Fréttablaðið/Stefán Hermann Valsson, sem er bæði kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur að mennt, hefur fylgst með bóknunarþjónustufyrirtækjum eins og Booking í langan tíma, bæði hér á Íslandi og í öðrum löndum. Árið 2015 rannsakaði hann sýnileika íslenskra gististaða þegar ferðamenn leita í gegnum Google. „Þegar við leitum á netinu þá erum við löt og förum aðeins inn á fyrstu hlekkina sem koma upp. Við förum almennt ekki yfir á blaðsíðu tvö eða þrjú. Bókunarvélarnar hafa hertekið þessa fyrstu blaðsíðu úti um allan heim,“ segir Hermann. Bendir hann á að Booking sé einn af verðmætustu viðskiptavinum Google og hafi því yfirburðastöðu hvað varðar sýnileika. Áður hefur verið fjallað um háar söluþóknanir bókunarfyrirtækja eins og Booking og Expedia. Þær eru frá 15 og allt upp í 30 prósent af hverri bókun en fyrir 20 árum voru þær aðeins um 6 prósent. Hóflega áætlar hann að á bilinu 7 til 9 milljarðar króna fari úr landi í formi þóknana á hverju ári en ekki 5 milljarðar eins og áður hefur verið reiknað með.Hermann Valsson, kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur.Í fyrra rannsakaði Hermann hvernig málum væri háttað á Tenerife og eiga eyjarskeggjar þar í sama vanda. „Lægsta prósentan sem boðið er upp á er 15 prósent og þá sést þú ekki, þú ert ekki til. Meðal prósentan er því orðin 22 til 24. Ég tel að söluþóknanirnar muni halda áfram að hækka nema fótum verði spyrnt við,“ segir Hermann. Rætt hefur verið um að setja á laggirnar séríslenska bókunarvél. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur réttast að Samtök ferðaþjónustunnar myndu leiða slíka vinnu ef til hennar kæmi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, hefur verið varkár í umræðunni og bent á að hár kostnaður gæti falist í þeirri leið. Hermann segir að innan SAF rekist hagsmunir á. „Icelandair, sem flytur langsamlega mest af ferðamönnum til landsins, er smásöluaðili fyrir Booking. Einnig Dohop. Þannig að það er gegn þeirra hagsmunum að fá íslenska síðu sem myndi keppa gegn bókunarvélunum,“ segir hann. Þó að síður eins og booking.com séu markaðsráðandi eru til dæmi um svæði sem hafa komið sér upp eigin bókunarsíðum, til dæmis Arizona-fylki og svæði í Skotlandi. Hermann telur mögulegt að gera slíkt hið sama hér. „Þá skynja bókunarrisarnir að það er komin viðspyrna. Vonandi hemja þeir sig í hækkunum og verða viðmótsþýðari í viðræðum um lækkanir,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tækni Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu. 12. ágúst 2019 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Hermann Valsson, sem er bæði kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur að mennt, hefur fylgst með bóknunarþjónustufyrirtækjum eins og Booking í langan tíma, bæði hér á Íslandi og í öðrum löndum. Árið 2015 rannsakaði hann sýnileika íslenskra gististaða þegar ferðamenn leita í gegnum Google. „Þegar við leitum á netinu þá erum við löt og förum aðeins inn á fyrstu hlekkina sem koma upp. Við förum almennt ekki yfir á blaðsíðu tvö eða þrjú. Bókunarvélarnar hafa hertekið þessa fyrstu blaðsíðu úti um allan heim,“ segir Hermann. Bendir hann á að Booking sé einn af verðmætustu viðskiptavinum Google og hafi því yfirburðastöðu hvað varðar sýnileika. Áður hefur verið fjallað um háar söluþóknanir bókunarfyrirtækja eins og Booking og Expedia. Þær eru frá 15 og allt upp í 30 prósent af hverri bókun en fyrir 20 árum voru þær aðeins um 6 prósent. Hóflega áætlar hann að á bilinu 7 til 9 milljarðar króna fari úr landi í formi þóknana á hverju ári en ekki 5 milljarðar eins og áður hefur verið reiknað með.Hermann Valsson, kerfisfræðingur og ferðamálafræðingur.Í fyrra rannsakaði Hermann hvernig málum væri háttað á Tenerife og eiga eyjarskeggjar þar í sama vanda. „Lægsta prósentan sem boðið er upp á er 15 prósent og þá sést þú ekki, þú ert ekki til. Meðal prósentan er því orðin 22 til 24. Ég tel að söluþóknanirnar muni halda áfram að hækka nema fótum verði spyrnt við,“ segir Hermann. Rætt hefur verið um að setja á laggirnar séríslenska bókunarvél. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur réttast að Samtök ferðaþjónustunnar myndu leiða slíka vinnu ef til hennar kæmi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, hefur verið varkár í umræðunni og bent á að hár kostnaður gæti falist í þeirri leið. Hermann segir að innan SAF rekist hagsmunir á. „Icelandair, sem flytur langsamlega mest af ferðamönnum til landsins, er smásöluaðili fyrir Booking. Einnig Dohop. Þannig að það er gegn þeirra hagsmunum að fá íslenska síðu sem myndi keppa gegn bókunarvélunum,“ segir hann. Þó að síður eins og booking.com séu markaðsráðandi eru til dæmi um svæði sem hafa komið sér upp eigin bókunarsíðum, til dæmis Arizona-fylki og svæði í Skotlandi. Hermann telur mögulegt að gera slíkt hið sama hér. „Þá skynja bókunarrisarnir að það er komin viðspyrna. Vonandi hemja þeir sig í hækkunum og verða viðmótsþýðari í viðræðum um lækkanir,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tækni Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu. 12. ágúst 2019 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15
Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ráðherra segir áhættusamt að stofna íslenska bókunarþjónustu til höfuðs erlendum. Framkvæmdastjóri SAF vill skoða málið og leggjast í greiningu. 12. ágúst 2019 06:00