Ferðaþjónustan fordæmi brot á vinnumarkaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 12:18 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtök ferðaþjónustunnar segjast fordæma brotastarfsemi innan greinarinnar. Um helmingur launakrafna sem verkalýðsfélögin gera fyrir hönd félagsmanna eru vegna brota í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna vera samherja en ekki andstæðar fylkingar í baráttunni gegn brotastarfsemi. Alþýðusamband Íslands birti skýrslu í gær um brotastarfsemi á vinnumarkaði þar sem meðal annars er komist að þeirri niðurstöðu að um helmingur allra krafna stéttarfélaga séu vegna hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ítrekar að samtökin hafi ávallt fordæmt öll brot á kjarasamningum.Sjá einnig: „Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ „Það er bara gott að sjá þessar tölur eins og þær liggja fyrir af hálfu stéttarfélaganna. Við höfum kallað eftir því að fá betri útlistun á því hvað þau eru að fjalla um þegar rætt er um brotastarfsemi í ferðaþjónustu og það er því ágætt að sjá þetta bara svart á hvítu hvernig þetta liggur fyrir þeim,” segir Jóhannes Þór. Hann segir þó liggja fyrir að meirihluti umrædda brota eigi sér stað hjá fyrirtækjum sem ekki eru aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar. „Við höfum lagt mikla áherslu á það að hvetja fyrirtæki til að vera aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar og nýta sér þá þjónustuna sem hér er í boði og fá aðstoð við það að hafa hlutina eins og þeir eiga að vera.“ Spurður hvort hann telji koma til greina að halda uppi einhvers konar innra eftirliti af hálfu ferðaþjónustunnar segir Jóhannes Þór segir hann það sameiginlega ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að rétt sé staðið að málum. Samtökin og atvinnurekendur hafi ávallt haldið uppi öflugu innra starfi og veiti ráðgjöf. „Ég held að það sé mikilvægt að átta sig á því að samtök atvinnulífsins og samtök verkalýðsins eru samherjar í þessu máli en ekki andstæðar fylkingar, þó að þau séu fulltrúar annars vegar atvinnurekenda og hins vegar launafólks, þá er það allra hagur að þessi mál séu höfð í sem bestum farvegi og það sé farið eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði,“ segir Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar segjast fordæma brotastarfsemi innan greinarinnar. Um helmingur launakrafna sem verkalýðsfélögin gera fyrir hönd félagsmanna eru vegna brota í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna vera samherja en ekki andstæðar fylkingar í baráttunni gegn brotastarfsemi. Alþýðusamband Íslands birti skýrslu í gær um brotastarfsemi á vinnumarkaði þar sem meðal annars er komist að þeirri niðurstöðu að um helmingur allra krafna stéttarfélaga séu vegna hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar ítrekar að samtökin hafi ávallt fordæmt öll brot á kjarasamningum.Sjá einnig: „Launaþjófnaður á vinnumarkaði er staðreynd“ „Það er bara gott að sjá þessar tölur eins og þær liggja fyrir af hálfu stéttarfélaganna. Við höfum kallað eftir því að fá betri útlistun á því hvað þau eru að fjalla um þegar rætt er um brotastarfsemi í ferðaþjónustu og það er því ágætt að sjá þetta bara svart á hvítu hvernig þetta liggur fyrir þeim,” segir Jóhannes Þór. Hann segir þó liggja fyrir að meirihluti umrædda brota eigi sér stað hjá fyrirtækjum sem ekki eru aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar. „Við höfum lagt mikla áherslu á það að hvetja fyrirtæki til að vera aðilar að samtökum ferðaþjónustunnar og nýta sér þá þjónustuna sem hér er í boði og fá aðstoð við það að hafa hlutina eins og þeir eiga að vera.“ Spurður hvort hann telji koma til greina að halda uppi einhvers konar innra eftirliti af hálfu ferðaþjónustunnar segir Jóhannes Þór segir hann það sameiginlega ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að rétt sé staðið að málum. Samtökin og atvinnurekendur hafi ávallt haldið uppi öflugu innra starfi og veiti ráðgjöf. „Ég held að það sé mikilvægt að átta sig á því að samtök atvinnulífsins og samtök verkalýðsins eru samherjar í þessu máli en ekki andstæðar fylkingar, þó að þau séu fulltrúar annars vegar atvinnurekenda og hins vegar launafólks, þá er það allra hagur að þessi mál séu höfð í sem bestum farvegi og það sé farið eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði,“ segir Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira