Öngstræti 19 Eyþór Arnalds skrifar 14. ágúst 2019 11:57 Það styttist í að skólarnir fari aftur af stað. Umferðin mun þá þyngjast enn meira en nú er. Stífla til vesturs á morgnanna. Þung umferð til austurs seinnipart dags. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig umferðin í Reykjavík er á köflum eins og í stórborg. Hér búa aðeins 130 þúsund manns en samt tekst borgaryfirvöldum að koma upp umferðartöfum sem jafnast á við milljónaborgir. Í sumar var ég í Kaupmannahöfn, þar sem mun fleiri búa. Þar gengur umferðin vel fyrir allar tegundir fararmáta. Það mætti læra af því. Í öllum helstu borgum er ljósum stýrt með nútímatækni. Lagt er upp með að stöðva umferð ekki að óþörfu, enda enginn spenntur fyrir því að eyða óþarfa tíma í umferðarsultu eða biðröð að óþörfu. Í Reykjavík hefur götum verið lokað vegna framkvæmda árum saman. Hér má nefna Hverfisgötuna, sem enn og aftur er lokuð vegna framkvæmda borgarinnar sjálfrar. Í stað þess að samræma framkvæmdir og stytta lokunartímann verulega er lokað í áföngum. Vonarstræti og Lækjargötu hefur verið lokað að hluta til að auðvelda verktökum. Gömlu Hringbraut hefur verið alfarið lokað á alla umferð næstu árin. Þetta verklag þætti undarlegt í borgum eins og Kaupmannahöfn eða London. Af hverju eru þessi mál komin í öngstræti á tækniöld árið 2019? Getur verið að það sé viljandi gert? Getur verið að borgaryfirvöld séu að auka á vandann að ósekju með vilja?Lausnirnar liggja fyrir Umferð er ekki sér-reykvískt vandamál. En hér hefur það verið magnað upp. Ein af ástæðunum er þau skipulagsmistök sem við horfum upp á. Enn er verið að byggja upp stofnanir og höfuðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Slíkt eykur á skipulagshalla borgarinnar og enn fleiri þurfa að ferðast í vestur á morgnana og í austur síðdegis. Í stað þess að nýta Keldur og Keldnalandið er áfram farið í að þétta á skökkum stöðum. Í stað þess að efla austurborgina með uppbyggingu atvinnutækifæra í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi er öllu smalað á þrengsta blettinn. Snjallvæðing er talsvert vinsæl í orði en ekki er að sjá hana á borði í umferðarstýringu. Ljósastýring er kapítuli út af fyrir sig, en allir þeir sem hafa ekið Geirsgötuna finna á eigin skinni hve illa þeim málum hefur verið stýrt. Sú ákvörðun að setja hana ekki í stokk þegar á uppbyggingu stóð, eins og ákveðið hafði verið að gera, reynist dýr mistök. Er ekki kominn tími til að nútímavæða umferðina í Reykjavík og hugsa í lausnum sem virka? Sú árátta að telja okkur geta skattlagt okkur út úr umferðarvandanum er röng. Hún er einfaldlega enn ein gjaldtökuleið vinstrimanna sem hafa hækkað álögur á flesta í Reykjavík. Hækkandi gjöld og skattar hafa ýtt fyrirtækjum og heimilum út úr borginni. Hugmyndir um tvöfalda gjaldtöku á höfuðborgarsvæðið eru ekki lausn, hvað þá réttlæti. Þeir sem flytjast á Selfoss og í Reykjanesbæ og sækja vinnu eða þjónustu til Reykjavíkur auka enn á umferðarþungann. Allt ber þetta að sama meiði; aðgerðir borgarstjórnar þyngja umferð og hækka kostnað. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar ferðast er innan borgarinnar á næstunni.Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Pistillinn birtist fyrst í Morgunblaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Reykjavík Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Það styttist í að skólarnir fari aftur af stað. Umferðin mun þá þyngjast enn meira en nú er. Stífla til vesturs á morgnanna. Þung umferð til austurs seinnipart dags. Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig umferðin í Reykjavík er á köflum eins og í stórborg. Hér búa aðeins 130 þúsund manns en samt tekst borgaryfirvöldum að koma upp umferðartöfum sem jafnast á við milljónaborgir. Í sumar var ég í Kaupmannahöfn, þar sem mun fleiri búa. Þar gengur umferðin vel fyrir allar tegundir fararmáta. Það mætti læra af því. Í öllum helstu borgum er ljósum stýrt með nútímatækni. Lagt er upp með að stöðva umferð ekki að óþörfu, enda enginn spenntur fyrir því að eyða óþarfa tíma í umferðarsultu eða biðröð að óþörfu. Í Reykjavík hefur götum verið lokað vegna framkvæmda árum saman. Hér má nefna Hverfisgötuna, sem enn og aftur er lokuð vegna framkvæmda borgarinnar sjálfrar. Í stað þess að samræma framkvæmdir og stytta lokunartímann verulega er lokað í áföngum. Vonarstræti og Lækjargötu hefur verið lokað að hluta til að auðvelda verktökum. Gömlu Hringbraut hefur verið alfarið lokað á alla umferð næstu árin. Þetta verklag þætti undarlegt í borgum eins og Kaupmannahöfn eða London. Af hverju eru þessi mál komin í öngstræti á tækniöld árið 2019? Getur verið að það sé viljandi gert? Getur verið að borgaryfirvöld séu að auka á vandann að ósekju með vilja?Lausnirnar liggja fyrir Umferð er ekki sér-reykvískt vandamál. En hér hefur það verið magnað upp. Ein af ástæðunum er þau skipulagsmistök sem við horfum upp á. Enn er verið að byggja upp stofnanir og höfuðstöðvar í miðborg Reykjavíkur. Slíkt eykur á skipulagshalla borgarinnar og enn fleiri þurfa að ferðast í vestur á morgnana og í austur síðdegis. Í stað þess að nýta Keldur og Keldnalandið er áfram farið í að þétta á skökkum stöðum. Í stað þess að efla austurborgina með uppbyggingu atvinnutækifæra í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi er öllu smalað á þrengsta blettinn. Snjallvæðing er talsvert vinsæl í orði en ekki er að sjá hana á borði í umferðarstýringu. Ljósastýring er kapítuli út af fyrir sig, en allir þeir sem hafa ekið Geirsgötuna finna á eigin skinni hve illa þeim málum hefur verið stýrt. Sú ákvörðun að setja hana ekki í stokk þegar á uppbyggingu stóð, eins og ákveðið hafði verið að gera, reynist dýr mistök. Er ekki kominn tími til að nútímavæða umferðina í Reykjavík og hugsa í lausnum sem virka? Sú árátta að telja okkur geta skattlagt okkur út úr umferðarvandanum er röng. Hún er einfaldlega enn ein gjaldtökuleið vinstrimanna sem hafa hækkað álögur á flesta í Reykjavík. Hækkandi gjöld og skattar hafa ýtt fyrirtækjum og heimilum út úr borginni. Hugmyndir um tvöfalda gjaldtöku á höfuðborgarsvæðið eru ekki lausn, hvað þá réttlæti. Þeir sem flytjast á Selfoss og í Reykjanesbæ og sækja vinnu eða þjónustu til Reykjavíkur auka enn á umferðarþungann. Allt ber þetta að sama meiði; aðgerðir borgarstjórnar þyngja umferð og hækka kostnað. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar ferðast er innan borgarinnar á næstunni.Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Pistillinn birtist fyrst í Morgunblaðinu.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar