Fleiri fyrstu kaup: 250% Lilja Alfreðsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Fram kom í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs á dögunum að hlutfall fasteignakaupenda sem kaupa sína fyrstu íbúð hefði aldrei mælst hærra en nú. Fyrstu íbúðarkaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðarkaupum sl. 10 ár en á öðrum ársfjórðungi 2019 var hlutfall fyrstu kaupenda 28% samanborið við tæp 8% árið 2009 en það er 250% hlutfallsaukning. Í skýrslunni kemur einnig fram að hærra hlutfall fyrstu íbúðarkaupenda gefi vísbendingar um að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að sækja fram í málefnum ungs fólks og barnafjölskyldna. Í lífskjarasamningi aðila vinnumarkaðarins frá því í vor, sem stjórnvöld styðja við með ýmsum hætti, má sjá glögg merki þess að rík áhersla verður lögð á húsnæðismál undir styrkri forystu félags- og barnamálaráðherra. Aðgerðir stjórnvalda auðvelda ungu fólki meðal annars að fjárfesta í fyrstu fasteign með því að heimila notkun á hluta skyldulífeyrissparnaðar til slíkra kaupa en fyrir þeirri leið beitti Framsóknarflokkurinn sér í síðustu kosningum. Hún kemur til viðbótar séreignarsparnaðarleiðinni sem heimilar fólki að nýta viðbótarsparnað sinn í allt að 10 ár til kaupa og afborgana á húsnæði. Eitt helsta markmið lífskjarasamningsins er að tryggja stöðugleika og skapa hagfelld skilyrði til vaxtalækkunar. Ánægjulegt hefur verið að sjá árangur í þá veru en frá því í maí hefur Seðlabanki Íslands tvívegis lækkað stýrivexti sína, samtals um 0,75%. Sú lækkun kemur öllum lántakendum íbúðalána til góða og eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Samhliða þessum aðgerðum og fleiri til verða barnabætur hækkaðar og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf. Að auki hafa frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýtt námsstyrkja- og lánakerfi, verið kynnt. Í því felst meðal annars að við munum fella niður 30% af höfuðstól námslána að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og auka stuðning við fjölskyldur með því að veita styrk til framfærslu barna í stað lána eins og gert er í dag.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fram kom í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs á dögunum að hlutfall fasteignakaupenda sem kaupa sína fyrstu íbúð hefði aldrei mælst hærra en nú. Fyrstu íbúðarkaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðarkaupum sl. 10 ár en á öðrum ársfjórðungi 2019 var hlutfall fyrstu kaupenda 28% samanborið við tæp 8% árið 2009 en það er 250% hlutfallsaukning. Í skýrslunni kemur einnig fram að hærra hlutfall fyrstu íbúðarkaupenda gefi vísbendingar um að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að sækja fram í málefnum ungs fólks og barnafjölskyldna. Í lífskjarasamningi aðila vinnumarkaðarins frá því í vor, sem stjórnvöld styðja við með ýmsum hætti, má sjá glögg merki þess að rík áhersla verður lögð á húsnæðismál undir styrkri forystu félags- og barnamálaráðherra. Aðgerðir stjórnvalda auðvelda ungu fólki meðal annars að fjárfesta í fyrstu fasteign með því að heimila notkun á hluta skyldulífeyrissparnaðar til slíkra kaupa en fyrir þeirri leið beitti Framsóknarflokkurinn sér í síðustu kosningum. Hún kemur til viðbótar séreignarsparnaðarleiðinni sem heimilar fólki að nýta viðbótarsparnað sinn í allt að 10 ár til kaupa og afborgana á húsnæði. Eitt helsta markmið lífskjarasamningsins er að tryggja stöðugleika og skapa hagfelld skilyrði til vaxtalækkunar. Ánægjulegt hefur verið að sjá árangur í þá veru en frá því í maí hefur Seðlabanki Íslands tvívegis lækkað stýrivexti sína, samtals um 0,75%. Sú lækkun kemur öllum lántakendum íbúðalána til góða og eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Samhliða þessum aðgerðum og fleiri til verða barnabætur hækkaðar og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf. Að auki hafa frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýtt námsstyrkja- og lánakerfi, verið kynnt. Í því felst meðal annars að við munum fella niður 30% af höfuðstól námslána að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og auka stuðning við fjölskyldur með því að veita styrk til framfærslu barna í stað lána eins og gert er í dag.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun