Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 11:00 Stéphanie Frappart dæmir hér víti í úrslitaleiknum á HM kvenna. Getty/Richard Heathcote Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem kona dæmir úrslitaleik karla hjá UEFA en með henni verða kynsysturnar og aðstoðardómararnir Manuela Nicolosi og Michelle O’Neill. Sú síðarnefnda er frá Írlandi. Þegar Stéphanie Frappart varð fyrsta konan til að dæma karlaleik í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þá fékk hún frábærar móttökur í stúkunni. Hún fylgdi því eftir með góðri frammistöðu á HM kvenna þar sem hún fékk á endanum að dæma úrslitaleikinn.European Super Cup referee Stéphanie Frappart: 'Girls see me on TV and know it's possible' | @Paul_Doylehttps://t.co/X48AZ8o3EI — Guardian sport (@guardian_sport) August 11, 2019The Observer tók viðtal við Stéphanie Frappart um leikinn á miðvikudaginn sem verður hægt að sjá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Pressan á mér er öðruvísi. Ég veit vel að fólk mun horfa til að sjá hvernig ég stend mig,“ sagði hinn 35 ára gamla Stéphanie Frappart. Hún var aðeins önnur konan til að dæma karlaleik í einni af fimm stærstu deildum Evrópu en sú fyrsta var Bibiana Steinhaus í þýsku bundesligunni árið 2017. Sian Massey-Ellis hefur verið aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni en aldrei verið aðaldómari. Frappart dæmdi leik Amiens og Strasbourg í frönsku deildinni en það verður allt annað að dæma stórleik á móti ensku liðanna Liverpool og Chelsea. Franski blaðamaðurinn Yohann Hautbois á L’Équipe hrósaði henni fyrir frammistöðuna í franska deildarleiknum. „Af þeim 23 sem voru inn á vellinum þá var hún líklega sú sem gerði fæst mistök,“ skrifaði hann í L’Équipe. „Ég sýndi að ég hafði hæfileikana og getuna til að dæma þarna,“ ssagði Frappart sem þarf að standast sömu próf og karlkyns dómararnir. „Leikmennirnir hlaupa ekkert hægar þótt að dómarinn sé kona“ sagði Frappart. „Það er mjög ánægjulegt að sjá að þetta er hægt. Ungar stelpur munu sjá mig í sjónvarpinu og vita um leið að þetta er mögulegt. Ég vona að það hvetji þær til að elta sína drauma,“ sagði Frappart en það má sjá alla greinina um hana hér. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem kona dæmir úrslitaleik karla hjá UEFA en með henni verða kynsysturnar og aðstoðardómararnir Manuela Nicolosi og Michelle O’Neill. Sú síðarnefnda er frá Írlandi. Þegar Stéphanie Frappart varð fyrsta konan til að dæma karlaleik í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þá fékk hún frábærar móttökur í stúkunni. Hún fylgdi því eftir með góðri frammistöðu á HM kvenna þar sem hún fékk á endanum að dæma úrslitaleikinn.European Super Cup referee Stéphanie Frappart: 'Girls see me on TV and know it's possible' | @Paul_Doylehttps://t.co/X48AZ8o3EI — Guardian sport (@guardian_sport) August 11, 2019The Observer tók viðtal við Stéphanie Frappart um leikinn á miðvikudaginn sem verður hægt að sjá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Pressan á mér er öðruvísi. Ég veit vel að fólk mun horfa til að sjá hvernig ég stend mig,“ sagði hinn 35 ára gamla Stéphanie Frappart. Hún var aðeins önnur konan til að dæma karlaleik í einni af fimm stærstu deildum Evrópu en sú fyrsta var Bibiana Steinhaus í þýsku bundesligunni árið 2017. Sian Massey-Ellis hefur verið aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni en aldrei verið aðaldómari. Frappart dæmdi leik Amiens og Strasbourg í frönsku deildinni en það verður allt annað að dæma stórleik á móti ensku liðanna Liverpool og Chelsea. Franski blaðamaðurinn Yohann Hautbois á L’Équipe hrósaði henni fyrir frammistöðuna í franska deildarleiknum. „Af þeim 23 sem voru inn á vellinum þá var hún líklega sú sem gerði fæst mistök,“ skrifaði hann í L’Équipe. „Ég sýndi að ég hafði hæfileikana og getuna til að dæma þarna,“ ssagði Frappart sem þarf að standast sömu próf og karlkyns dómararnir. „Leikmennirnir hlaupa ekkert hægar þótt að dómarinn sé kona“ sagði Frappart. „Það er mjög ánægjulegt að sjá að þetta er hægt. Ungar stelpur munu sjá mig í sjónvarpinu og vita um leið að þetta er mögulegt. Ég vona að það hvetji þær til að elta sína drauma,“ sagði Frappart en það má sjá alla greinina um hana hér.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira