Er ráðherra loks orðlaus? Guðjón S. Brjánsson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, er jafnan glaðbeittur og kampakátur stjórnmálamaður og tekur af ljúfmennsku í erindi sem að honum berast, þau eru ófá og af ýmsum toga. Sum eru alvarlegs eðlis, snerta einstaklinga með beinum og tilfinnanlegum hætti. Bið og tafir á efndum hafa því afleiðingar, stundum óafturkræfar, stundum persónulegar og hörmulegar. Önnur eru stefnumótandi og lýsandi fyrir áherslur, viðhorf, gildismat og hugmyndafræði ráðherra og hafa áhrif á stóra hópa í þjóðfélaginu.Orðin tóm Það hefur ekkert skort á orðaflaum ráðherrans og yfirlýsingar um þörf á aðgerðum hér og hvar og að markmið hans séu skýr, jafnvel háleit og viljinn einnig. Hver skýrslan rekur aðra, samantektir um þörf og aðkallandi málefni þar sem lausnir liggja þó oft giska ljósar fyrir. Orð eru bara ekki nóg. Almenningur fær iðulega á tilfinninguna að skipan starfshóps eða gerð skýrslu sé til þess eins að draga mál á langinn og koma sér hjá því að taka afstöðu, hefja aðgerðir. Með þessu vil ég þó ekki gera lítið úr vönduðum undirbúningi og faglegum vinnubrögðum í hverju máli. Þau atriði eiga alltaf við. Hins vegar þurfa orðum og yfirlýsingum, jafnvel kosningaloforðum, að fylgja raunverulegar aðgerðir, að verkin tali. Nú er hrópað á efndir. Tækifærin ekki notuð Á undanförnum misserum höfum við Íslendingar búið við einstaka efnahagslega velsæld. Við jafnaðarmenn höfum leitast við að standa vaktina, skynjum nefnilega betur en margur að velferðin nær ekki til allra. Við höfum rætt um fátækt og misskiptingu í samfélaginu og raunhæfar leiðir til úrbóta. Stórir hópar barna, öryrkja og aldraðra búa við ósæmandi kjör sem er hneyksli fyrir velferðarsamfélag. Félagsmálaráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum telur að ríkur skilningur sé innan ríkisstjórnarinnar á aðstæðum þeirra hópa sem höllum fæti standa. Þetta er hrein skrumskæling. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki alvöru áhuga á að koma til móts við þá efnaminnstu, þá sem búa við fátækt á Íslandi. Þetta á jafnt við um ungar barnafjölskyldur, fólk með skerta starfsorku og þá hina eldri. Þetta sýna áherslur ríkisstjórnarinnar í verki, hún hefur fengið tækifærin og það þarf ekki vitnanna við. Fátækastir aldraðra Ég nefni hér bara eitt dæmi sem ég hef áður fjallað um. Það er sú hneisa sem snýr að 3.000 öldruðum einstaklingum á Íslandi árið 2019. Þeim er gert að draga fram lífið á tryggingabótum sem eru undir skilgreindum fátæktarmörkum. Ráðherra kvaðst vilja gera betur og skipaði starfshóp um málið í fyrra þótt býsna skýrt lægi fyrir hvert umfang vandans væri. Átta mánuðir eru liðnir frá því að skýrsla var lögð fram, ekkert bólar á viðbrögðum. Þessi skýrt afmarkaði og fátækasti hópur aldraðra lifir enn við niðurlægjandi kjör. Engu svarað Á vordögum lagði ég fram skriflega fyrirspurn til ráðherra á Alþingi í fjórum liðum um þetta mál og átti raunar von á skjótum svörum eða a.m.k. í samræmi við vinnureglur þingsins. Svör hafa enn ekki borist né skýringar á þeim drætti sem orðið hefur. Það er kannski ekki að undra að á hugann leiti yfirlýsingar stjórnarflokkanna fyrir kosningar um áherslur í velferðar- og heilbrigðismálum. Þar stendur nú ekki steinn yfir steini. Nú á miðju kjörtímabili má þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu vera ljóst hvert stefnir. Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna mun ekki beita sér fyrir breytingum á þeirra kjörum. Enn og aftur ganga þessir flokkar á bak orða sinna og svíkja þá sem síst skyldi.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Guðjón S. Brjánsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, er jafnan glaðbeittur og kampakátur stjórnmálamaður og tekur af ljúfmennsku í erindi sem að honum berast, þau eru ófá og af ýmsum toga. Sum eru alvarlegs eðlis, snerta einstaklinga með beinum og tilfinnanlegum hætti. Bið og tafir á efndum hafa því afleiðingar, stundum óafturkræfar, stundum persónulegar og hörmulegar. Önnur eru stefnumótandi og lýsandi fyrir áherslur, viðhorf, gildismat og hugmyndafræði ráðherra og hafa áhrif á stóra hópa í þjóðfélaginu.Orðin tóm Það hefur ekkert skort á orðaflaum ráðherrans og yfirlýsingar um þörf á aðgerðum hér og hvar og að markmið hans séu skýr, jafnvel háleit og viljinn einnig. Hver skýrslan rekur aðra, samantektir um þörf og aðkallandi málefni þar sem lausnir liggja þó oft giska ljósar fyrir. Orð eru bara ekki nóg. Almenningur fær iðulega á tilfinninguna að skipan starfshóps eða gerð skýrslu sé til þess eins að draga mál á langinn og koma sér hjá því að taka afstöðu, hefja aðgerðir. Með þessu vil ég þó ekki gera lítið úr vönduðum undirbúningi og faglegum vinnubrögðum í hverju máli. Þau atriði eiga alltaf við. Hins vegar þurfa orðum og yfirlýsingum, jafnvel kosningaloforðum, að fylgja raunverulegar aðgerðir, að verkin tali. Nú er hrópað á efndir. Tækifærin ekki notuð Á undanförnum misserum höfum við Íslendingar búið við einstaka efnahagslega velsæld. Við jafnaðarmenn höfum leitast við að standa vaktina, skynjum nefnilega betur en margur að velferðin nær ekki til allra. Við höfum rætt um fátækt og misskiptingu í samfélaginu og raunhæfar leiðir til úrbóta. Stórir hópar barna, öryrkja og aldraðra búa við ósæmandi kjör sem er hneyksli fyrir velferðarsamfélag. Félagsmálaráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum telur að ríkur skilningur sé innan ríkisstjórnarinnar á aðstæðum þeirra hópa sem höllum fæti standa. Þetta er hrein skrumskæling. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki alvöru áhuga á að koma til móts við þá efnaminnstu, þá sem búa við fátækt á Íslandi. Þetta á jafnt við um ungar barnafjölskyldur, fólk með skerta starfsorku og þá hina eldri. Þetta sýna áherslur ríkisstjórnarinnar í verki, hún hefur fengið tækifærin og það þarf ekki vitnanna við. Fátækastir aldraðra Ég nefni hér bara eitt dæmi sem ég hef áður fjallað um. Það er sú hneisa sem snýr að 3.000 öldruðum einstaklingum á Íslandi árið 2019. Þeim er gert að draga fram lífið á tryggingabótum sem eru undir skilgreindum fátæktarmörkum. Ráðherra kvaðst vilja gera betur og skipaði starfshóp um málið í fyrra þótt býsna skýrt lægi fyrir hvert umfang vandans væri. Átta mánuðir eru liðnir frá því að skýrsla var lögð fram, ekkert bólar á viðbrögðum. Þessi skýrt afmarkaði og fátækasti hópur aldraðra lifir enn við niðurlægjandi kjör. Engu svarað Á vordögum lagði ég fram skriflega fyrirspurn til ráðherra á Alþingi í fjórum liðum um þetta mál og átti raunar von á skjótum svörum eða a.m.k. í samræmi við vinnureglur þingsins. Svör hafa enn ekki borist né skýringar á þeim drætti sem orðið hefur. Það er kannski ekki að undra að á hugann leiti yfirlýsingar stjórnarflokkanna fyrir kosningar um áherslur í velferðar- og heilbrigðismálum. Þar stendur nú ekki steinn yfir steini. Nú á miðju kjörtímabili má þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu vera ljóst hvert stefnir. Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna mun ekki beita sér fyrir breytingum á þeirra kjörum. Enn og aftur ganga þessir flokkar á bak orða sinna og svíkja þá sem síst skyldi.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun