Tæpu tonni af bjór stolið úr húsnæði stofnunar fyrir ungmenni á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Í byrjun júlí var rétt tæpu tonni af bjór stolið úr húsnæði Fjölsmiðjunnar á Akureyri. Ekkert eftirlitskerfi var í húsinu sem hýsir félagslegt úrræði fyrir börn og ungt fólk. Forstöðumaður Fjölsmiðjunnar segir stofnunina hafa unnið að pökkun fyrir Coca Cola European Partners síðan síðasta vetur. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum sextán til 24 ára sem, samkvæmt stofnuninni, stendur á krossgötum í lífinu. Hjá Fjölsmiðjunni gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám. Þar er vinnutími til þrjú á daginn og greiddur það sem kallað er verkþjálfunar- og námsstyrkur. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri var rúmlega 1.900 hálfs lítra bjórdósum stolið úr húsnæðinu. Var um að ræða fimm bjórtegundir frá Víking brugghúsi. Var því heildarmagnið rétt tæpt tonn af bjór. Þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt 2. júlí. Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, segir stofnunina hafa unnið að pökkun á svokölluðum gjafaöskjum fyrir bjórframleiðandann. Þar greiðir framleiðandinn, sem er til húsa hinum megin götunnar, fyrir hvert bretti sem klárað er. Þrátt fyrir þjófnaðinn hefur samstarfinu verið haldið áfram. „Við höfum verið að sinna þessu síðan síðasta vetur og gengið með ágætum. Hins vegar höfum við ákveðið að setja upp eftirlitsmyndavélar hjá okkur,“ segir Erlingur. „Ljóst er að þeir sem stálu þessu vissu vel af þessum bjór.“ Fjölsmiðjan hefur það að markmiði að bjóða skjólstæðingum sínum starfsþjálfun svo þau geti tekið ákvörðun um framtíð sína. Þessi ungmenni séu á krossgötum í lífi sínu og finni sig ekki. Stofnunin er í tengslum við vinnumarkað og atvinnulíf sem og félagsleg úrræði á Akureyri og sýnilegur valkostur þegar velja þarf leiðir í lífinu fyrir ungt fólk á Akureyri og í nágrenni. Megnið af þýfinu fannst um kvöldið og var einn yfirheyrður vegna málsins þá. Enn er unnið að rannsókn málsins hjá lögreglunni á Akureyri. Akureyri Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í byrjun júlí var rétt tæpu tonni af bjór stolið úr húsnæði Fjölsmiðjunnar á Akureyri. Ekkert eftirlitskerfi var í húsinu sem hýsir félagslegt úrræði fyrir börn og ungt fólk. Forstöðumaður Fjölsmiðjunnar segir stofnunina hafa unnið að pökkun fyrir Coca Cola European Partners síðan síðasta vetur. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum sextán til 24 ára sem, samkvæmt stofnuninni, stendur á krossgötum í lífinu. Hjá Fjölsmiðjunni gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám. Þar er vinnutími til þrjú á daginn og greiddur það sem kallað er verkþjálfunar- og námsstyrkur. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri var rúmlega 1.900 hálfs lítra bjórdósum stolið úr húsnæðinu. Var um að ræða fimm bjórtegundir frá Víking brugghúsi. Var því heildarmagnið rétt tæpt tonn af bjór. Þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt 2. júlí. Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, segir stofnunina hafa unnið að pökkun á svokölluðum gjafaöskjum fyrir bjórframleiðandann. Þar greiðir framleiðandinn, sem er til húsa hinum megin götunnar, fyrir hvert bretti sem klárað er. Þrátt fyrir þjófnaðinn hefur samstarfinu verið haldið áfram. „Við höfum verið að sinna þessu síðan síðasta vetur og gengið með ágætum. Hins vegar höfum við ákveðið að setja upp eftirlitsmyndavélar hjá okkur,“ segir Erlingur. „Ljóst er að þeir sem stálu þessu vissu vel af þessum bjór.“ Fjölsmiðjan hefur það að markmiði að bjóða skjólstæðingum sínum starfsþjálfun svo þau geti tekið ákvörðun um framtíð sína. Þessi ungmenni séu á krossgötum í lífi sínu og finni sig ekki. Stofnunin er í tengslum við vinnumarkað og atvinnulíf sem og félagsleg úrræði á Akureyri og sýnilegur valkostur þegar velja þarf leiðir í lífinu fyrir ungt fólk á Akureyri og í nágrenni. Megnið af þýfinu fannst um kvöldið og var einn yfirheyrður vegna málsins þá. Enn er unnið að rannsókn málsins hjá lögreglunni á Akureyri.
Akureyri Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira