Listunnandi í hjólastól afar ósáttur með listaverk Ólafs Elíassonar og lét hann heyra það Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2019 22:00 Ciara O'Connor var ósátt við að komast ekki inn í listaverk Ólafs og sagði það lýsandi fyrir lífið í hjólastól. Mynd/Getty/Ciara O'Connor Ciara O'Connor, írskur pistlahöfundur sem nota þarf hjólastól, var vægast sagt ósátt með Ólaf Elíasson og listaverk hans sem nú er til sýnis í Tate Modern safninu í London eftir heimsókn þangað á föstudaginn. Gagnrýnir hún Ólaf og forsvarsmenn safnsins fyrir að hafa ekki hugsað út í þarfir þeirra sem eru í hjólastól við uppsetningu á listaverkinu Your Spiral View, auk þess sem að hún er ósátt við texta sem fylgir innsetningu Ólafs.Fjallað er um málið á vef The Art Newspaper og vitnað í röð tísta sem O'Connor birti eftir heimsóknina. Af lestri þeirra má sjá að hún var afar ósátt við Ólaf og forsvarsmenn safnsins. Beinist reiðin einkum að listaverkinu Your Spiral View, átta metra löngum göngum úr stáli. Hugmyndin er að gestir safnsins gangi í gegnum göngin og spegli sig í stálplötunum. Stíga þarf upp tvær tröppur til að komast að göngunum.Lýsir O'Connor því hvernig vinkona hennar hafi spurt safnvörð hvort hægt væri að útvega ramp, svo O'Connor gæti fengið að fara í gegnum göngin. Það var hins vegar ekki mögulegt og sagði safnvörðurinn að hún gæti rúllað sér við hliðina á göngunum.Tíst O'Connor um málið hafa vakið talsverða athygli og meðal annars svaraði Ólafur henni á Twitter vegna málsins.Dear Ciara. Thanks for shouting out loud. I really appreciate that. I did Your spiral view in 2002 so it's an old sculpture. To acknowledge its original shape while offering full access, I am exploring solutions with Tate. Will definitely let you know when we have news. Olafur https://t.co/rGenOAiNsC— StudioOlafurEliasson (@olafureliasson) August 11, 2019 Í frétt The Art Newspaper segir hins vegar að eftir ítarlega skoðun hafi það verið niðurstaðan að ekki væri hægt að gera listaverkið sem um ræðir aðgengilegt fyrir hjólastóla á öruggan hátt. Jafn vel þótt rampi væri bætt við væri gangurinn of þröngur fyrir hjólastóla. Þetta var þó ekki það eina sem O'Connor gerði athugasemd við í tengslum við sýningu Ólafs en í texta sem fylgir innsetningunni má lesa orð hans um að í listasöfnum færist fólk um líkt og það sé án líkama. Við þetta var O'Connor allt annað en sátt. „Veistu hvað? Til fjandans með það, til fjandans með þig fyrir gáfumannatal og stór orð sem fela þá staðreynd að þú býrð aðeins til, framleiðir og sýnir listaverk fyrir ákveðna líkama. Til fjandans með þig fyrir að gera ráð fyrir því að allir sem kunni að meta list og listasöfn geti „hreyft sig líkt og þeir hafi ekki líkama.“,“ skrifar O'Connor á Twitter.And you know what? Fuck that. Fuck your over-intellectualising and big talk that obscures the fact that you only produce, curate, exhibit art for certain bodies. Fuck you for assuming that everyone who likes art and museums gets to ‘move as if they don’t have a body’. — Ciara (@Cioconnor) August 9, 2019 Þessi orð svíði vegna þessa hún sjálf fái aldrei að vera ómeðvituð um líkama sinn, hvernig hann, í hjólastólnum, sé fyrir fólki, taki mikið pláss og sé fyrirferðarmikill. Þegar hún heimsæki listasöfn fari mestur tími í að afsaka sig fyrir að vera á staðnum. Þá beinir hún orðum sínum að safnverðinum sem sagði henni að fara í kringum listaverkið. „Farðu til fjandans vinur. Það er saga lífs míns og allra þeirra sem eru í hjólastól. Fara í kringum hluti, horfa á fyrir utan. Horfa á annað fólk njóta lífsins, listaverka, samgangna og hver sem er á þann hátt sem á að njóta þess.“Tíst O'Connor má lesa hér og myndband sem sýnir listaverkið sem um ræðir má sjá hér að neðan. Bretland England Menning Tengdar fréttir Sjáðu Ólaf Elíasson breika Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. 12. apríl 2019 16:00 Ólafur lýsir upp Sigurbogann Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020. 23. júní 2019 13:01 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Ciara O'Connor, írskur pistlahöfundur sem nota þarf hjólastól, var vægast sagt ósátt með Ólaf Elíasson og listaverk hans sem nú er til sýnis í Tate Modern safninu í London eftir heimsókn þangað á föstudaginn. Gagnrýnir hún Ólaf og forsvarsmenn safnsins fyrir að hafa ekki hugsað út í þarfir þeirra sem eru í hjólastól við uppsetningu á listaverkinu Your Spiral View, auk þess sem að hún er ósátt við texta sem fylgir innsetningu Ólafs.Fjallað er um málið á vef The Art Newspaper og vitnað í röð tísta sem O'Connor birti eftir heimsóknina. Af lestri þeirra má sjá að hún var afar ósátt við Ólaf og forsvarsmenn safnsins. Beinist reiðin einkum að listaverkinu Your Spiral View, átta metra löngum göngum úr stáli. Hugmyndin er að gestir safnsins gangi í gegnum göngin og spegli sig í stálplötunum. Stíga þarf upp tvær tröppur til að komast að göngunum.Lýsir O'Connor því hvernig vinkona hennar hafi spurt safnvörð hvort hægt væri að útvega ramp, svo O'Connor gæti fengið að fara í gegnum göngin. Það var hins vegar ekki mögulegt og sagði safnvörðurinn að hún gæti rúllað sér við hliðina á göngunum.Tíst O'Connor um málið hafa vakið talsverða athygli og meðal annars svaraði Ólafur henni á Twitter vegna málsins.Dear Ciara. Thanks for shouting out loud. I really appreciate that. I did Your spiral view in 2002 so it's an old sculpture. To acknowledge its original shape while offering full access, I am exploring solutions with Tate. Will definitely let you know when we have news. Olafur https://t.co/rGenOAiNsC— StudioOlafurEliasson (@olafureliasson) August 11, 2019 Í frétt The Art Newspaper segir hins vegar að eftir ítarlega skoðun hafi það verið niðurstaðan að ekki væri hægt að gera listaverkið sem um ræðir aðgengilegt fyrir hjólastóla á öruggan hátt. Jafn vel þótt rampi væri bætt við væri gangurinn of þröngur fyrir hjólastóla. Þetta var þó ekki það eina sem O'Connor gerði athugasemd við í tengslum við sýningu Ólafs en í texta sem fylgir innsetningunni má lesa orð hans um að í listasöfnum færist fólk um líkt og það sé án líkama. Við þetta var O'Connor allt annað en sátt. „Veistu hvað? Til fjandans með það, til fjandans með þig fyrir gáfumannatal og stór orð sem fela þá staðreynd að þú býrð aðeins til, framleiðir og sýnir listaverk fyrir ákveðna líkama. Til fjandans með þig fyrir að gera ráð fyrir því að allir sem kunni að meta list og listasöfn geti „hreyft sig líkt og þeir hafi ekki líkama.“,“ skrifar O'Connor á Twitter.And you know what? Fuck that. Fuck your over-intellectualising and big talk that obscures the fact that you only produce, curate, exhibit art for certain bodies. Fuck you for assuming that everyone who likes art and museums gets to ‘move as if they don’t have a body’. — Ciara (@Cioconnor) August 9, 2019 Þessi orð svíði vegna þessa hún sjálf fái aldrei að vera ómeðvituð um líkama sinn, hvernig hann, í hjólastólnum, sé fyrir fólki, taki mikið pláss og sé fyrirferðarmikill. Þegar hún heimsæki listasöfn fari mestur tími í að afsaka sig fyrir að vera á staðnum. Þá beinir hún orðum sínum að safnverðinum sem sagði henni að fara í kringum listaverkið. „Farðu til fjandans vinur. Það er saga lífs míns og allra þeirra sem eru í hjólastól. Fara í kringum hluti, horfa á fyrir utan. Horfa á annað fólk njóta lífsins, listaverka, samgangna og hver sem er á þann hátt sem á að njóta þess.“Tíst O'Connor má lesa hér og myndband sem sýnir listaverkið sem um ræðir má sjá hér að neðan.
Bretland England Menning Tengdar fréttir Sjáðu Ólaf Elíasson breika Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. 12. apríl 2019 16:00 Ólafur lýsir upp Sigurbogann Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020. 23. júní 2019 13:01 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Sjáðu Ólaf Elíasson breika Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. 12. apríl 2019 16:00
Ólafur lýsir upp Sigurbogann Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020. 23. júní 2019 13:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent