Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 13:34 Árásarmaðurinn var yfirbugaður af þremur meðlimum moskunnar áður en lögregla kom á vettvang. skjáskot Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu. Ungur maður, vopnaður haglabyssum og skammbyssum gekk inn í moskuna, sem er í úthverfi Óslóar í gær. Almennur borgari sem var þegar í moskunni náði að yfirbuga árásarmanninn og varð fyrir lítilsháttar meiðslum við það. Rune Skjold, aðalrannsóknarlögreglumaður í málinu, sagði að grunaði væri norskur að uppruna og hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Skjold bætti því við að maðurinn virtist aðhyllast „öfga-hægri“ skoðanir og væri andvígur innflytjendum. Hann hafi þá lýst yfir vorkunn sinni á Vidkun Quisling, sem var forsætisráðherra Noregs á meðan á hernámi nasista stóð í seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að grunaði hafi staðið einn að verki en þegar lögregla leitaði á heimili hans eftir árásina í gær fannst þar lík konu. Lögregla hefur staðfest að hún hafi haft tengsl við grunaða. Irfan Mushtaq, forstöðumaður moskunnar, sagði að aðeins þrír einstaklingar hafi verið inni í moskunni þegar árásin var framin. Þá sagði hann að einstaklingurinn sem slasaðist hafi verið 75 ára safnaðarmeðlimur moskunnar. Hann greindi frá því að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og skaut af byssunum,“ bætti hann við. Moskan hafði aukið öryggisgæsluna eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch í Nýja-Sjálandi fyrr á árinu, þar sem 51 einstaklingar létu lífið. Noregur Tengdar fréttir Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu. Ungur maður, vopnaður haglabyssum og skammbyssum gekk inn í moskuna, sem er í úthverfi Óslóar í gær. Almennur borgari sem var þegar í moskunni náði að yfirbuga árásarmanninn og varð fyrir lítilsháttar meiðslum við það. Rune Skjold, aðalrannsóknarlögreglumaður í málinu, sagði að grunaði væri norskur að uppruna og hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Skjold bætti því við að maðurinn virtist aðhyllast „öfga-hægri“ skoðanir og væri andvígur innflytjendum. Hann hafi þá lýst yfir vorkunn sinni á Vidkun Quisling, sem var forsætisráðherra Noregs á meðan á hernámi nasista stóð í seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að grunaði hafi staðið einn að verki en þegar lögregla leitaði á heimili hans eftir árásina í gær fannst þar lík konu. Lögregla hefur staðfest að hún hafi haft tengsl við grunaða. Irfan Mushtaq, forstöðumaður moskunnar, sagði að aðeins þrír einstaklingar hafi verið inni í moskunni þegar árásin var framin. Þá sagði hann að einstaklingurinn sem slasaðist hafi verið 75 ára safnaðarmeðlimur moskunnar. Hann greindi frá því að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og skaut af byssunum,“ bætti hann við. Moskan hafði aukið öryggisgæsluna eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch í Nýja-Sjálandi fyrr á árinu, þar sem 51 einstaklingar létu lífið.
Noregur Tengdar fréttir Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27
Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06