Handbolti

Þriðji sigurinn í fjórum leikjum kom gegn Serbíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik strákanna á mótinu.
Úr leik strákanna á mótinu. mynd/hsí
Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum nítján ára og yngri, vann 26-22 sigur á Serbíu í fjórða leik liðsins á HM í Makedóníu.

Strákarnir tóku nánast völdin frá fyrstu mínútu og voru 7-5 yfir eftir stundarfjórðung og svo 13-9 yfir er liðin gengu til búningsherbergja.

Ísland byrjaði síðari hálfleikinn frábærlega og komst mest níu mörkum yfir áður en þeir slökuðu aðeins á klónni. Lokatölur 26-22 sigur Íslands.

Stíven Tobar Valencia var markahæstur íslenska liðsins með sex mörk en Dagur Gautason var næstur með fimm. Hornamennirnir knáu að skila mörkum.

Ísland er því komið með sex stig í riðlinum en liðið hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum. Liðið er með því með sex stig og er komið áfram í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×