Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 12:45 Flugfreyjur Icelandair hafa kvartað undan hausverk og öðrum óþægindum í háloftunum, eins og þessi flugfreyja úr erlendum myndabanka virðist gera hér. Getty/izusek Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum, en fimm flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn flugfélaginu vegna veikinda. Ekki hafi þó tekist að sanna orsakatengsl milli loftgæða og heilsufarsvandamála í flugvélum að sögn upplýsingafulltrúans, sem Icelandair tekur þátt í að rannsaka frekar. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Þá þurftu fjórir flugliðar Icelandair sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada í fyrra að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna, auk þess sem vél flugfélagsins á leið til Kaupmannahafnar í janúar þurfti að snúa við vegna veikinda flugfreyju um borð, sem aðrir flugleiðar eiga einnig að hafa fundið fyrir.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Nú leggja fimm flugliðar Icelandair grunninn að hópmálsókn á hendur flugfélaginu, en flugliðarnir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda sem þeir rekja til starfs síns í háloftunum. „Þetta mál einskorðast ekki við Icelandair, þetta er mál sem flugiðnaðurinn í heild sinni er að fást við og rannsaka. Þetta hefur meðal annars verið rannsóknarefni til margra ára hjá Flugöryggisstofnun Evrópu,“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Flugfélagið hafi tekið fyrrnefndum tilfellum alvarlega og gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lofgæði í vélum Icelandair. „Til dæmis með viðhaldi á loftræstikerfi, sýnatökum, ítarlegum rannsóknum, bættum verkferlum og ekki síst forvörnum og þjálfun. Í raun og veru höfum við gengið lengra en mörg önnur flugfélög.“ Ásdís segir þó að orsakatengslin liggi ekki fyrir. „Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir á þessum málum þá hefur ekki tekist að sýna fram á þessi orsakatengsl, á milli loftgæða í flugvélum og heilsufarsvandamála.“ Málið sé þó til frekari rannsóknar. „Núna erum við þátttakendur í mjög yfirgripsmikill rannsókn um loftgæðamál á vegum Flugöryggistofnunar Evrópu. Þannig að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skoða þessi mál og tryggja heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkar starfsfólk,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Dómsmál Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum, en fimm flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn flugfélaginu vegna veikinda. Ekki hafi þó tekist að sanna orsakatengsl milli loftgæða og heilsufarsvandamála í flugvélum að sögn upplýsingafulltrúans, sem Icelandair tekur þátt í að rannsaka frekar. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Þá þurftu fjórir flugliðar Icelandair sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada í fyrra að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna, auk þess sem vél flugfélagsins á leið til Kaupmannahafnar í janúar þurfti að snúa við vegna veikinda flugfreyju um borð, sem aðrir flugleiðar eiga einnig að hafa fundið fyrir.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Nú leggja fimm flugliðar Icelandair grunninn að hópmálsókn á hendur flugfélaginu, en flugliðarnir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda sem þeir rekja til starfs síns í háloftunum. „Þetta mál einskorðast ekki við Icelandair, þetta er mál sem flugiðnaðurinn í heild sinni er að fást við og rannsaka. Þetta hefur meðal annars verið rannsóknarefni til margra ára hjá Flugöryggisstofnun Evrópu,“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Flugfélagið hafi tekið fyrrnefndum tilfellum alvarlega og gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lofgæði í vélum Icelandair. „Til dæmis með viðhaldi á loftræstikerfi, sýnatökum, ítarlegum rannsóknum, bættum verkferlum og ekki síst forvörnum og þjálfun. Í raun og veru höfum við gengið lengra en mörg önnur flugfélög.“ Ásdís segir þó að orsakatengslin liggi ekki fyrir. „Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir á þessum málum þá hefur ekki tekist að sýna fram á þessi orsakatengsl, á milli loftgæða í flugvélum og heilsufarsvandamála.“ Málið sé þó til frekari rannsóknar. „Núna erum við þátttakendur í mjög yfirgripsmikill rannsókn um loftgæðamál á vegum Flugöryggistofnunar Evrópu. Þannig að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skoða þessi mál og tryggja heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkar starfsfólk,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Dómsmál Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira