Gillibrand dregur framboð sitt til baka Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2019 08:27 Gillibrand segir krafta sína betur nýtta í að sigra Trump árið 2020. Vísir/Getty Enn fækkar í hópi frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020 en öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá New York hefur dregið framboð sitt til baka. Þingkonan hefur átt erfitt með að skera sig úr breiðum hópi frambjóðenda. Þetta tilkynnti Gillibrand í myndbandi á Twitter-síðu sinni eftir að ljóst varð að hún næði ekki að uppfylla þær kröfur sem settar eru fyrir þriðju umferð kappræðna Demókrataflokksins. Í grófum dráttum er kveðið á um að frambjóðendur nái að minnsta kosti tveggja prósenta fylgi í fjórum skoðanakönnunum yfir sumarið og séu með í það minnsta 130 þúsund einstaka styrktaraðila. „Ég er svo stolt af þessu teymi og öllu því sem við höfum áorkað. En ég held að það sé mikilvægt að vita hvernig þú getur þjónað best,“ skrifar Gillibrand við færsluna þar sem hún þakkar stuðningsmönnum sínum. „Nú skulum við fara að sigra Trump og vinna aftur þingið.“Today, I am ending my campaign for president. I am so proud of this team and all we've accomplished. But I think it’s important to know how you can best serve. To our supporters: Thank you, from the bottom of my heart. Now, let's go beat Donald Trump and win back the Senate. pic.twitter.com/xM5NGfgFGT — Kirsten Gillibrand (@SenGillibrand) August 28, 2019 Gillibrand er 52 ára gömul og hefur verið ötull talsmaður kvenréttinda allan sinn feril. Hún hefur notið mikilla vinsælda í kjördæmi sínu sem og fylki og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hennar í forvalinu, hana vera hugrakka og gagnrýna á ein stærstu vandamál nútímasamfélags. Hún væri hvergi nærri hætt að berjast fyrir konur og fjölskyldur í landinu.My friend @SenGillibrand is a brave voice on some of the most critical issues facing our country today — from childcare to sexual assault. She is a champion and I know she’s not done fighting for women and families everywhere. — Kamala Harris (@KamalaHarris) August 28, 2019 Þá tjáði Donald Trump Bandaríkjaforseti sig um tíðindin og sagði þetta vera dapran dag fyrir Demókrataflokkinn. „Ég er glaður að þau komust aldrei að því að hún var sú sem ég var raunverulega hræddur við,“ skrifaði forsetinn, líklega í hæðnistón þar sem Gillibrand hefur gagnrýnt forsetann harðlega í gegnum tíðina.A sad day for the Democrats, Kirsten Gillibrand has dropped out of the Presidential Primary. I’m glad they never found out that she was the one I was really afraid of! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 28, 2019 Nýlega var Gillibrand gagnrýnd af fyrrum starfsmönnum sínum sem þóttu kraftar hennar vera betur nýttir á þingi og sögðu framboð hennar vera of æft og hrokafullt. Eftir átta mánaða baráttu hefur Gillibrand því sagt skilið við forvalið og hyggst einbeita sér að þingstörfum í öldungadeild Bandaríkjaþings. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. 17. mars 2019 15:36 Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Enn fækkar í hópi frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020 en öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá New York hefur dregið framboð sitt til baka. Þingkonan hefur átt erfitt með að skera sig úr breiðum hópi frambjóðenda. Þetta tilkynnti Gillibrand í myndbandi á Twitter-síðu sinni eftir að ljóst varð að hún næði ekki að uppfylla þær kröfur sem settar eru fyrir þriðju umferð kappræðna Demókrataflokksins. Í grófum dráttum er kveðið á um að frambjóðendur nái að minnsta kosti tveggja prósenta fylgi í fjórum skoðanakönnunum yfir sumarið og séu með í það minnsta 130 þúsund einstaka styrktaraðila. „Ég er svo stolt af þessu teymi og öllu því sem við höfum áorkað. En ég held að það sé mikilvægt að vita hvernig þú getur þjónað best,“ skrifar Gillibrand við færsluna þar sem hún þakkar stuðningsmönnum sínum. „Nú skulum við fara að sigra Trump og vinna aftur þingið.“Today, I am ending my campaign for president. I am so proud of this team and all we've accomplished. But I think it’s important to know how you can best serve. To our supporters: Thank you, from the bottom of my heart. Now, let's go beat Donald Trump and win back the Senate. pic.twitter.com/xM5NGfgFGT — Kirsten Gillibrand (@SenGillibrand) August 28, 2019 Gillibrand er 52 ára gömul og hefur verið ötull talsmaður kvenréttinda allan sinn feril. Hún hefur notið mikilla vinsælda í kjördæmi sínu sem og fylki og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hennar í forvalinu, hana vera hugrakka og gagnrýna á ein stærstu vandamál nútímasamfélags. Hún væri hvergi nærri hætt að berjast fyrir konur og fjölskyldur í landinu.My friend @SenGillibrand is a brave voice on some of the most critical issues facing our country today — from childcare to sexual assault. She is a champion and I know she’s not done fighting for women and families everywhere. — Kamala Harris (@KamalaHarris) August 28, 2019 Þá tjáði Donald Trump Bandaríkjaforseti sig um tíðindin og sagði þetta vera dapran dag fyrir Demókrataflokkinn. „Ég er glaður að þau komust aldrei að því að hún var sú sem ég var raunverulega hræddur við,“ skrifaði forsetinn, líklega í hæðnistón þar sem Gillibrand hefur gagnrýnt forsetann harðlega í gegnum tíðina.A sad day for the Democrats, Kirsten Gillibrand has dropped out of the Presidential Primary. I’m glad they never found out that she was the one I was really afraid of! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 28, 2019 Nýlega var Gillibrand gagnrýnd af fyrrum starfsmönnum sínum sem þóttu kraftar hennar vera betur nýttir á þingi og sögðu framboð hennar vera of æft og hrokafullt. Eftir átta mánaða baráttu hefur Gillibrand því sagt skilið við forvalið og hyggst einbeita sér að þingstörfum í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. 17. mars 2019 15:36 Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. 17. mars 2019 15:36
Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00
Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. 3. apríl 2019 12:00