Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2019 11:08 Þau voru ekki beinlínis vinsamleg orðaskiptin sem fóru á milli þeirra Ólafs og Áslaugar Örnu í þingsal nú rétt í þessu. Þar er að myndast mikill hiti í umræðu um orkupakkann. Mikill hiti er að myndast í umræðum á hinu háa Alþingi en í morgun var tekinn var upp þráðurinn þar sem frá var horfið í vor í umræðu um hinn svonefnda Orkupakka 3. Eða eins og þetta heitir með formlegum hætti: Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka [Orka] við EES-samninginn. Ballið byrjaði á því að Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins fann orkupakkanum allt til foráttu, sagði þetta eitt stærsta mál sem íslenska lýðveldið stæði frammi fyrir, framsal á valdi og yfirráðum á orku Íslands. Þarna væru ýmis vafaatriði sem stönguðust á við stjórnarskrá. Ólafur fullyrti að meirihluti þjóðarinnar væri málinu andsnúinn en sagði enga kynningu af hálfu ríkisstjórnarinnar á málinu hafa farið fram. Hann sagði sæmst að ef ekki væri hægt að fella málið á þingi, sem í stefndi, þá væri lágmark að því yrði slegið á frest. Þessi tillaga væri ótæk.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, mætti til andsvara og henni var heitt í hamsi. Hún sakaði Ólaf og þingmenn Miðflokksins um ósæmilega útúrsnúninga. Það væri ekki boðlegt, eins og þeir gerðu, að taka úr samhengi orð helstu sérfræðinga sem um málið hafa fjallað í álitsgerð og komast þá að annarri niðurstöðu en þeir. Þetta væru ósvífnir útúrsnúingar. Að velja setningar úr en komast svo að allt annarri niðurstöðu en þeir sem ættu setningarnar. Ólafur var þungorður þegar hann mætti aftur í ræðupúltið til andsvara, hafnaði því að hann væri með útúrsnúninga. Hvatti Áslaugu Örnu til að finna þeim orðum sínum stað en að öðrum kosti yrði að líta á orð Áslaugar Örnu sem hvert annað fleipur. Umræðan um þetta mál stendur yfir á þingi og er Vísir með hana í beinni útsendingu, líkt og sjá má hér ofar. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Mikill hiti er að myndast í umræðum á hinu háa Alþingi en í morgun var tekinn var upp þráðurinn þar sem frá var horfið í vor í umræðu um hinn svonefnda Orkupakka 3. Eða eins og þetta heitir með formlegum hætti: Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka [Orka] við EES-samninginn. Ballið byrjaði á því að Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins fann orkupakkanum allt til foráttu, sagði þetta eitt stærsta mál sem íslenska lýðveldið stæði frammi fyrir, framsal á valdi og yfirráðum á orku Íslands. Þarna væru ýmis vafaatriði sem stönguðust á við stjórnarskrá. Ólafur fullyrti að meirihluti þjóðarinnar væri málinu andsnúinn en sagði enga kynningu af hálfu ríkisstjórnarinnar á málinu hafa farið fram. Hann sagði sæmst að ef ekki væri hægt að fella málið á þingi, sem í stefndi, þá væri lágmark að því yrði slegið á frest. Þessi tillaga væri ótæk.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, mætti til andsvara og henni var heitt í hamsi. Hún sakaði Ólaf og þingmenn Miðflokksins um ósæmilega útúrsnúninga. Það væri ekki boðlegt, eins og þeir gerðu, að taka úr samhengi orð helstu sérfræðinga sem um málið hafa fjallað í álitsgerð og komast þá að annarri niðurstöðu en þeir. Þetta væru ósvífnir útúrsnúingar. Að velja setningar úr en komast svo að allt annarri niðurstöðu en þeir sem ættu setningarnar. Ólafur var þungorður þegar hann mætti aftur í ræðupúltið til andsvara, hafnaði því að hann væri með útúrsnúninga. Hvatti Áslaugu Örnu til að finna þeim orðum sínum stað en að öðrum kosti yrði að líta á orð Áslaugar Örnu sem hvert annað fleipur. Umræðan um þetta mál stendur yfir á þingi og er Vísir með hana í beinni útsendingu, líkt og sjá má hér ofar.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent