Heimsmeistari féll á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 10:30 Maryna Arzamasava eftir úrslitahlaupið á ÓL í Ríó 2016. Getty/ Ian Walton Maryna Arzamasava, fyrrum heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna, féll á lyfjaprófi og er komin í bann frá keppni. Maryna Arzamasava er 31 árs gömul og kemur frá Hvíta-Rússlandi. Efnið LGD-4033 fannst í sýni hennar en það þekkist líka undir nafninu Ligandrol. Þetta kemur fram á twitter síðu Athletics Integrity Unit eins og sjá má hér fyrir neðan.The AIU confirms a Provisional Suspension against Belarusian middle-distance runner Marina Arzamasova for a violation of the @iaaforg Anti-Doping Rules. Find out more ➡ https://t.co/opInfkVlnV#CleanSport#AIUNewspic.twitter.com/rAa56D1tDX — Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 27, 2019 Ligandrol hefur sömu áhrif og anabólískir sterar. Það hefur verið þróað til að hjálpa til við að auka vöðvaaukningu og þyngdartap. LGD-4033 er tekið til inntöku í duftformi en það er ekki steralyf. Efnið skilar samt svipuðum árangri og sterar en aukaverkanirnar eru allt aðrar og minni. Það þýðir að Ligandrol er vinsælt hjá vaxtarræktarfólki. Arzamasava vann heimsmeistaratitil sinn á HM í Beijing árið 2015 þegar hún kom í mark á 1:58.03 mín. Besti tími hennar er einnig frá sama ári eða 1:57.54 mín. Arzamasava varð einnig Evrópumeistari í 800 metra hlaupi í Zürich árið 2014. Árið eftir heimsmeistaratitilinn í Beijing varð Maryna Arzamasava að sætta sig við sjöunda sætið á Ólympíuleikunum í Ríó. Maryna Arzamasava hefur ekki fengið dóm þrátt fyrir að hún sé komin bann. Hún má engu að síður ekki keppa á HM í frjálsum í Doha í Katar sem verður 27. september til 6. október næstkomandi.Hér má sjá Anítu Hinriksdóttur elta Maryna Arzamasava í hlaupi á ÓL 2016.Getty/Ian Walton Frjálsar íþróttir Hvíta-Rússland Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Fleiri fréttir Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjá meira
Maryna Arzamasava, fyrrum heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna, féll á lyfjaprófi og er komin í bann frá keppni. Maryna Arzamasava er 31 árs gömul og kemur frá Hvíta-Rússlandi. Efnið LGD-4033 fannst í sýni hennar en það þekkist líka undir nafninu Ligandrol. Þetta kemur fram á twitter síðu Athletics Integrity Unit eins og sjá má hér fyrir neðan.The AIU confirms a Provisional Suspension against Belarusian middle-distance runner Marina Arzamasova for a violation of the @iaaforg Anti-Doping Rules. Find out more ➡ https://t.co/opInfkVlnV#CleanSport#AIUNewspic.twitter.com/rAa56D1tDX — Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 27, 2019 Ligandrol hefur sömu áhrif og anabólískir sterar. Það hefur verið þróað til að hjálpa til við að auka vöðvaaukningu og þyngdartap. LGD-4033 er tekið til inntöku í duftformi en það er ekki steralyf. Efnið skilar samt svipuðum árangri og sterar en aukaverkanirnar eru allt aðrar og minni. Það þýðir að Ligandrol er vinsælt hjá vaxtarræktarfólki. Arzamasava vann heimsmeistaratitil sinn á HM í Beijing árið 2015 þegar hún kom í mark á 1:58.03 mín. Besti tími hennar er einnig frá sama ári eða 1:57.54 mín. Arzamasava varð einnig Evrópumeistari í 800 metra hlaupi í Zürich árið 2014. Árið eftir heimsmeistaratitilinn í Beijing varð Maryna Arzamasava að sætta sig við sjöunda sætið á Ólympíuleikunum í Ríó. Maryna Arzamasava hefur ekki fengið dóm þrátt fyrir að hún sé komin bann. Hún má engu að síður ekki keppa á HM í frjálsum í Doha í Katar sem verður 27. september til 6. október næstkomandi.Hér má sjá Anítu Hinriksdóttur elta Maryna Arzamasava í hlaupi á ÓL 2016.Getty/Ian Walton
Frjálsar íþróttir Hvíta-Rússland Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Fleiri fréttir Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjá meira