Njarðvíkingar segja framkomu Magnamanna óásættanlega og kvarta til KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2019 11:01 Sveinn Þór (fyrir miðju) tók við Magna í byrjun þessa mánaðar. Hann var áður aðstoðarþjálfari KA. mynd/Magni Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur hefur sent KSÍ kvörtun vegna ummæla Sveins Þórs Steingrímssonar, þjálfara Magna, eftir leik liðanna í Inkasso-deild karla á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu leikinn, 2-1. Sveinn var afar ósáttur við rauða spjaldið sem nafni hans og fyrirliði Magna, Sveinn Óli Birgisson, fékk á 50. mínútu í leiknum. Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik lét hann Ivan Prskalo, leikmann Njarðvíkur, heyra það en Sveinn Óli var rekinn út af fyrir brot á honum. „Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu,“ segir í yfirlýsingu Njarðvíkur í dag. Njarðvíkingar eru einnig ósáttir við Gauta Gautason, leikmann Magna, sem kastaði boltanum í Kenneth Hogg, leikmann Njarðvíkur, eftir leik. „Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega. Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Njarðvíkingar segjast treysta því að KSÍ taki á málinu í samræmi við alvarleika þess.Yfirlýsing vegna atvika eftir leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst sl.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur fordæmir ummæli sem Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari meistaraflokks Magna lét falla í viðtali við fjölmiðilinn fotbolti.net eftir leik og Magna í 18. Umferð Inkasso-deildinni á Rafholtsvellinum í Reykjanesbæ Njarðvíkur þann 24. ágúst sl.Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu.Á myndskeiði sem fylgir yfirlýsingu þessari má sjá að umrætt atvik réttlætir brottvikningu og á ekki að sjást á knattspyrnuvelli og gerir því umrædd ummæli því mun alvarlegri þar sem Sveinn Þór ræðst bæði á leikmann Njarðvíkur og dómara leiksins með mjög ódrengilegum hætti.Þá má einnig sjá í myndskeiði þessu hvar leikmaður nr. 77 Gauti Gautason í liði Magna hendir knettinum í andlit leikmanns Njarðvíkur nr. 8 Kenneth Hogg eftir að dómari leiksins hefur flautað leikinn af og dómari snýr baki í atvikið og sér því ekki atvikið til þess að refsa fyrir atvikið.Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega.Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild.Málið verður því sett í réttan farveg innan KSÍ.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur treystir því að tekið verði á málinu í samræmi við alvarleika málsins og þeir sem bera ábyrgð á ummælunum verði látnir sæta ábyrgð vegna þeirra.Knattspyrnudeild Njarðvíkur mun ekki tjá sig frekar um málið meðan að það er til umfjöllunar hjá KSÍ. Atvik úr leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst 2019: Inkasso-deildin Reykjanesbær Tengdar fréttir Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur Átjándu umferð Inkasso-deildar karla lauk í dag með tveimur leikjum. 24. ágúst 2019 18:01 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur hefur sent KSÍ kvörtun vegna ummæla Sveins Þórs Steingrímssonar, þjálfara Magna, eftir leik liðanna í Inkasso-deild karla á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu leikinn, 2-1. Sveinn var afar ósáttur við rauða spjaldið sem nafni hans og fyrirliði Magna, Sveinn Óli Birgisson, fékk á 50. mínútu í leiknum. Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik lét hann Ivan Prskalo, leikmann Njarðvíkur, heyra það en Sveinn Óli var rekinn út af fyrir brot á honum. „Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu,“ segir í yfirlýsingu Njarðvíkur í dag. Njarðvíkingar eru einnig ósáttir við Gauta Gautason, leikmann Magna, sem kastaði boltanum í Kenneth Hogg, leikmann Njarðvíkur, eftir leik. „Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega. Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Njarðvíkingar segjast treysta því að KSÍ taki á málinu í samræmi við alvarleika þess.Yfirlýsing vegna atvika eftir leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst sl.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur fordæmir ummæli sem Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari meistaraflokks Magna lét falla í viðtali við fjölmiðilinn fotbolti.net eftir leik og Magna í 18. Umferð Inkasso-deildinni á Rafholtsvellinum í Reykjanesbæ Njarðvíkur þann 24. ágúst sl.Þau ummæli Sveins Þórs sem fordæmd eru, er þegar hann vænir Ivan Prskalo leikmann Njarðvíkur um að vera svikara og svindlara en þau ummæli lætur hann falla þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við rauðu spjaldi sem dómari leiksins gefur Sveini Óla Birgissyni fyrirliða Magna vegna atviks sem verður á 50. mín. leiksins. Þessi ummæli lætur hann falla eftir að hafa rætt við sinn leikmann eins og hann segir sjálfur i viðtalinu.Á myndskeiði sem fylgir yfirlýsingu þessari má sjá að umrætt atvik réttlætir brottvikningu og á ekki að sjást á knattspyrnuvelli og gerir því umrædd ummæli því mun alvarlegri þar sem Sveinn Þór ræðst bæði á leikmann Njarðvíkur og dómara leiksins með mjög ódrengilegum hætti.Þá má einnig sjá í myndskeiði þessu hvar leikmaður nr. 77 Gauti Gautason í liði Magna hendir knettinum í andlit leikmanns Njarðvíkur nr. 8 Kenneth Hogg eftir að dómari leiksins hefur flautað leikinn af og dómari snýr baki í atvikið og sér því ekki atvikið til þess að refsa fyrir atvikið.Framkoma Sveins Þórs og Gauta er með öllu óásættanleg og ber að taka alvarlega.Knattspyrna er leikur án fordóma og ummæli sem þessi og ódrengileg framkoma að eiga sér engan stað í knattspyrnuhreyfingunni eða samfélaginu í heild.Málið verður því sett í réttan farveg innan KSÍ.Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur treystir því að tekið verði á málinu í samræmi við alvarleika málsins og þeir sem bera ábyrgð á ummælunum verði látnir sæta ábyrgð vegna þeirra.Knattspyrnudeild Njarðvíkur mun ekki tjá sig frekar um málið meðan að það er til umfjöllunar hjá KSÍ. Atvik úr leik Njarðvíkur og Magna 24. ágúst 2019:
Inkasso-deildin Reykjanesbær Tengdar fréttir Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur Átjándu umferð Inkasso-deildar karla lauk í dag með tveimur leikjum. 24. ágúst 2019 18:01 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur Átjándu umferð Inkasso-deildar karla lauk í dag með tveimur leikjum. 24. ágúst 2019 18:01