Gat ekki safnað styrkjum og veltir fyrir sér hvort um þöggun sé að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 08:46 Kristinn Sigurjónsson í dómsal í dag. vísir/vilhelm Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, veltir fyrir sér hvort honum hafi vísvitandi verið gert ómögulegt að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Kristinn skellti sér tíu kílómetra en ekki hefur verið hægt að heita á hann á heimasíðu hlaupsins þar sem hann birtist ekki á síðunni. Kristinn greinir frá ógöngum sínum á Facebook en hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félagi um foreldrajafnrétti. Um 165 milljónir hafa safnast á síðunni Hlaupastyrkur.is en þar er ekki að finna nafn Kristins. „Ég vildi gjarnan halda áfram að styðja það félag sem Háskólinn í Reykjavík rak mig fyrir að styðja, þ.e.a.s Félag um Foreldrajafnrétti,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni.Ekki hægt að heita á hann Eins og frægt er orðið var Kristni sagt upp störfum eftir að hafa látið þau orð falla í Facebook-hópnum Karlmennskan að konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Kristinn var afar ósáttur við uppsögnina og leitaði réttar síns fyrir dómstólum með Jón Steinar Gunnlaugsson sem lögmann sinn. Málið tapaðist í héraði en hann hefur áfrýjað því til Landsréttar. Kristinn segist hafa skráð sig í hlaupið klukkan 16:30 á fimmtudaginn. Þá hafi hann tekið fram að hann ætlaði að hlaupa fyrir Félag um foreldrajafnrétti. „Flagan var tékkuð þegar ég fór og kom þá upp mitt nafn. Nafnið mitt kemur svo aldrei upp þegar ég gái að því. Ég fékk sent sms um tímann frá þeim sem var 1:39:28. Ég var númer 9520, þrátt fyrir allt þetta þá er ég ekki skráður sem hlaupari og ekki hægt að heita á mig.“ Hann hafi sent tvo tölvupósta á skipuleggjendur vegna þessara vandræða. Þeim fyrri hafi verði svarað og viðkomandi starfsmaður borið fyrir sig álagi. Þeim seinni hafi ekki verið svarað.Konan ánægð „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Kristinn tekur fram að hlaupið, eða gangan í hans tilfelli, hafi verið mjög skemmtileg. Hann hvetur alla til að hlaupa fyrir góð málefni. „...eins og gegn Foreldrafyrringu (og tálmunum) sem ekki má ræða í fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Hann bætir við á léttari nótum að kona hans hafi verið ánægð með að hann gæti ekki lengur hlaupið á eftir stelpum. Það sjáist á tíma hans, en Kristinn var tæpar 100 mínútur með kílómetrana tíu.Uppfært klukkan 10:55Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir að innsláttarvilla hafi orsakað það að síða Kristins birtist ekki. Hann hafi verið beðinn afsökunar og áheitasíðan sé nú komin í loftið. Nánar hér. Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, veltir fyrir sér hvort honum hafi vísvitandi verið gert ómögulegt að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Kristinn skellti sér tíu kílómetra en ekki hefur verið hægt að heita á hann á heimasíðu hlaupsins þar sem hann birtist ekki á síðunni. Kristinn greinir frá ógöngum sínum á Facebook en hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félagi um foreldrajafnrétti. Um 165 milljónir hafa safnast á síðunni Hlaupastyrkur.is en þar er ekki að finna nafn Kristins. „Ég vildi gjarnan halda áfram að styðja það félag sem Háskólinn í Reykjavík rak mig fyrir að styðja, þ.e.a.s Félag um Foreldrajafnrétti,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni.Ekki hægt að heita á hann Eins og frægt er orðið var Kristni sagt upp störfum eftir að hafa látið þau orð falla í Facebook-hópnum Karlmennskan að konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Kristinn var afar ósáttur við uppsögnina og leitaði réttar síns fyrir dómstólum með Jón Steinar Gunnlaugsson sem lögmann sinn. Málið tapaðist í héraði en hann hefur áfrýjað því til Landsréttar. Kristinn segist hafa skráð sig í hlaupið klukkan 16:30 á fimmtudaginn. Þá hafi hann tekið fram að hann ætlaði að hlaupa fyrir Félag um foreldrajafnrétti. „Flagan var tékkuð þegar ég fór og kom þá upp mitt nafn. Nafnið mitt kemur svo aldrei upp þegar ég gái að því. Ég fékk sent sms um tímann frá þeim sem var 1:39:28. Ég var númer 9520, þrátt fyrir allt þetta þá er ég ekki skráður sem hlaupari og ekki hægt að heita á mig.“ Hann hafi sent tvo tölvupósta á skipuleggjendur vegna þessara vandræða. Þeim fyrri hafi verði svarað og viðkomandi starfsmaður borið fyrir sig álagi. Þeim seinni hafi ekki verið svarað.Konan ánægð „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Kristinn tekur fram að hlaupið, eða gangan í hans tilfelli, hafi verið mjög skemmtileg. Hann hvetur alla til að hlaupa fyrir góð málefni. „...eins og gegn Foreldrafyrringu (og tálmunum) sem ekki má ræða í fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Hann bætir við á léttari nótum að kona hans hafi verið ánægð með að hann gæti ekki lengur hlaupið á eftir stelpum. Það sjáist á tíma hans, en Kristinn var tæpar 100 mínútur með kílómetrana tíu.Uppfært klukkan 10:55Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir að innsláttarvilla hafi orsakað það að síða Kristins birtist ekki. Hann hafi verið beðinn afsökunar og áheitasíðan sé nú komin í loftið. Nánar hér.
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira