Ert þú með vinnuna í vasanum? Hrannar Már Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2019 07:00 Fyrirspurnum til stéttarfélaga um vinnu utan vinnutíma hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Á tímum kulnunar og álags vilja starfsmenn vita hvort atvinnurekendur og yfirmenn eigi heimtingu á því að starfsmenn svari vinnutengdum erindum utan vinnutíma, hvort sem er með símtölum, tölvupóstum eða öðrum hætti. Þessi óljósu skil vinnu og einkalífs hafa orðið mun meira áberandi með snjallsímum og öðrum tækniframförum. Þó tækninýjungar séu almennt af hinu góða hefur snjallsímavæðing leitt til þess að starfsmenn eru margir hverjir orðnir sítengdir vinnustað sínum. Fundarboð, vinnutengdir tölvupóstar og símtöl sem berast utan vinnutíma eru orðinn hluti heimilishalds margra þó slíkt eigi sér stað að loknum fullum vinnudegi. Flestir kannast orðið við umræðu um kulnun í starfi og önnur vandamál sem tengjast miklu álagi á starfsfólk. Algeng orsök kulnunar er einfaldlega langvarandi streita og of mikil vinna. Það er því alls ekki jákvætt fyrir starfsmenn að vera með vinnuna í vasanum í frítímanum. Þessi sítenging við vinnustaðinn getur leitt til þess að vinnuveitandi, yfirmenn og samstarfsmenn vita að þeir geta náð í viðkomandi starfsmann hvenær sem er sólarhringsins. Þannig getur skapast mikil togstreita og starfsmaðurinn talið sig ítrekað þurfa að bregðast við erindum utan hefðbundins vinnutíma. Það veldur því að skilin milli vinnutíma og frítíma verða óljós eða eru jafnvel alls ekki til staðar. Við þessu vill BSRB bregðast með skýrum ákvæðum í kjarasamningum. Launafólk þarf að hafa skýr skil á milli vinnu og einkalífs og það þarf að fá sanngjarna greiðslu fyrir áreiti utan hefðbundins vinnutíma. Verði slík réttindi bundin í kjarasamninga ættu áhrifin einnig að vera þau að áreiti utan vinnutíma minnki til muna, enda væri vinnuveitandi þá að greiða sérstaklega fyrir slíkt ónæði og hefði þar með hvata til að halda því í lágmarki.Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fyrirspurnum til stéttarfélaga um vinnu utan vinnutíma hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Á tímum kulnunar og álags vilja starfsmenn vita hvort atvinnurekendur og yfirmenn eigi heimtingu á því að starfsmenn svari vinnutengdum erindum utan vinnutíma, hvort sem er með símtölum, tölvupóstum eða öðrum hætti. Þessi óljósu skil vinnu og einkalífs hafa orðið mun meira áberandi með snjallsímum og öðrum tækniframförum. Þó tækninýjungar séu almennt af hinu góða hefur snjallsímavæðing leitt til þess að starfsmenn eru margir hverjir orðnir sítengdir vinnustað sínum. Fundarboð, vinnutengdir tölvupóstar og símtöl sem berast utan vinnutíma eru orðinn hluti heimilishalds margra þó slíkt eigi sér stað að loknum fullum vinnudegi. Flestir kannast orðið við umræðu um kulnun í starfi og önnur vandamál sem tengjast miklu álagi á starfsfólk. Algeng orsök kulnunar er einfaldlega langvarandi streita og of mikil vinna. Það er því alls ekki jákvætt fyrir starfsmenn að vera með vinnuna í vasanum í frítímanum. Þessi sítenging við vinnustaðinn getur leitt til þess að vinnuveitandi, yfirmenn og samstarfsmenn vita að þeir geta náð í viðkomandi starfsmann hvenær sem er sólarhringsins. Þannig getur skapast mikil togstreita og starfsmaðurinn talið sig ítrekað þurfa að bregðast við erindum utan hefðbundins vinnutíma. Það veldur því að skilin milli vinnutíma og frítíma verða óljós eða eru jafnvel alls ekki til staðar. Við þessu vill BSRB bregðast með skýrum ákvæðum í kjarasamningum. Launafólk þarf að hafa skýr skil á milli vinnu og einkalífs og það þarf að fá sanngjarna greiðslu fyrir áreiti utan hefðbundins vinnutíma. Verði slík réttindi bundin í kjarasamninga ættu áhrifin einnig að vera þau að áreiti utan vinnutíma minnki til muna, enda væri vinnuveitandi þá að greiða sérstaklega fyrir slíkt ónæði og hefði þar með hvata til að halda því í lágmarki.Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun