Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Sveinn Arnarson skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Hallarekstur Landspítalans verður tekinn föstum tökum í fjárlaganefnd að sögn formannsins. Vísir/Vilhelm Við blasir að Landspítalinn mun fara fram úr þeim fjárheimildum sem spítalanum voru veittar í síðustu fjárlögum. Formaður fjárlaganefndar segir ábyrgðina hjá forsvarsmönnum spítalans og telur það ekki sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Fara verði í hagræðingaraðgerðir til að mæta hallanum. Unnið er að því innan spítalans að klára sex mánaða uppgjör fyrir þetta ár og er talið líklegt að þeirri vinnu verði lokið um miðja næstu viku. Fjárlaganefnd mun funda um málið á fyrsta fundi sínum. Miklar hagræðingaraðgerðir eru fyrirhugaðar innan spítalans með fækkun stjórnenda og og sameiningu deilda sem lið í að ná niður hallanum. „Við höfum átt samskipti við bæði fjármála- og heilbrigðisráðuneytið og lítum það alltaf alvarlegum augum þegar farið er fram úr þeim heimildum sem stofnunum eru veittar á fjárlögum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. „Við höfum ekki fengið sex mánaða uppgjörið formlega til okkar en höfum sett þetta mál á dagskrá á fyrsta fundi okkar þann 29. ágúst næstkomandi þegar þing kemur saman.“ Rekstur Landspítalans hefur oft á tíðum hin síðari ár verið erfiður og oft ekki náðst að halda rekstrinum innan þess ramma sem fjárveitingavaldið hefur sett stofnuninni. Heilbrigðismál voru eitt af stóru málunum í síðustu kosningum. Hins vegar er ekki hægt að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að bæti eigi fé inn í rekstur Landspítalans. „Við þurfum að kalla til nefndarinnar ráðuneyti og forstöðumenn spítalans til að fara gaumgæfilega yfir þetta mál. Þetta er hluti af okkar vinnu að veita aðhald og fylgjast með framkvæmd fjárlaga. Það er ljóst að ábyrgðin á þessari framúrkeyrslu er í höndum stjórnenda spítalans,“ segir Willum. „Í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs voru aðgerðir kynntar þar sem fyrir lá að spítalinn myndi fara fram úr fjárlögum ef ekkert yrði að gert. Nú þurfum við að setjast yfir það hvað hefur gengið upp og hvað ekki og hvernig brugðist verði við framúrkeyrslunni. Það er ekki sjálfgefið að hann verði strikaður út.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47 Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Við blasir að Landspítalinn mun fara fram úr þeim fjárheimildum sem spítalanum voru veittar í síðustu fjárlögum. Formaður fjárlaganefndar segir ábyrgðina hjá forsvarsmönnum spítalans og telur það ekki sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Fara verði í hagræðingaraðgerðir til að mæta hallanum. Unnið er að því innan spítalans að klára sex mánaða uppgjör fyrir þetta ár og er talið líklegt að þeirri vinnu verði lokið um miðja næstu viku. Fjárlaganefnd mun funda um málið á fyrsta fundi sínum. Miklar hagræðingaraðgerðir eru fyrirhugaðar innan spítalans með fækkun stjórnenda og og sameiningu deilda sem lið í að ná niður hallanum. „Við höfum átt samskipti við bæði fjármála- og heilbrigðisráðuneytið og lítum það alltaf alvarlegum augum þegar farið er fram úr þeim heimildum sem stofnunum eru veittar á fjárlögum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. „Við höfum ekki fengið sex mánaða uppgjörið formlega til okkar en höfum sett þetta mál á dagskrá á fyrsta fundi okkar þann 29. ágúst næstkomandi þegar þing kemur saman.“ Rekstur Landspítalans hefur oft á tíðum hin síðari ár verið erfiður og oft ekki náðst að halda rekstrinum innan þess ramma sem fjárveitingavaldið hefur sett stofnuninni. Heilbrigðismál voru eitt af stóru málunum í síðustu kosningum. Hins vegar er ekki hægt að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að bæti eigi fé inn í rekstur Landspítalans. „Við þurfum að kalla til nefndarinnar ráðuneyti og forstöðumenn spítalans til að fara gaumgæfilega yfir þetta mál. Þetta er hluti af okkar vinnu að veita aðhald og fylgjast með framkvæmd fjárlaga. Það er ljóst að ábyrgðin á þessari framúrkeyrslu er í höndum stjórnenda spítalans,“ segir Willum. „Í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs voru aðgerðir kynntar þar sem fyrir lá að spítalinn myndi fara fram úr fjárlögum ef ekkert yrði að gert. Nú þurfum við að setjast yfir það hvað hefur gengið upp og hvað ekki og hvernig brugðist verði við framúrkeyrslunni. Það er ekki sjálfgefið að hann verði strikaður út.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47 Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36
Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör. 22. ágúst 2019 13:47
Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir. 18. ágúst 2019 17:57