Orkan okkar segist ekki bera ábyrgð á miðadreifingum í Fossvogskirkjugarði Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 21:36 Einum miða var komið fyrir í blómaskreytingu í garðinum. Twitter Miðum frá samtökunum Orkan okkar var stillt upp í blómaskreytingum og við leiði í Fossvogskirkjugarði. Erlingur Sigvaldsson var á göngu um kirkjugarðinn þegar hann varð var við miðana, sem hann segir hafa verið á í það minnsta þremur leiðum. „Þetta var aðkoman. Ég var í Pokémon Go í Fossvogskirkjugarði, sem ég hef gert nokkrum sinnum áður, og labbaði fram hjá þessum leiðum sem voru nokkuð undarlega merkt,“ segir Erlingur sem vakti athygli á málinu á Twitter. Hann hafi séð miðunum stillt upp á þremur leiðum en í garðinum var að finna annan pappír sem hann segir mögulega hafa fokið af leiðunum. Yfirskrift miðana er „10 góðar ástæður til að segja nei við orkupakkanum“ og eru þar útlistuð rök samtakanna fyrir því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Hann segir miðana hafa verið áberandi á leiðunum og það hafi vakið athygli hans.„Við erum ekki að setja þetta á leiði“Miðarnir fundust á þremur leiðum í garðinum.TwitterÍ samtali við fréttastofu segist Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, ekki kannast við miðadreifinguna. Hún sé ekki á vegum samtakanna sjálfra heldur sé líklegra að andstæðingar þeirra séu á bakvið gjörninginn. „Leiðum í Fossvogskirkjugarði? Það er einhver sem er að reyna að koma höggi á okkur, ég hef aldrei vitað þetta,“ segir Birgir. Hann segir málið vera hið ótrúlegasta. „Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu. Það er nokkuð ljóst að þetta er eitthvað svoleiðis, við erum ekki að setja þetta á leiði.“ Vigdís Hauksdóttir, annar talsmanna samtakanna, var verulega brugðið þegar blaðamaður bar miðadreifinguna undir hana. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um málið, en það væri ljóst að samtökin sjálf bæru ekki ábyrgð á miðadreifingunni. Pokemon Go Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Miðum frá samtökunum Orkan okkar var stillt upp í blómaskreytingum og við leiði í Fossvogskirkjugarði. Erlingur Sigvaldsson var á göngu um kirkjugarðinn þegar hann varð var við miðana, sem hann segir hafa verið á í það minnsta þremur leiðum. „Þetta var aðkoman. Ég var í Pokémon Go í Fossvogskirkjugarði, sem ég hef gert nokkrum sinnum áður, og labbaði fram hjá þessum leiðum sem voru nokkuð undarlega merkt,“ segir Erlingur sem vakti athygli á málinu á Twitter. Hann hafi séð miðunum stillt upp á þremur leiðum en í garðinum var að finna annan pappír sem hann segir mögulega hafa fokið af leiðunum. Yfirskrift miðana er „10 góðar ástæður til að segja nei við orkupakkanum“ og eru þar útlistuð rök samtakanna fyrir því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Hann segir miðana hafa verið áberandi á leiðunum og það hafi vakið athygli hans.„Við erum ekki að setja þetta á leiði“Miðarnir fundust á þremur leiðum í garðinum.TwitterÍ samtali við fréttastofu segist Birgir Örn Steingrímsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, ekki kannast við miðadreifinguna. Hún sé ekki á vegum samtakanna sjálfra heldur sé líklegra að andstæðingar þeirra séu á bakvið gjörninginn. „Leiðum í Fossvogskirkjugarði? Það er einhver sem er að reyna að koma höggi á okkur, ég hef aldrei vitað þetta,“ segir Birgir. Hann segir málið vera hið ótrúlegasta. „Þetta er einhver sem er að reyna að klekkja á okkur, það eru margir Samfylkingarmenn og Viðreisnarmenn sem eru ekki voða hrifnir af þessu. Það er nokkuð ljóst að þetta er eitthvað svoleiðis, við erum ekki að setja þetta á leiði.“ Vigdís Hauksdóttir, annar talsmanna samtakanna, var verulega brugðið þegar blaðamaður bar miðadreifinguna undir hana. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um málið, en það væri ljóst að samtökin sjálf bæru ekki ábyrgð á miðadreifingunni.
Pokemon Go Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Strætó og Pósturinn taka niður áróður Orkunnar okkar Einn stofnenda Orkunnar okkar segir áróðursspjöldin ekki hafa verið hengd upp með vilja samtakanna og að þeim sem það gerði hafi verið bent á að það sé ekki leyfilegt. 29. júlí 2019 14:31