Grenjandi rigning og hvassviðri á sunnudag en ágætis veður á Menningarnótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 11:30 Úrkomuspákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 næstkomandi sunnudag. Eins og sést á að rigna hraustlega á landinu og síðar um kvöldið færist lægðin norður með tilheyrandi úrkomu þar. veðurstofa íslands „Bestu fréttirnar eru nú hvað það er rólegur vindur, hægur og breytilegur. Það verður skýjað með köflum, það er að segja ský sem einhverjir sólargeislar ná í gegnum inn á milli,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar hann er spurður út í veðrið á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi laugardag, á Menningarnótt og í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann segir að það sé möguleiki á smávegis skúrum á einhverjum tímapunkti síðdegis en þær verði þá í litlu magni. „Þannig að þetta lítur ágætlega út myndi ég segja, það gæti verið miklu verra allavega,“ segir Teitur.Hlauparar fara af stað um morguninn þannig að þeir eru ekki að fara að lenda í einhverjum stormi? „Nei og þeir verða nú sjálfsagt einhverjir bara fegnir að hafa skýin og ekki glampandi sólskin á sig. Þetta verður þægilegur hiti, um morguninn kannski svona um 10 stig og svo gæti þetta orðið nær 14 og 15 stigum eftir hádegi.“ Þá segir Teitur mjög heppilegt að Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt séu á laugardaginn en ekki sólarhring síðar. „Því á sunnudaginn er von á því sem við getum kallað alvörulægð með hvassviðri. Síðdegis á sunnudag verður bara komin grenjandi rigning og suðaustan hvassviðri sem færist svo yfir allt landið. Það fer að rigna á Norðurlandi um kvöldið en þetta er svona öflugt úrkomusvæði sem fer yfir allt landið. Þannig að það hefði nú ekki verið gaman ef Menningarnótt hefði verið þarna sólarhring síðar. Þá hefði hún lent í mjög óheppilegu veðri.“ Hann segir að huga þurfi að því fyrir sunnudaginn að festa lausamuni eins og garðhúsgögn og trampólín eða drífa þau inn því vindurinn geti farið upp í allt að 20 metra á sekúndu. Teitur segir lægðina svona síðsumarslægð; hún hafi með sér slatta af hlýju lofti þar sem hitastigið verði í kringum tíu stig. „En það er engin sérstök veðurblíða í kortunum í næstu viku. Þessi lægð verður viðloðandi yfir landinu á mánudag og jafnvel á þriðjudag líka með blæstri og vætu,“ segir Teitur. Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
„Bestu fréttirnar eru nú hvað það er rólegur vindur, hægur og breytilegur. Það verður skýjað með köflum, það er að segja ský sem einhverjir sólargeislar ná í gegnum inn á milli,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar hann er spurður út í veðrið á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi laugardag, á Menningarnótt og í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann segir að það sé möguleiki á smávegis skúrum á einhverjum tímapunkti síðdegis en þær verði þá í litlu magni. „Þannig að þetta lítur ágætlega út myndi ég segja, það gæti verið miklu verra allavega,“ segir Teitur.Hlauparar fara af stað um morguninn þannig að þeir eru ekki að fara að lenda í einhverjum stormi? „Nei og þeir verða nú sjálfsagt einhverjir bara fegnir að hafa skýin og ekki glampandi sólskin á sig. Þetta verður þægilegur hiti, um morguninn kannski svona um 10 stig og svo gæti þetta orðið nær 14 og 15 stigum eftir hádegi.“ Þá segir Teitur mjög heppilegt að Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt séu á laugardaginn en ekki sólarhring síðar. „Því á sunnudaginn er von á því sem við getum kallað alvörulægð með hvassviðri. Síðdegis á sunnudag verður bara komin grenjandi rigning og suðaustan hvassviðri sem færist svo yfir allt landið. Það fer að rigna á Norðurlandi um kvöldið en þetta er svona öflugt úrkomusvæði sem fer yfir allt landið. Þannig að það hefði nú ekki verið gaman ef Menningarnótt hefði verið þarna sólarhring síðar. Þá hefði hún lent í mjög óheppilegu veðri.“ Hann segir að huga þurfi að því fyrir sunnudaginn að festa lausamuni eins og garðhúsgögn og trampólín eða drífa þau inn því vindurinn geti farið upp í allt að 20 metra á sekúndu. Teitur segir lægðina svona síðsumarslægð; hún hafi með sér slatta af hlýju lofti þar sem hitastigið verði í kringum tíu stig. „En það er engin sérstök veðurblíða í kortunum í næstu viku. Þessi lægð verður viðloðandi yfir landinu á mánudag og jafnvel á þriðjudag líka með blæstri og vætu,“ segir Teitur.
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira