ESB og Ísland – þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Guðjón Viðar Valdimarsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Þar sem maður var staddur í sumarfríi á Ítalíu þá tók maður eftir því að matarverð er um það bil helmingi lægra en heima á Íslandi. Það sama hefur maður séð varðandi vexti af íbúðarhúsnæði en þeir eru einnig helmingi lægri þar en á Íslandi. Þá vaknar ávallt upp þessi spurning hjá mér og sennilega flest öllum öðrum Íslendingum á ferðalögum: Hvers vegna er það? Svarið er í raun einfalt, við erum ekki í ESB. Við erum í EES og þó það tryggi okkur aðgang að innri markaði ESB þá tryggir það okkur ekki fullan ávinning í formi lækkaðs matarverðs og vaxta. Værum við aðilar að ESB og með evru sem gjaldmiðil þá værum við að njóta þessa ávinnings til jafns við aðra borgara ESB. Þetta er svona einfalt. Með EES-samningnum var komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði sem byggist á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og staðfesturétti, ásamt frjálsum fjármagnshreyfingum (fjórþætta frelsið). Til þess að þetta fyrirkomulag virki þá þurfa allir að spila eftir sömu reglum innan þessa sameiginlega innri markaðar ESB/EES. Af samningnum leiðir því að okkur ber að innleiða inn í íslenska löggjöf allar þær reglur sem hafa verið samþykktar á vettvangi EES-samstarfsins. Þess ber að geta að þetta á einungis við þær reglur ESB sem varða gildissvið EES-samnings. Samkvæmt upplýsingum á vef Stjórnarráðsins varðandi samning um Evrópska efnahagssvæðið þá hafa 13,4% af þeim lögum og reglum sem ESB hefur samþykkt frá árinu 1994 til ársloka 2016 verið tekin upp í EES-samninginn. Það er því ljóst að við erum ekki að „gúmmístimpla“ öll lög og reglur ESB og þannig framselja fullveldi okkar. Við erum aðilar að alþjóðlegum samningi og þess vegna þurfum við að taka upp ákveðna þætti löggjafar ESB sem falla undir gildissvið EES. Hins vegar þýðir þetta jafnframt að værum við ekki að taka upp þessar reglur þá mundum við ekki lengur vera aðili að þessum samningi og þar liggur kjarni málsins. Umræðan um þennan þriðja orkupakka er gott dæmi um þetta. Þar sem við erum aðilar að þessum samningi þá verðum við að innleiða þennan orkupakka og ef við gerum það ekki þá erum við í raun að segja upp EES-samningnum í heild sinni. Þetta er svona svipað og að vera á móti hita en ekki kvefi þ.e.a.s. einkennum sjúkdóms en ekki sjúkdómnum sjálfum. Þessi ESB-mál eru að kljúfa heilu flokkana í herðar niður og þetta byggist allt á þessari grundvallarspurningu: Viljum við vera hluti af ESB eða ekki? EES-samningurinn tryggir okkur nánast allt það sem slík aðild hefði í för með sér en þó ekki þann hluta sem hefði best gildi fyrir lífskjör almennings í landinu. Sá hluti kjósenda sem er á móti ESB/ESS hefur auðvitað rétt á sinni skoðun en þá væri hreinlegast að segja það bara beint út. Ég er hins vegar nokkuð viss um að sá hluti kjósenda vildi gjarna fá niðurstöðu í þessi mál og það er augljós leið til þess. Í fyrsta lagi þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fela stjórnvöldum að halda áfram/hefja aðildarviðræður við ESB eða segja upp EES-samningnum. Það væru þessir tveir kostir sem væri kosið um og aðeins þannig fengjum við niðurstöðu í þetta mál til frambúðar. Nú hafa Norðmenn kosið tvisvar um og hafnað aðild að ESB, Bretar hafa kosið að yfirgefa ESB og í báðum tilvikum hefur vilji þjóðarinnar verið virtur af stjórnvöldum. Væri ekki ráð að við leystum úr þessum málum á sama hátt, með þjóðaratkvæðagreiðslu?Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Evrópusambandið Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem maður var staddur í sumarfríi á Ítalíu þá tók maður eftir því að matarverð er um það bil helmingi lægra en heima á Íslandi. Það sama hefur maður séð varðandi vexti af íbúðarhúsnæði en þeir eru einnig helmingi lægri þar en á Íslandi. Þá vaknar ávallt upp þessi spurning hjá mér og sennilega flest öllum öðrum Íslendingum á ferðalögum: Hvers vegna er það? Svarið er í raun einfalt, við erum ekki í ESB. Við erum í EES og þó það tryggi okkur aðgang að innri markaði ESB þá tryggir það okkur ekki fullan ávinning í formi lækkaðs matarverðs og vaxta. Værum við aðilar að ESB og með evru sem gjaldmiðil þá værum við að njóta þessa ávinnings til jafns við aðra borgara ESB. Þetta er svona einfalt. Með EES-samningnum var komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði sem byggist á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og staðfesturétti, ásamt frjálsum fjármagnshreyfingum (fjórþætta frelsið). Til þess að þetta fyrirkomulag virki þá þurfa allir að spila eftir sömu reglum innan þessa sameiginlega innri markaðar ESB/EES. Af samningnum leiðir því að okkur ber að innleiða inn í íslenska löggjöf allar þær reglur sem hafa verið samþykktar á vettvangi EES-samstarfsins. Þess ber að geta að þetta á einungis við þær reglur ESB sem varða gildissvið EES-samnings. Samkvæmt upplýsingum á vef Stjórnarráðsins varðandi samning um Evrópska efnahagssvæðið þá hafa 13,4% af þeim lögum og reglum sem ESB hefur samþykkt frá árinu 1994 til ársloka 2016 verið tekin upp í EES-samninginn. Það er því ljóst að við erum ekki að „gúmmístimpla“ öll lög og reglur ESB og þannig framselja fullveldi okkar. Við erum aðilar að alþjóðlegum samningi og þess vegna þurfum við að taka upp ákveðna þætti löggjafar ESB sem falla undir gildissvið EES. Hins vegar þýðir þetta jafnframt að værum við ekki að taka upp þessar reglur þá mundum við ekki lengur vera aðili að þessum samningi og þar liggur kjarni málsins. Umræðan um þennan þriðja orkupakka er gott dæmi um þetta. Þar sem við erum aðilar að þessum samningi þá verðum við að innleiða þennan orkupakka og ef við gerum það ekki þá erum við í raun að segja upp EES-samningnum í heild sinni. Þetta er svona svipað og að vera á móti hita en ekki kvefi þ.e.a.s. einkennum sjúkdóms en ekki sjúkdómnum sjálfum. Þessi ESB-mál eru að kljúfa heilu flokkana í herðar niður og þetta byggist allt á þessari grundvallarspurningu: Viljum við vera hluti af ESB eða ekki? EES-samningurinn tryggir okkur nánast allt það sem slík aðild hefði í för með sér en þó ekki þann hluta sem hefði best gildi fyrir lífskjör almennings í landinu. Sá hluti kjósenda sem er á móti ESB/ESS hefur auðvitað rétt á sinni skoðun en þá væri hreinlegast að segja það bara beint út. Ég er hins vegar nokkuð viss um að sá hluti kjósenda vildi gjarna fá niðurstöðu í þessi mál og það er augljós leið til þess. Í fyrsta lagi þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fela stjórnvöldum að halda áfram/hefja aðildarviðræður við ESB eða segja upp EES-samningnum. Það væru þessir tveir kostir sem væri kosið um og aðeins þannig fengjum við niðurstöðu í þetta mál til frambúðar. Nú hafa Norðmenn kosið tvisvar um og hafnað aðild að ESB, Bretar hafa kosið að yfirgefa ESB og í báðum tilvikum hefur vilji þjóðarinnar verið virtur af stjórnvöldum. Væri ekki ráð að við leystum úr þessum málum á sama hátt, með þjóðaratkvæðagreiðslu?Höfundur er viðskiptafræðingur
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun