Gylfi lagði upp þegar Everton lagði Úlfana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. september 2019 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni í leiknum í dag vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp eitt marka Everton í sigri á Wolverhampton Wanderers í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikurinn á Goodison Park fór mjög fjöruglega af stað og átti Gylfi Þór fyrsta færi leiksins strax á fjórðu mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Alex Iwobi yfir markið. Aðeins mínútu síðar var boltinn kominn í netið þegar Richarlison nýtti sér mistök í vörn Wolves og kom Everton yfir. Varnarleikurinn var ekki til fyrirmyndar fyrstu mínúturnar og á 9. mínútu fór Adama Traore illa með Lucas Digne áður en hann sendi boltann fyrir þar sem Seamus Coleman stendur og horfir á Romain Saiss taka boltann og skora. Staðan orðin jöfn. Gylfi Þór komst hratt upp hægri vænginn á 12. mínútu og gaf boltann fyrir markið þar sem Alex Iwobi var mættur til þess að skalla fyrirgjöf íslenska landsliðsmannsins í netið. Eftir fjöruga byrjun hægðist aðeins á markaskoruninni og var staðan enn 2-1 fyrir Everton í hálfleik. Gestirnir frá Wolverhampton jöfnuðu metin á 75. mínútu með marki frá Raul Jimenez eftir innkast frá Ryan Bennett. Leikmenn Everton voru þó ekkert á þeim buxunum að sætta sig við jafntefli og fimm mínútum síðar var Richarlison búinn að koma Everton yfir aftur. Hann stökk hærra en Willy Boly í teignum og skallaði fyrirgjöf Digne í netið. Undir lok uppbótartímans fékk Willy Boly að líta rauða spjaldið þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir tæklingu á Richarlison. Það var það síðasta sem gerðist í leiknum og Everton fór með 3-2 sigur. Úlfunum hefur enn ekki tekist að vinna leik í úrvalsdeildinni en þetta var þó þeirra fyrsti tapleikur. Everton er í betri málum með sjö stig eftir tvo sigra og eitt jafntefli í fyrstu fjórum umferðunum. Enski boltinn
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp eitt marka Everton í sigri á Wolverhampton Wanderers í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikurinn á Goodison Park fór mjög fjöruglega af stað og átti Gylfi Þór fyrsta færi leiksins strax á fjórðu mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Alex Iwobi yfir markið. Aðeins mínútu síðar var boltinn kominn í netið þegar Richarlison nýtti sér mistök í vörn Wolves og kom Everton yfir. Varnarleikurinn var ekki til fyrirmyndar fyrstu mínúturnar og á 9. mínútu fór Adama Traore illa með Lucas Digne áður en hann sendi boltann fyrir þar sem Seamus Coleman stendur og horfir á Romain Saiss taka boltann og skora. Staðan orðin jöfn. Gylfi Þór komst hratt upp hægri vænginn á 12. mínútu og gaf boltann fyrir markið þar sem Alex Iwobi var mættur til þess að skalla fyrirgjöf íslenska landsliðsmannsins í netið. Eftir fjöruga byrjun hægðist aðeins á markaskoruninni og var staðan enn 2-1 fyrir Everton í hálfleik. Gestirnir frá Wolverhampton jöfnuðu metin á 75. mínútu með marki frá Raul Jimenez eftir innkast frá Ryan Bennett. Leikmenn Everton voru þó ekkert á þeim buxunum að sætta sig við jafntefli og fimm mínútum síðar var Richarlison búinn að koma Everton yfir aftur. Hann stökk hærra en Willy Boly í teignum og skallaði fyrirgjöf Digne í netið. Undir lok uppbótartímans fékk Willy Boly að líta rauða spjaldið þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir tæklingu á Richarlison. Það var það síðasta sem gerðist í leiknum og Everton fór með 3-2 sigur. Úlfunum hefur enn ekki tekist að vinna leik í úrvalsdeildinni en þetta var þó þeirra fyrsti tapleikur. Everton er í betri málum með sjö stig eftir tvo sigra og eitt jafntefli í fyrstu fjórum umferðunum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti