Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2019 20:53 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur skoðar fjallhrapið úr þyrlu Norðurflugs yfir Tungnakvíslarjökli. Stöð 2/KMU. Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. Kenningar eru um að þetta stafi annaðhvort af því að skriðjökull sé að hörfa eða að kvikugúll í Kötlu sé að rísa undir fjallinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Fjallhrapið er við Tungnakvíslarjökul.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Tungnakvíslarjökull er einn þeirra skriðjökla sem ganga út úr vestanverðum Mýrdalsjökli inn af Þórsmörk og Goðalandi. Ekki eru nema nokkrar vikur frá því vísindamenn tóku eftir því að þar er í gangi atburður sem Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur lýsir sem meiriháttar; þar er heil fjallshlíð að skríða fram.Horft úr Goðalandi í átt til Mýrdalsjökuls.Mynd/Einar Árnason.„Þetta er með stærri atburðum af þessu tagi sem við þekkjum. Þarna eru miklar breytingar í gangi. Það er nýbúið að koma þarna fyrir mælitæki sem sýnir núna að þessi skriða skríður fram um þrjá millimetra á dag, núna þessa dagana. Suma daga er það örugglega miklu meira. Þarna er sem sé fjallhrap í gangi,“ segir Páll. Til að skoða aðstæður flugum við með Páli inn í Teigstungur og Guðrúnartungur að Tungnakvíslarjökli, sem er undan Goðabungu, en vísindamenn áætla að fjallið utan í norðanverðum skriðjöklinum hafi á nokkrum áratugum lækkað og skriðið fram um 180 metra.Séð niður með Tungnakvíslarjökli til norðurs. Skriðan mikla er beint framundan. Svæðið nefnist Teigstungur og Teigstungnaháls og fjallið kallast Moldi.Stöð 2/KMU.„Þar er að ganga fram gríðarleg skriða. Þetta er hægfara skriða, það er að segja, þessir 180 metrar hafa verið síðan 1945 eða 1960. Þetta kemur fram á loftmyndum frá þeim tíma.“ Þessu var fyrst lýst um mitt sumar í minnisblaði Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands þar sem athygli Almannavarna var vakin á málinu. En getur verið að þessi atburður sé hugsanlega tengdur eldvirkni í Kötlu?Horft upp með fjallinu Molda, sem hefur skriðið niður um 180 metra frá miðri síðustu öld. Skriðjökullinn til hægri gengur niður frá Goðabungu í Mýrdalsjökli.Stöð 2/KMU.„Það eru tvær kenningar í gangi. Eitt er það að það sé jöklahörfunin sem ýti undir þetta. Að jökullinn sem er undir fjallinu, eða neðan við fjallið, styðji ekki nógu vel við lengur og þessvegna skríði fjallið fram. Hin hugmyndin er að þetta sé í rauninni verk Kötlu. Þarna sé að rísa kvikugúll undir fjallinu.“ Sé sú kenning rétt að þarna sé kvikugúll að þenjast út, svokallaður leynigúll, gæti þetta endað með eldgosi.Páll Einarsson í viðtali við Stöð 2 við Hótel Rangá á Rangárvöllum. Fjær sést í Eyjafjallajökul.Stöð 2/Einar Árnason.„Leynigúll er náttúrlega það sem gjarnan fylgir eldstöðvum eins og Kötlu. Katla er umkringd slíkum hlutum, hraungúlum sem koma upp á yfirborðið. Og áður en þeir koma upp á yfirborðið þá köllum við þá leynigúla,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Katla Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42 Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Fylgjast grannt með jarðhitavatni í Múlakvísl Veðurstofa Íslands fylgist grannt með jarðhitavatni sem lekur nú undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. 8. september 2019 13:33 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. Kenningar eru um að þetta stafi annaðhvort af því að skriðjökull sé að hörfa eða að kvikugúll í Kötlu sé að rísa undir fjallinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Fjallhrapið er við Tungnakvíslarjökul.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Tungnakvíslarjökull er einn þeirra skriðjökla sem ganga út úr vestanverðum Mýrdalsjökli inn af Þórsmörk og Goðalandi. Ekki eru nema nokkrar vikur frá því vísindamenn tóku eftir því að þar er í gangi atburður sem Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur lýsir sem meiriháttar; þar er heil fjallshlíð að skríða fram.Horft úr Goðalandi í átt til Mýrdalsjökuls.Mynd/Einar Árnason.„Þetta er með stærri atburðum af þessu tagi sem við þekkjum. Þarna eru miklar breytingar í gangi. Það er nýbúið að koma þarna fyrir mælitæki sem sýnir núna að þessi skriða skríður fram um þrjá millimetra á dag, núna þessa dagana. Suma daga er það örugglega miklu meira. Þarna er sem sé fjallhrap í gangi,“ segir Páll. Til að skoða aðstæður flugum við með Páli inn í Teigstungur og Guðrúnartungur að Tungnakvíslarjökli, sem er undan Goðabungu, en vísindamenn áætla að fjallið utan í norðanverðum skriðjöklinum hafi á nokkrum áratugum lækkað og skriðið fram um 180 metra.Séð niður með Tungnakvíslarjökli til norðurs. Skriðan mikla er beint framundan. Svæðið nefnist Teigstungur og Teigstungnaháls og fjallið kallast Moldi.Stöð 2/KMU.„Þar er að ganga fram gríðarleg skriða. Þetta er hægfara skriða, það er að segja, þessir 180 metrar hafa verið síðan 1945 eða 1960. Þetta kemur fram á loftmyndum frá þeim tíma.“ Þessu var fyrst lýst um mitt sumar í minnisblaði Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands þar sem athygli Almannavarna var vakin á málinu. En getur verið að þessi atburður sé hugsanlega tengdur eldvirkni í Kötlu?Horft upp með fjallinu Molda, sem hefur skriðið niður um 180 metra frá miðri síðustu öld. Skriðjökullinn til hægri gengur niður frá Goðabungu í Mýrdalsjökli.Stöð 2/KMU.„Það eru tvær kenningar í gangi. Eitt er það að það sé jöklahörfunin sem ýti undir þetta. Að jökullinn sem er undir fjallinu, eða neðan við fjallið, styðji ekki nógu vel við lengur og þessvegna skríði fjallið fram. Hin hugmyndin er að þetta sé í rauninni verk Kötlu. Þarna sé að rísa kvikugúll undir fjallinu.“ Sé sú kenning rétt að þarna sé kvikugúll að þenjast út, svokallaður leynigúll, gæti þetta endað með eldgosi.Páll Einarsson í viðtali við Stöð 2 við Hótel Rangá á Rangárvöllum. Fjær sést í Eyjafjallajökul.Stöð 2/Einar Árnason.„Leynigúll er náttúrlega það sem gjarnan fylgir eldstöðvum eins og Kötlu. Katla er umkringd slíkum hlutum, hraungúlum sem koma upp á yfirborðið. Og áður en þeir koma upp á yfirborðið þá köllum við þá leynigúla,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Katla Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42 Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Fylgjast grannt með jarðhitavatni í Múlakvísl Veðurstofa Íslands fylgist grannt með jarðhitavatni sem lekur nú undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. 8. september 2019 13:33 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42
Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00
Fylgjast grannt með jarðhitavatni í Múlakvísl Veðurstofa Íslands fylgist grannt með jarðhitavatni sem lekur nú undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. 8. september 2019 13:33