Fleiri börn í vanda í ár Ari Brynjólfsson skrifar 9. september 2019 07:15 Í síðustu viku var hleypt af stokkunum þjóðarátakinu Á allra vörum. Að þessu sinni á að styrkja forvarnar- og fræðsluátakið Eitt líf. fréttablaðið/sigtryggur ari „Til þessa hefur símtölum frá foreldrum barna sem eru að byrja í neyslu fækkað á sumrin en ekki núna. Við munum varla eftir öðru eins sumri í þau 33 ár sem við höfum starfað,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss – Vímulausrar æsku. Mynstrið er iðulega þannig að upp kemst um neyslu ungmenna þegar skólarnir hefjast á ný. Merkja þær Berglind og Guðrún B. Ágústsdóttir ráðgjafi aukningu núna í september frá fyrri árum. „Það vantar alltaf fjármagn í þennan málaf lokk, þá má ekki gleyma landsbyggðinni þar sem minni hjálp er að fá,“ segir Berglind. Foreldrahús – Vímulaus æska er sjálft að hleypa af stað fjáröf lun fyrir nýju húsnæði og f leira starfs-fólki. Í síðustu viku var hleypt af stokkunum þjóðarátakinu Á allra vörum. Að þessu sinni á að styrkja forvarnar- og fræðsluátakið Eitt líf. Samhliða því var frumsýnd áhrifamikil auglýsing til að vekja fólk til umhugsunar um lyfjamisnotkun ungmenna. Alls létust 39 manns vegna lyfjamisnotkunar í fyrra.Berglind fagnar öllu sem vekur athygli á þessum vanda. „Við þekkjum þennan vanda vel. Það sem við rekumst oft á er að þau halda að þau viti alveg hvað þau eru að gera,“ segir Berglind. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi varann á þegar kemur að lyfjum. „Læsið þau inni. Ekki hafa þau uppi í hillu þar sem unglingar eða vinir þeirra geta náð í þau,“ segir Guðrún. „Það eru ljót dæmi um að ungmenni hafi jafnvel tekið inn hjartalyf því þau hafa ruglast á þeim og öðrum. Líka dæmi um að þrettán ára hafi prófað fentanýl hjá krabbameinsveikum fjölskyldumeðlim.“ Þær ítreka að börnin sem um sé að ræða séu ekki þau sem kalla má vandræðaunglinga. „Þau koma ekki endilega frá fátækum heimilum eða foreldrum sem sinna þeim ekki. Oft tala foreldrarnir einmitt um að þau séu í íþróttum, eigi marga vini og haf i gengið vel í skólanum,“ segir Guðrún. Berglind segir að það séu nokkur merki sem foreldrar eigi helst að hafa í huga. Börnin mæta verr í skólann, koma síður heim í kvöldmat og geta illa gert grein fyrir fjárútlátum. „Ef unglingurinn er kominn með nýja vini í einhverju allt öðru hverfi og finnst það ekkert tiltökumál að taka strætó í 45 mínútur til að hitta einhverja sem þú hefur ekki hitt, þá er ástæða til að kanna hvort það geti verið eitthvað meira í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
„Til þessa hefur símtölum frá foreldrum barna sem eru að byrja í neyslu fækkað á sumrin en ekki núna. Við munum varla eftir öðru eins sumri í þau 33 ár sem við höfum starfað,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss – Vímulausrar æsku. Mynstrið er iðulega þannig að upp kemst um neyslu ungmenna þegar skólarnir hefjast á ný. Merkja þær Berglind og Guðrún B. Ágústsdóttir ráðgjafi aukningu núna í september frá fyrri árum. „Það vantar alltaf fjármagn í þennan málaf lokk, þá má ekki gleyma landsbyggðinni þar sem minni hjálp er að fá,“ segir Berglind. Foreldrahús – Vímulaus æska er sjálft að hleypa af stað fjáröf lun fyrir nýju húsnæði og f leira starfs-fólki. Í síðustu viku var hleypt af stokkunum þjóðarátakinu Á allra vörum. Að þessu sinni á að styrkja forvarnar- og fræðsluátakið Eitt líf. Samhliða því var frumsýnd áhrifamikil auglýsing til að vekja fólk til umhugsunar um lyfjamisnotkun ungmenna. Alls létust 39 manns vegna lyfjamisnotkunar í fyrra.Berglind fagnar öllu sem vekur athygli á þessum vanda. „Við þekkjum þennan vanda vel. Það sem við rekumst oft á er að þau halda að þau viti alveg hvað þau eru að gera,“ segir Berglind. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi varann á þegar kemur að lyfjum. „Læsið þau inni. Ekki hafa þau uppi í hillu þar sem unglingar eða vinir þeirra geta náð í þau,“ segir Guðrún. „Það eru ljót dæmi um að ungmenni hafi jafnvel tekið inn hjartalyf því þau hafa ruglast á þeim og öðrum. Líka dæmi um að þrettán ára hafi prófað fentanýl hjá krabbameinsveikum fjölskyldumeðlim.“ Þær ítreka að börnin sem um sé að ræða séu ekki þau sem kalla má vandræðaunglinga. „Þau koma ekki endilega frá fátækum heimilum eða foreldrum sem sinna þeim ekki. Oft tala foreldrarnir einmitt um að þau séu í íþróttum, eigi marga vini og haf i gengið vel í skólanum,“ segir Guðrún. Berglind segir að það séu nokkur merki sem foreldrar eigi helst að hafa í huga. Börnin mæta verr í skólann, koma síður heim í kvöldmat og geta illa gert grein fyrir fjárútlátum. „Ef unglingurinn er kominn með nýja vini í einhverju allt öðru hverfi og finnst það ekkert tiltökumál að taka strætó í 45 mínútur til að hitta einhverja sem þú hefur ekki hitt, þá er ástæða til að kanna hvort það geti verið eitthvað meira í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira