Vilja gera betur fyrir þá sem syrgja ástvini sína Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2019 08:15 Hulda Guðmundsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir eru í stjórn Sorgarmiðstöðvarinnar. Þær vilja gera betur fyrir fólk sem syrgir. Mynd/Ína Ólöf Sigurðardóttir Á fimmtudag verður opnuð Sorgarmiðstöð sem ætlað er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg. Um er að ræða regnhlífarsamtök grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu. Stofnendur Sorgarmiðstöðvar eru félögin Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. „Árið 2017 voru samtökin Ný dögun þrjátíu ára og af því tilefni héldum við vinnufund með hópi fólks sem kemur að stuðningi við syrgjendur. Þarna komu saman fagaðilar úr heilbrigðiskerfinu, ýmsir úr grasrótinni, frá kirkjunni, lögreglunni og margir fleiri. Við unnum með spurninguna: Hvað getum við gert betur fyrir syrgjendur á Íslandi?“ segir Hulda Guðmundsdóttir, formaður Sorgarmiðstöðvar. „Fundurinn skilaði þeirri eindregnu niðurstöðu að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur. Hún væri of dreifð, ómarkviss og af ýmsu tagi. Æskilegast væri að koma upp sorgarmiðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á einum stað, með símtali, heimsókn eða á vefsíðu. Eins þyrfti að efla fræðslu á sviði sorgarúrvinnslu,“ bætir Hulda við. Að vinnufundinum loknum var ákveðið að vinna áfram með niðurstöður fundarins og rúmu ári síðar undirrituðu félögin fjögur viljayfirlýsingu um stofnun Sorgarmiðstöðvar sem verður opnuð á fimmtudaginn. Hlutverk Sorgarmiðstöðvar er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg ásamt því að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu. „Markmiðið er að bæta félagslega virkni syrgjenda og minnka líkur á heilsubresti þeirra við áföllin,“ segir Hulda. „Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í sorg fækka geðheilbrigðisvandamálum og flýta félagslegri endurhæfingu syrgjenda,“ segir hún. Hulda er fyrrverandi formaður samtakanna Ný dögun, og hefur unnið með samtökunum í áraraðir. Tilgangur Nýrrar dögunar er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra og þekkir Hulda því vel til sorgarúrvinnslu og mikilvægi þess að takast á við þau áföll sem fólk verður fyrir í lífinu. Hún segir mikla þörf á opnari umræðu um dauðann og að Sorgarmiðstöð muni veita þeim sem misst hafa ástvin upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru. „Sorgarmiðstöð er fyrir alla sem hafa misst og syrgja og henni er ætlað að halda utan um upplýsingar fyrir syrgjendur. Til dæmis hvert viðkomandi getur leitað eftir frekari stuðningi í sinni sorg og miðað við aðstæður, svo sem ef viðkomandi missir barn, maka eða systkini,“ segir Hulda. „Sorgarmiðstöð vill vera vettvangur sem upplýsir nærsamfélagið um sorg og sorgarviðbrögð og hjálpa því að tala um dauðann, skilja að hann er hluti af lífinu og alls ekki alltaf óvinur,“ segir Hulda. Opnun Sorgarmiðstöðvar fer fram í Lífsgæðasetrinu á gamla Sankti Jósefsspítalanum í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. september klukkan átta og eru allir velkomnir. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Á fimmtudag verður opnuð Sorgarmiðstöð sem ætlað er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg. Um er að ræða regnhlífarsamtök grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu. Stofnendur Sorgarmiðstöðvar eru félögin Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. „Árið 2017 voru samtökin Ný dögun þrjátíu ára og af því tilefni héldum við vinnufund með hópi fólks sem kemur að stuðningi við syrgjendur. Þarna komu saman fagaðilar úr heilbrigðiskerfinu, ýmsir úr grasrótinni, frá kirkjunni, lögreglunni og margir fleiri. Við unnum með spurninguna: Hvað getum við gert betur fyrir syrgjendur á Íslandi?“ segir Hulda Guðmundsdóttir, formaður Sorgarmiðstöðvar. „Fundurinn skilaði þeirri eindregnu niðurstöðu að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur. Hún væri of dreifð, ómarkviss og af ýmsu tagi. Æskilegast væri að koma upp sorgarmiðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á einum stað, með símtali, heimsókn eða á vefsíðu. Eins þyrfti að efla fræðslu á sviði sorgarúrvinnslu,“ bætir Hulda við. Að vinnufundinum loknum var ákveðið að vinna áfram með niðurstöður fundarins og rúmu ári síðar undirrituðu félögin fjögur viljayfirlýsingu um stofnun Sorgarmiðstöðvar sem verður opnuð á fimmtudaginn. Hlutverk Sorgarmiðstöðvar er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg ásamt því að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu. „Markmiðið er að bæta félagslega virkni syrgjenda og minnka líkur á heilsubresti þeirra við áföllin,“ segir Hulda. „Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í sorg fækka geðheilbrigðisvandamálum og flýta félagslegri endurhæfingu syrgjenda,“ segir hún. Hulda er fyrrverandi formaður samtakanna Ný dögun, og hefur unnið með samtökunum í áraraðir. Tilgangur Nýrrar dögunar er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra og þekkir Hulda því vel til sorgarúrvinnslu og mikilvægi þess að takast á við þau áföll sem fólk verður fyrir í lífinu. Hún segir mikla þörf á opnari umræðu um dauðann og að Sorgarmiðstöð muni veita þeim sem misst hafa ástvin upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru. „Sorgarmiðstöð er fyrir alla sem hafa misst og syrgja og henni er ætlað að halda utan um upplýsingar fyrir syrgjendur. Til dæmis hvert viðkomandi getur leitað eftir frekari stuðningi í sinni sorg og miðað við aðstæður, svo sem ef viðkomandi missir barn, maka eða systkini,“ segir Hulda. „Sorgarmiðstöð vill vera vettvangur sem upplýsir nærsamfélagið um sorg og sorgarviðbrögð og hjálpa því að tala um dauðann, skilja að hann er hluti af lífinu og alls ekki alltaf óvinur,“ segir Hulda. Opnun Sorgarmiðstöðvar fer fram í Lífsgæðasetrinu á gamla Sankti Jósefsspítalanum í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. september klukkan átta og eru allir velkomnir.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira