Snertihungur Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. september 2019 07:00 „I like your hugs more“ svaraði áttræður nágranni minn þegar ég spurði hvernig honum þætti bananabrauðið sem ég bakaði handa þeim hjónum en þau færa okkur ósjaldan ávexti út garðinum sínum. Var brauðið hörmulegt? Varla, því synir mínir voru búnir að borða hinn hleifinn upp til agna! Hér var eitthvað sem þyrfti að skoða nánar. Að faðmast kveikir á einhverju hið innra sem orð fá ekki lýst. Maður faðmar venjulega einhvern til þess að sýna þakklæti eða umhyggju. Opinn faðmur býður mann velkominn. Því kemur ekki á óvart að þeir sem faðma oftar eru líklegri til að vera við betri heilsu og líða betur í sálinni. Faðmlag minnkar streituviðbragð. Hjartsláttur hægist, kortisól lækkar og svæði í heilanum sem jafnan örvast þegar við stöndum frammi fyrir ógn róast þess í stað. Sagt hefur verið að snerting sé tíu sinnum öflugri en orð og hafi áhrif á næstum allt sem við gerum. Ekkert annað skilningarvit gefi jafnmikla örvun og snerting. Enda var fyrsta vísbendingin um að við værum elskuð þegar við vorum kjössuð sem ungbörn. Öll snerting, þétt handaband, klapp á bakið, koss eða faðmlag geta gefið okkur meiri lífsþrótt en mörg orð. Dr. Tiffany Field hefur rannsakað áhrif snertingar á heilsu og líðan. Hún fullyrðir að margir í nútímasamfélagi þjáist af skorti á snertingu, sem hún kallar snertihungur. Ég gleymi ekki manni sem þótti erfiður og önugur. Hjúkrunarfræðingur sem þekkti vel til sagði að hann vantaði knús. Ég held að það hafi verið mikið til í því. Í nútímasamfélagi skortir okkur líklega meira snertingu heldur en fæði. Og ef okkur finnst við ekki hafa mikið til að gefa þá er gott að muna að við eigum nægtabrunn af dýrmætum faðmlögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
„I like your hugs more“ svaraði áttræður nágranni minn þegar ég spurði hvernig honum þætti bananabrauðið sem ég bakaði handa þeim hjónum en þau færa okkur ósjaldan ávexti út garðinum sínum. Var brauðið hörmulegt? Varla, því synir mínir voru búnir að borða hinn hleifinn upp til agna! Hér var eitthvað sem þyrfti að skoða nánar. Að faðmast kveikir á einhverju hið innra sem orð fá ekki lýst. Maður faðmar venjulega einhvern til þess að sýna þakklæti eða umhyggju. Opinn faðmur býður mann velkominn. Því kemur ekki á óvart að þeir sem faðma oftar eru líklegri til að vera við betri heilsu og líða betur í sálinni. Faðmlag minnkar streituviðbragð. Hjartsláttur hægist, kortisól lækkar og svæði í heilanum sem jafnan örvast þegar við stöndum frammi fyrir ógn róast þess í stað. Sagt hefur verið að snerting sé tíu sinnum öflugri en orð og hafi áhrif á næstum allt sem við gerum. Ekkert annað skilningarvit gefi jafnmikla örvun og snerting. Enda var fyrsta vísbendingin um að við værum elskuð þegar við vorum kjössuð sem ungbörn. Öll snerting, þétt handaband, klapp á bakið, koss eða faðmlag geta gefið okkur meiri lífsþrótt en mörg orð. Dr. Tiffany Field hefur rannsakað áhrif snertingar á heilsu og líðan. Hún fullyrðir að margir í nútímasamfélagi þjáist af skorti á snertingu, sem hún kallar snertihungur. Ég gleymi ekki manni sem þótti erfiður og önugur. Hjúkrunarfræðingur sem þekkti vel til sagði að hann vantaði knús. Ég held að það hafi verið mikið til í því. Í nútímasamfélagi skortir okkur líklega meira snertingu heldur en fæði. Og ef okkur finnst við ekki hafa mikið til að gefa þá er gott að muna að við eigum nægtabrunn af dýrmætum faðmlögum.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun