Fyrstur til að fljúga gírókopter umhverfis heiminn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 20:00 Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri. James Ketchell lagði af stað frá Bretlandi í mars og á nú að baki 3.300 kílómetra leið, eða nánast umhverfis hnöttinn. „Á morgun hyggst ég fljúga þyrlunni til baka til Færeyja en þá mun ég eiga eftir einn fluglegg til Bretlands. Þá verður hringflugi mínu umhverfis jörðina lokið," segir Ketchell spenntur. Ketchell er mikill ævintýramaður, hefur klifið Everest-fjall, hjólað umhverfis heiminn og róið yfir Atlantshafið. Ef þetta tekst verður hann einnig fyrsti maðurinn til að fljúga umhverfis heiminn í þessu farartæki.Ketchell á flugi yfir San Fransisco í Bandaríkjunum„Eins og þið sjáið er stjórnklefinn opinn og því er maður mjög berskjaldaður fyrir náttúruöflum og rigningu. Því get ég í rauninni aðeins flogið í góðu veðri. Ég hef samt oft lent í mjög slæmu veðri. Í Kanada þurfti ég til dæmis að nauðlenda vegna eldinga sem laust óvænt niður," segir hann. Ketchell er einn á ferð en fólk fylgist þó með ferðinni í gegnum staðsetningarbúnað, tilbúið að bregðast við í neyðartilvikum. Hann segir gírókopter vera örugga þrátt fyrir smæðina. „Flugfarið er stanslaust á sjálfvirkum snúningi og því fellur maður aldrei til jarðar, jafnvel þótt vélin stöðvist. Maður svífur bara til jarðar." Á leið sinni hefur hann safnað áheitum fyrir barnasamtök og vill sýna fram á að allt sé hægt. „En það opnast engin tækifæri bara sjálfkrafa, þú þarft að leggja metnað í þau. En þegar þú gerir það er mögulegt." Fréttir af flugi Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri. James Ketchell lagði af stað frá Bretlandi í mars og á nú að baki 3.300 kílómetra leið, eða nánast umhverfis hnöttinn. „Á morgun hyggst ég fljúga þyrlunni til baka til Færeyja en þá mun ég eiga eftir einn fluglegg til Bretlands. Þá verður hringflugi mínu umhverfis jörðina lokið," segir Ketchell spenntur. Ketchell er mikill ævintýramaður, hefur klifið Everest-fjall, hjólað umhverfis heiminn og róið yfir Atlantshafið. Ef þetta tekst verður hann einnig fyrsti maðurinn til að fljúga umhverfis heiminn í þessu farartæki.Ketchell á flugi yfir San Fransisco í Bandaríkjunum„Eins og þið sjáið er stjórnklefinn opinn og því er maður mjög berskjaldaður fyrir náttúruöflum og rigningu. Því get ég í rauninni aðeins flogið í góðu veðri. Ég hef samt oft lent í mjög slæmu veðri. Í Kanada þurfti ég til dæmis að nauðlenda vegna eldinga sem laust óvænt niður," segir hann. Ketchell er einn á ferð en fólk fylgist þó með ferðinni í gegnum staðsetningarbúnað, tilbúið að bregðast við í neyðartilvikum. Hann segir gírókopter vera örugga þrátt fyrir smæðina. „Flugfarið er stanslaust á sjálfvirkum snúningi og því fellur maður aldrei til jarðar, jafnvel þótt vélin stöðvist. Maður svífur bara til jarðar." Á leið sinni hefur hann safnað áheitum fyrir barnasamtök og vill sýna fram á að allt sé hægt. „En það opnast engin tækifæri bara sjálfkrafa, þú þarft að leggja metnað í þau. En þegar þú gerir það er mögulegt."
Fréttir af flugi Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira