Innlent

Bensínstöð Orkunnar lokað vegna umferðaróhapps

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Til að gæta öryggis á svæðinu var lögreglu og slökkviliði gert viðvart.
Til að gæta öryggis á svæðinu var lögreglu og slökkviliði gert viðvart. Vísir/vilhelm
Benstínstöð Orkunnar á Dalvegi var lokað tímabundið rétt eftir hádegi í dag vegna umferðaróhapps við stöðina, með þeim afleiðingum að smurolía frá bifreið viðskiptavinar lak á bílaplanið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni.

Til að gæta öryggis á svæðinu var lögreglu og slökkviliði gert viðvart og unnið er að því að hreinsa upp olíuna. 

„Bensínstöðvar Orkunnar fylgja ströngustu kröfum um aðbúnað og verklagsreglum komi upp aðstæður sem þessar og mun lekinn því ekki hafa mengandi áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×