Áfangaheimilið nefnt eftir lagi Páls Óskars Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. september 2019 07:00 Á áfangaheimilinu Betra lífi eru 24 herbergi vel útbúin húsgögnum frá IKEA, en verslunin sýndi mikla velvild við uppbyggingu heimilisins. Fréttablaðið/Anton Brink „Við erum að koma á laggirnar áfangaheimili þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru í Kópavogi. Við erum með 24 herbergi fullbúin húsgögnum, sameiginlega sturtuaðstöðu og eldhús,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Áfangaheimilisins Betra lífs. Hann vinnur nú að uppbyggingu áfangaheimilis sem mun standa til boða fyrir fólk sem hefur í engin hús að venda og vill eignast betra líf. „Þessi hugmynd kviknaði þegar sonur minn fór á svipað áfangaheimili hér í borginni. Honum var svo vísað þaðan vegna þess að hann vildi ekki fara á trúarlegar samkomur hjá þeim en það var forsenda fyrir því að fá að búa þar,“ segir Arnar. Þegar sonur hans hafði verið rekinn af áfangaheimilinu fór Arnar að leita á önnur mið til þess að finna honum heimili. „Ég fór að hringja út um allt, á öll áfangaheimili og það var bara allt upptekið. Jafnvel sex mánaða bið eftir því að komast að. Þetta sýndi mér bara hversu mikil þörfin er og á sama tíma datt ég niður á þetta húsnæði og ákvað að láta þetta verða að veruleika,“ segir Arnar. Á áfangaheimilinu Betra líf verður ekki lögð áhersla á trúarstarf. „Helsta skilyrðið fyrir því að fá að búa hér er að fólk sé edrú. Svo þarf fólk að borga leiguna og fara eftir ákveðnum húsreglum, til dæmis því að koma vel fram við náungann,“ segir Arnar. „Við verðum svo með AA-fundi fyrir þá sem vilja,“ bætir hann við. Hugmyndina að nafni heimilisins fékk Arnar frá bróður sínum Páli Óskari. „Hann gaf einu sinni út frábært lag sem heitir Betra líf og þegar ég spurði hann hvort ekki væri tilvalið að nefna heimilið eftir laginu sagði hann að honum fyndist það frábær hugmynd en benti mér á að búð í Kringlunni bæri sama nafn,“ segir hann. Arnar gerði sér þá ferð í Kringluna og fékk leyfi til þess að nota nafnið á áfangaheimilið. Nú þegar er einn skjólstæðingur fluttur inn á heimilið en Arnar býst við því að fleiri geti flutt inn eftir næstu viku. „Við erum að klára efri hæðina núna og þegar það er búið getum við farið að taka á móti fólki,“ segir hann. Enginn starfsmaður, fyrir utan Arnar sjálfan, mun starfa á heimilinu en öll hans vinna verður unnin í sjálfboðastarfi. „Svona rekstur býður ekki upp á neina launaða starfsemi og takmarkið er að reka þetta á núlli til að byrja með. Svo sér maður bara hvernig málin þróast en draumurinn er að geta boðið upp á mat hérna fyrir heimilisfólkið,“ segir hann. „Vonandi tekst okkur það að lokum, því að ég held að það sé stór þáttur í bata þessara einstaklinga að borða hollan og góðan mat,“ segir Arnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
„Við erum að koma á laggirnar áfangaheimili þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru í Kópavogi. Við erum með 24 herbergi fullbúin húsgögnum, sameiginlega sturtuaðstöðu og eldhús,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Áfangaheimilisins Betra lífs. Hann vinnur nú að uppbyggingu áfangaheimilis sem mun standa til boða fyrir fólk sem hefur í engin hús að venda og vill eignast betra líf. „Þessi hugmynd kviknaði þegar sonur minn fór á svipað áfangaheimili hér í borginni. Honum var svo vísað þaðan vegna þess að hann vildi ekki fara á trúarlegar samkomur hjá þeim en það var forsenda fyrir því að fá að búa þar,“ segir Arnar. Þegar sonur hans hafði verið rekinn af áfangaheimilinu fór Arnar að leita á önnur mið til þess að finna honum heimili. „Ég fór að hringja út um allt, á öll áfangaheimili og það var bara allt upptekið. Jafnvel sex mánaða bið eftir því að komast að. Þetta sýndi mér bara hversu mikil þörfin er og á sama tíma datt ég niður á þetta húsnæði og ákvað að láta þetta verða að veruleika,“ segir Arnar. Á áfangaheimilinu Betra líf verður ekki lögð áhersla á trúarstarf. „Helsta skilyrðið fyrir því að fá að búa hér er að fólk sé edrú. Svo þarf fólk að borga leiguna og fara eftir ákveðnum húsreglum, til dæmis því að koma vel fram við náungann,“ segir Arnar. „Við verðum svo með AA-fundi fyrir þá sem vilja,“ bætir hann við. Hugmyndina að nafni heimilisins fékk Arnar frá bróður sínum Páli Óskari. „Hann gaf einu sinni út frábært lag sem heitir Betra líf og þegar ég spurði hann hvort ekki væri tilvalið að nefna heimilið eftir laginu sagði hann að honum fyndist það frábær hugmynd en benti mér á að búð í Kringlunni bæri sama nafn,“ segir hann. Arnar gerði sér þá ferð í Kringluna og fékk leyfi til þess að nota nafnið á áfangaheimilið. Nú þegar er einn skjólstæðingur fluttur inn á heimilið en Arnar býst við því að fleiri geti flutt inn eftir næstu viku. „Við erum að klára efri hæðina núna og þegar það er búið getum við farið að taka á móti fólki,“ segir hann. Enginn starfsmaður, fyrir utan Arnar sjálfan, mun starfa á heimilinu en öll hans vinna verður unnin í sjálfboðastarfi. „Svona rekstur býður ekki upp á neina launaða starfsemi og takmarkið er að reka þetta á núlli til að byrja með. Svo sér maður bara hvernig málin þróast en draumurinn er að geta boðið upp á mat hérna fyrir heimilisfólkið,“ segir hann. „Vonandi tekst okkur það að lokum, því að ég held að það sé stór þáttur í bata þessara einstaklinga að borða hollan og góðan mat,“ segir Arnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira