Áfangaheimilið nefnt eftir lagi Páls Óskars Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. september 2019 07:00 Á áfangaheimilinu Betra lífi eru 24 herbergi vel útbúin húsgögnum frá IKEA, en verslunin sýndi mikla velvild við uppbyggingu heimilisins. Fréttablaðið/Anton Brink „Við erum að koma á laggirnar áfangaheimili þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru í Kópavogi. Við erum með 24 herbergi fullbúin húsgögnum, sameiginlega sturtuaðstöðu og eldhús,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Áfangaheimilisins Betra lífs. Hann vinnur nú að uppbyggingu áfangaheimilis sem mun standa til boða fyrir fólk sem hefur í engin hús að venda og vill eignast betra líf. „Þessi hugmynd kviknaði þegar sonur minn fór á svipað áfangaheimili hér í borginni. Honum var svo vísað þaðan vegna þess að hann vildi ekki fara á trúarlegar samkomur hjá þeim en það var forsenda fyrir því að fá að búa þar,“ segir Arnar. Þegar sonur hans hafði verið rekinn af áfangaheimilinu fór Arnar að leita á önnur mið til þess að finna honum heimili. „Ég fór að hringja út um allt, á öll áfangaheimili og það var bara allt upptekið. Jafnvel sex mánaða bið eftir því að komast að. Þetta sýndi mér bara hversu mikil þörfin er og á sama tíma datt ég niður á þetta húsnæði og ákvað að láta þetta verða að veruleika,“ segir Arnar. Á áfangaheimilinu Betra líf verður ekki lögð áhersla á trúarstarf. „Helsta skilyrðið fyrir því að fá að búa hér er að fólk sé edrú. Svo þarf fólk að borga leiguna og fara eftir ákveðnum húsreglum, til dæmis því að koma vel fram við náungann,“ segir Arnar. „Við verðum svo með AA-fundi fyrir þá sem vilja,“ bætir hann við. Hugmyndina að nafni heimilisins fékk Arnar frá bróður sínum Páli Óskari. „Hann gaf einu sinni út frábært lag sem heitir Betra líf og þegar ég spurði hann hvort ekki væri tilvalið að nefna heimilið eftir laginu sagði hann að honum fyndist það frábær hugmynd en benti mér á að búð í Kringlunni bæri sama nafn,“ segir hann. Arnar gerði sér þá ferð í Kringluna og fékk leyfi til þess að nota nafnið á áfangaheimilið. Nú þegar er einn skjólstæðingur fluttur inn á heimilið en Arnar býst við því að fleiri geti flutt inn eftir næstu viku. „Við erum að klára efri hæðina núna og þegar það er búið getum við farið að taka á móti fólki,“ segir hann. Enginn starfsmaður, fyrir utan Arnar sjálfan, mun starfa á heimilinu en öll hans vinna verður unnin í sjálfboðastarfi. „Svona rekstur býður ekki upp á neina launaða starfsemi og takmarkið er að reka þetta á núlli til að byrja með. Svo sér maður bara hvernig málin þróast en draumurinn er að geta boðið upp á mat hérna fyrir heimilisfólkið,“ segir hann. „Vonandi tekst okkur það að lokum, því að ég held að það sé stór þáttur í bata þessara einstaklinga að borða hollan og góðan mat,“ segir Arnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Við erum að koma á laggirnar áfangaheimili þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru í Kópavogi. Við erum með 24 herbergi fullbúin húsgögnum, sameiginlega sturtuaðstöðu og eldhús,“ segir Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Áfangaheimilisins Betra lífs. Hann vinnur nú að uppbyggingu áfangaheimilis sem mun standa til boða fyrir fólk sem hefur í engin hús að venda og vill eignast betra líf. „Þessi hugmynd kviknaði þegar sonur minn fór á svipað áfangaheimili hér í borginni. Honum var svo vísað þaðan vegna þess að hann vildi ekki fara á trúarlegar samkomur hjá þeim en það var forsenda fyrir því að fá að búa þar,“ segir Arnar. Þegar sonur hans hafði verið rekinn af áfangaheimilinu fór Arnar að leita á önnur mið til þess að finna honum heimili. „Ég fór að hringja út um allt, á öll áfangaheimili og það var bara allt upptekið. Jafnvel sex mánaða bið eftir því að komast að. Þetta sýndi mér bara hversu mikil þörfin er og á sama tíma datt ég niður á þetta húsnæði og ákvað að láta þetta verða að veruleika,“ segir Arnar. Á áfangaheimilinu Betra líf verður ekki lögð áhersla á trúarstarf. „Helsta skilyrðið fyrir því að fá að búa hér er að fólk sé edrú. Svo þarf fólk að borga leiguna og fara eftir ákveðnum húsreglum, til dæmis því að koma vel fram við náungann,“ segir Arnar. „Við verðum svo með AA-fundi fyrir þá sem vilja,“ bætir hann við. Hugmyndina að nafni heimilisins fékk Arnar frá bróður sínum Páli Óskari. „Hann gaf einu sinni út frábært lag sem heitir Betra líf og þegar ég spurði hann hvort ekki væri tilvalið að nefna heimilið eftir laginu sagði hann að honum fyndist það frábær hugmynd en benti mér á að búð í Kringlunni bæri sama nafn,“ segir hann. Arnar gerði sér þá ferð í Kringluna og fékk leyfi til þess að nota nafnið á áfangaheimilið. Nú þegar er einn skjólstæðingur fluttur inn á heimilið en Arnar býst við því að fleiri geti flutt inn eftir næstu viku. „Við erum að klára efri hæðina núna og þegar það er búið getum við farið að taka á móti fólki,“ segir hann. Enginn starfsmaður, fyrir utan Arnar sjálfan, mun starfa á heimilinu en öll hans vinna verður unnin í sjálfboðastarfi. „Svona rekstur býður ekki upp á neina launaða starfsemi og takmarkið er að reka þetta á núlli til að byrja með. Svo sér maður bara hvernig málin þróast en draumurinn er að geta boðið upp á mat hérna fyrir heimilisfólkið,“ segir hann. „Vonandi tekst okkur það að lokum, því að ég held að það sé stór þáttur í bata þessara einstaklinga að borða hollan og góðan mat,“ segir Arnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira