Áhrif hlýnunar á minjar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2019 10:00 Guðmundur er ánægður á heimaslóðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann er að byggja hús á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. „Ég kem kannski ekki til með að leysa öll heimsins vandamál en ég ætla að fara aðeins yfir það hvaða áhrif hækkandi hitastig og aukin úrkoma geta haft á varðveislu minja, bæði standandi og undir yfirborði.“ Þetta segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, um erindi sitt á málþingi í Kakalaskála í dag. Guðmundur er þátttakandi, fyrir Íslands hönd, í verkefni sem nefnist Aðlögun menningarminja á Norðurslóðum að loftslagsbreytingum og kveðst ætla að lýsa því svolítið á málþinginu. Hann nefnir hækkun sjávarborðs og breytingar á útbreiðslu dýra, smárra og stórra, meðal þess sem fylgi breytingum á veðrakerfum. „Veggjatítlur nema lönd þegar skilyrði batna fyrir þær. Svo hverfa minjar í gróður í auknum mæli og aukin hætta er á gróðureldum.“ Ýmislegt er sérstakt við Ísland sem ekki er alheimsvandamál, að sögn Guðmundar. „Í okkar umhverfi eru margar minjar úr torfi og grjóti og það byggingarefni bregst öðruvísi við aukinni úrkomu en grjóthlaðnir kastalar í öðrum löndum,“ tekur hann sem dæmi. Guðmundur kveðst hafa unnið í tíu ár hjá hjá Guðnýju Zoëga í fornleifadeild Skagfirðinga áður en hann hóf störf hjá Minjastofnun. „Þetta svæði er endalaus uppspretta rannsóknarefna á þessu sviði, sagan er við hvert fótmál hér eins og víðar. Þar sem búseta hefur verið frá landnámi, eða upp úr því, geymir jörðin heilmiklar upplýsingar. Það er því úr ýmsu að moða,“ segir hann og bendir á að Skagfirðingar hafi verið duglegir að halda utan um menningararf sinn með ritun byggðasögu og starfrækslu fornleifadeildar hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Nefnir líka stóra fornleifauppgrefti á Hólum og í Hegranesi sem unnið hafi verið að síðasta áratuginn. Guðmundur er að byggja á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. Þar stendur Kakalaskáli og í honum var opnuð sögu- og listasýning um Þórð kakala í lok ágúst. „Það voru 14 listamenn frá tíu þjóðlöndum sem unnu hér í þrjár vikur í listamannabúðum í vor, hver og einn skilaði tveimur verkum og einhverjum sameiginlegum. Þau mynda sýninguna og svo er hlýtt á leiðsögn föður míns, Sigurðar Hansen, á ferðalagi gegnum þessa sýningu.“ Málþingið er opið öllum endurgjaldslaust. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Ég kem kannski ekki til með að leysa öll heimsins vandamál en ég ætla að fara aðeins yfir það hvaða áhrif hækkandi hitastig og aukin úrkoma geta haft á varðveislu minja, bæði standandi og undir yfirborði.“ Þetta segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, um erindi sitt á málþingi í Kakalaskála í dag. Guðmundur er þátttakandi, fyrir Íslands hönd, í verkefni sem nefnist Aðlögun menningarminja á Norðurslóðum að loftslagsbreytingum og kveðst ætla að lýsa því svolítið á málþinginu. Hann nefnir hækkun sjávarborðs og breytingar á útbreiðslu dýra, smárra og stórra, meðal þess sem fylgi breytingum á veðrakerfum. „Veggjatítlur nema lönd þegar skilyrði batna fyrir þær. Svo hverfa minjar í gróður í auknum mæli og aukin hætta er á gróðureldum.“ Ýmislegt er sérstakt við Ísland sem ekki er alheimsvandamál, að sögn Guðmundar. „Í okkar umhverfi eru margar minjar úr torfi og grjóti og það byggingarefni bregst öðruvísi við aukinni úrkomu en grjóthlaðnir kastalar í öðrum löndum,“ tekur hann sem dæmi. Guðmundur kveðst hafa unnið í tíu ár hjá hjá Guðnýju Zoëga í fornleifadeild Skagfirðinga áður en hann hóf störf hjá Minjastofnun. „Þetta svæði er endalaus uppspretta rannsóknarefna á þessu sviði, sagan er við hvert fótmál hér eins og víðar. Þar sem búseta hefur verið frá landnámi, eða upp úr því, geymir jörðin heilmiklar upplýsingar. Það er því úr ýmsu að moða,“ segir hann og bendir á að Skagfirðingar hafi verið duglegir að halda utan um menningararf sinn með ritun byggðasögu og starfrækslu fornleifadeildar hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Nefnir líka stóra fornleifauppgrefti á Hólum og í Hegranesi sem unnið hafi verið að síðasta áratuginn. Guðmundur er að byggja á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. Þar stendur Kakalaskáli og í honum var opnuð sögu- og listasýning um Þórð kakala í lok ágúst. „Það voru 14 listamenn frá tíu þjóðlöndum sem unnu hér í þrjár vikur í listamannabúðum í vor, hver og einn skilaði tveimur verkum og einhverjum sameiginlegum. Þau mynda sýninguna og svo er hlýtt á leiðsögn föður míns, Sigurðar Hansen, á ferðalagi gegnum þessa sýningu.“ Málþingið er opið öllum endurgjaldslaust.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira