Boðar áframhaldandi samráð í útlendingamálum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2019 18:35 Frá ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagðist ekki hrædd við að takast á við erfið og viðkvæm mál sem dómsmálaráðherra þegar hún mætti til Bessastaða á sinn fyrsta ríkisráðsfund nú síðdegis. Boðaði hún áframhaldandi þverpólitísk samráð um útlendingamál. Hún tók við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu eftir fundinn. Spurð að því hvort að henni myndi fylgja meiri mildi í útlendingamálum þegar hún tæki við dómsmálaráðuneytinu svaraði Áslaug Arna því ekki beint. Sagðist hún ganga inn í ríkisstjórn með ákveðinn stjórnarsáttmála. Þingmannanefnd hafi verið skipuð til að ræða útlendingamál í víðara samhengi. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi farið með málaflokkinn byggðu núgildandi útlendingalög á störfum þverpólitískrar nefndar. „Það hefur verið mikið samráð um þessi mál og ég mun halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna.Áslaug Arna er yngsti ráðherra lýðveldissögunnar og sá næstyngsti frá upphafi. Hún sagðist vera stolt af því og að það væri gott að vera fyrirmynd í þeim efnum. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin væri eins fjölbreytt og samfélagið en benti hún jafnframt á að hún hefði mikla reynslu eftir að hafa stýrt tveimur stórum þingnefndum og verið í forystu Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár. Hún var spurð út í gagnrýni sumra flokksfélaga hennar á að hún væri of ung. „Ef það er eina gagnrýnin þá kvarta ég ekki,“ sagði Áslaug Arna. Sagðist hún nálgast embættið af auðmýkt og tilhlökkun því hún vissi að mál ráðuneytisins snerti fólk. „Þó að þau séu erfið er ég ekki hrædd við það heldur,“ sagði hún. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagðist ekki hrædd við að takast á við erfið og viðkvæm mál sem dómsmálaráðherra þegar hún mætti til Bessastaða á sinn fyrsta ríkisráðsfund nú síðdegis. Boðaði hún áframhaldandi þverpólitísk samráð um útlendingamál. Hún tók við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu eftir fundinn. Spurð að því hvort að henni myndi fylgja meiri mildi í útlendingamálum þegar hún tæki við dómsmálaráðuneytinu svaraði Áslaug Arna því ekki beint. Sagðist hún ganga inn í ríkisstjórn með ákveðinn stjórnarsáttmála. Þingmannanefnd hafi verið skipuð til að ræða útlendingamál í víðara samhengi. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi farið með málaflokkinn byggðu núgildandi útlendingalög á störfum þverpólitískrar nefndar. „Það hefur verið mikið samráð um þessi mál og ég mun halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna.Áslaug Arna er yngsti ráðherra lýðveldissögunnar og sá næstyngsti frá upphafi. Hún sagðist vera stolt af því og að það væri gott að vera fyrirmynd í þeim efnum. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin væri eins fjölbreytt og samfélagið en benti hún jafnframt á að hún hefði mikla reynslu eftir að hafa stýrt tveimur stórum þingnefndum og verið í forystu Sjálfstæðisflokksins í fjögur ár. Hún var spurð út í gagnrýni sumra flokksfélaga hennar á að hún væri of ung. „Ef það er eina gagnrýnin þá kvarta ég ekki,“ sagði Áslaug Arna. Sagðist hún nálgast embættið af auðmýkt og tilhlökkun því hún vissi að mál ráðuneytisins snerti fólk. „Þó að þau séu erfið er ég ekki hrædd við það heldur,“ sagði hún.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira