Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 16:36 Þessir hundar, sem sjást hér á vappi í miðbænum, eru þegar komnir til landsins og þurfa ekki að hafa áhyggjur af innflutningsbanninu. Vísir/vilhelm Matvælastofnun hefur ákveðið að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem lagst hefur á hunda þar í landi síðustu daga. Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. Á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum af óþekktum orsökum í hundum í Noregi. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og samkvæmt síðustu upplýsingum Matvælastofnonar er talið að á annan tug hunda hafi drepist. Þeir gætu þó verið fleiri. Helstu einkenni sjúkdómsins eru blóðug uppköst og niðurgangur. Norska dýraheilbrigðisstofnunin ásamt norsku matvælastofnuninni (Mattilsynet) vinnur nú að greiningu í samráði við dýralæknaháskólann í Noregi og þá dýraspítala sem hafa haft veika hunda til meðhöndlunar. Fjöldi sýna hefur veri tekinn til rannsóknar og fjórir hundar hafa verið krufðir. Flest tilfellin hafa komið upp í Ósló og nágrenni en einnig víðar í Noregi. „Um er að ræða mjög bráð veikindi sem dregur hundana til dauða á u.þ.b. sólarhring, jafnvel þrátt fyrir mikla meðhöndlun. Þó eru dæmi um hunda sem sýna vægari einkenni og virðast hafa komist yfir veikindin,“ segir í tilkynningu MAST.Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal um hinn dularfulla sjúkdóm við Þorvald Þórðarson dýralækni í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Grunur hefur hingað til beinst að smitefnum, svo sem veirum og bakteríum en þegar er búið að útiloka rottueitur og smit af völdum salmonellu. Hvoru tveggja getur valdið einkennum sem hér um ræðir. Engin merki eru um að eitrað hafi verið fyrir hundunum en ekki hefur þó verið útilokað að orsökina sé að finna í umhverfisþáttum á borð við fóður og hundanammi. Verið er að afla upplýsinga hjá eigendum þeirra hunda sem veikst hafa. Norska matvælastofnunin mælir með að hundaeigendur haldi hundum sínum aðskildum frá öðrum hundum og nú þegar hefur fjölda námskeiða, móta, sýninga og annarra samkoma þar sem hundar koma við sögu verið aflýst í Noregi. Hundaræktarfélögin í Svíþjóð og Danmörku hafa bannað þátttöku hunda frá Noregi á sýningum, keppnum o.fl. „Matvælastofnun hefur upplýst innflytjendur sem hugðu á innflutning hunda frá Noregi í næstu viku um ofangreinda ákvörðun. Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um orsök sjúkdómsins eða meðgöngutíma hans er litið svo á að áhættan af innflutningi hunda frá Noregi á þessari stundu sé óásættanleg,“ segir í tilkynningu MAST. Dýr Noregur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Matvælastofnun hefur ákveðið að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem lagst hefur á hunda þar í landi síðustu daga. Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. Á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum af óþekktum orsökum í hundum í Noregi. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og samkvæmt síðustu upplýsingum Matvælastofnonar er talið að á annan tug hunda hafi drepist. Þeir gætu þó verið fleiri. Helstu einkenni sjúkdómsins eru blóðug uppköst og niðurgangur. Norska dýraheilbrigðisstofnunin ásamt norsku matvælastofnuninni (Mattilsynet) vinnur nú að greiningu í samráði við dýralæknaháskólann í Noregi og þá dýraspítala sem hafa haft veika hunda til meðhöndlunar. Fjöldi sýna hefur veri tekinn til rannsóknar og fjórir hundar hafa verið krufðir. Flest tilfellin hafa komið upp í Ósló og nágrenni en einnig víðar í Noregi. „Um er að ræða mjög bráð veikindi sem dregur hundana til dauða á u.þ.b. sólarhring, jafnvel þrátt fyrir mikla meðhöndlun. Þó eru dæmi um hunda sem sýna vægari einkenni og virðast hafa komist yfir veikindin,“ segir í tilkynningu MAST.Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal um hinn dularfulla sjúkdóm við Þorvald Þórðarson dýralækni í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Grunur hefur hingað til beinst að smitefnum, svo sem veirum og bakteríum en þegar er búið að útiloka rottueitur og smit af völdum salmonellu. Hvoru tveggja getur valdið einkennum sem hér um ræðir. Engin merki eru um að eitrað hafi verið fyrir hundunum en ekki hefur þó verið útilokað að orsökina sé að finna í umhverfisþáttum á borð við fóður og hundanammi. Verið er að afla upplýsinga hjá eigendum þeirra hunda sem veikst hafa. Norska matvælastofnunin mælir með að hundaeigendur haldi hundum sínum aðskildum frá öðrum hundum og nú þegar hefur fjölda námskeiða, móta, sýninga og annarra samkoma þar sem hundar koma við sögu verið aflýst í Noregi. Hundaræktarfélögin í Svíþjóð og Danmörku hafa bannað þátttöku hunda frá Noregi á sýningum, keppnum o.fl. „Matvælastofnun hefur upplýst innflytjendur sem hugðu á innflutning hunda frá Noregi í næstu viku um ofangreinda ákvörðun. Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um orsök sjúkdómsins eða meðgöngutíma hans er litið svo á að áhættan af innflutningi hunda frá Noregi á þessari stundu sé óásættanleg,“ segir í tilkynningu MAST.
Dýr Noregur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira