

Huggulegt matarboð
Oftast er það þó þannig að eftir matarboðin eru allir sáttir og sælir. Skilaboðin fljúga á milli um hvað það hafi verið gaman að hittast og að þetta hafi ekki verið neitt mál og „við ættum að gera þetta miklu oftar“.
En auðvitað eru til undantekningar. Um daginn heyrði ég af fólki sem ætlaði að bjóða vinum sínum í mat og gerðu brúðkaupsafmæli sitt að tilefni. Eftirfarandi samskipti áttu sér stað í skilaboðaforriti:
„Hæhæ. Til hamingju með brúðkaupsafmælið og takk kærlega fyrir að bjóða okkur í mat á föstudaginn eftir 3 vikur. Við þiggjum það að sjálfsögðu. Reyndar komumst við ekki þann dag en eigum auðveldara með að koma á sunnudaginn eftir 2 vikur. Þannig að við komum bara þá. Já, og við reyndar höfum ekki tíma til þess að borða kvöldmat þannig að við mætum bara í hádeginu.“
Gestgjafarnir urðu ögn hvumsa en féllust á tillöguna og svöruðu: „Ekkert mál. Sjáumst í brunch á sunnudaginn eftir tvær vikur.“
En skilaboðin urðu aðeins fleiri frá gestunum. „Æði. Við erum á ketó og mætum með okkar eigin mat. Vonum að það sé í lagi. Annað; við erum ljósfælin og það væri því gott að fá staðfestingu á því að það verði dregið fyrir alla glugga þegar við komum. Við fáum kannski að senda mann heim til ykkar einhvern tímann á laugardaginn til þess að skoða gardínurnar. Ef þær eru ekki nógu góðar, þá er það ekkert mál. Við erum meira en til í að láta setja upp nýjar gardínur fyrir ykkur og þið þurfið ekkert að borga fyrir það. Vonum að þetta sé í góðu lagi. Hlökkum geggjað til að hitta ykkur.“
Gestgjafarnir voru orðnir verulega hissa á þessum samskiptum. Þau höfðu haldið nokkur matarboð með vinum úr sama vinahópi vikurnar á undan og það hafði ekki verið neitt svona vesen. En góð vinátta er gulls ígildi, hugsuðu þau og héldu sínu striki. „Við verðum líklega lítið heima á laugardaginn. Getum ábyrgst að gluggatjöldin eru vel þétt :) Auk þess spáir skýjuðu, þannig að þetta verður ekkert mál. Sjáumst hress,“ var svarið sem þau ákváðu að senda.
Engin fyrirhöfn
Gestirnir voru fljótir að sjá skapandi lausnir á þessari stöðu. „Hæ hæ. Takk fyrir skilaboðin og skilninginn á ljósfælni okkar. Hún er alvöru vandamál. Er þá ekki bara best að þið skiljið íbúðina eftir opna á laugardaginn og okkar menn komi sér bara sjálfir inn og setji upp hlerana? Það er allt í lagi okkar vegna. Þeir geta þá skoðað í leiðinni hvort það sé eitthvað annað sem þurfi að laga fyrir boðið.“
Getsgjafarnir vissu varla hvaðan á þau stóð veðrið og voru farin að velta fyrir sér hvort þetta væri hrekkur. Þau svöruðu: „Haha. Þið segið nokkuð. Eigum við kannski ekki bara að láta tæma stofuna þannig að þið getið komið með ykkar eigin húsgögn líka ;-). Sjáumst á sunnudaginn.“
Óhætt er að segja að þessi tilraun gestgjafanna hafi sprungið illilega í andlitið á þeim. Gestirnir svöruðu: „Vá. Þið eruð SVO GÓÐIR VINIR. Við ætluðum ekki að þora að spyrja um þetta. En þið þurfið alls ekki að hafa neinar áhyggjur af húsgögnunum. Við viljum alls ekki að það sé verið að hafa fyrir okkur þannig að mennirnir sem koma á laugardaginn geta bara séð um að taka út öll húsgögnin ykkar og koma með stólana sem henta betur fyrir okkur. Það er ekkert mál. Og við skulum passa upp á að þeir gangi vel frá þannig að þið verðið fljót að finna aftur ykkar eigin húsgögn og getið raðað þeim alveg eins og þið viljið þegar við erum farin.“
Gestgjafarnir svöruðu: „Eruð þið að grínast?“
En nei. Það var alls ekki. „Haha. Nei, ekkert grín. Við sjáum bara um að hreinsa til og gera íbúðina tilbúna fyrir matarboðið. Þetta verður rosa gaman. Sjáumst á sunnudaginn. P.S. Er í lagi að við komum með hafnaboltakylfur ef það yrði ráðist á okkur…óvíst að vita hvar óvinir sitja á fleti fyrir, og allt það?“
Tens og lítið glens
Matarboðið gekk víst bara vel. Kannski ekki mjög skemmtilegt. Andrúmsloftið er aðeins tens þegar gestirnir mæta vopnaðir og þá er erfiðara að vera með gaman og glens. Svo truflaði það einhverja nágranna að gestirnir lögðu bílnum sínum þvert yfir götuna þannig að enginn komst leiðar sinnar klakklaust. Og í þetta skipti var ekki hægt að segja eftir matarboðið að þetta hafi „ekki verið nein fyrirhöfn“ og gestgjafarnir ekki beint í skapi til að stinga upp á að „við ættum að gera þetta miklu oftar“. En samt—alltaf gaman að hitta góða vini.
Skoðun

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar